Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 51
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN14
F Y R I R T Æ K I
F Ó L K Á F E R L I
„Ég held að ef ég ætti að gefa
einhverjum ráð þá væri það að
óttast ekki breytingar,“ segir
Runólfur Ágústsson, lögfræðing-
ur og rektor Viðskiptaháskólans
á Bifröst, þegar hann er inntur
eftir því hvert er besta ráðið sem
hann býr yfir. Hann segir það
mikilvægt að átta sig á að í al-
þjóðavæddu nútímasamfélagi sé
umhverfi morgundagsins breytt
frá því sem við þekkjum í dag og
bjuggum við í gær. Við búum í
samfélagi breytinganna og mörg
okkar viti ekki hvaða verkefni
morgundagurinn færir okkur.
Það hvernig við höndlum breytt
umhverfi muni ráða árangri okk-
ar.
Runólfur líkir lífinu við eina
samfelld breytingastjórnun og
segir að við þurfum að nota
breytingarnar til að skapa okkur
tækifæri og forskot. Hann segir
að í raun sé það svo að nýjunga-
girni okkar Íslendinga sé ótrú-
legur kostur á tímum þegar
íhaldssemi er löstur. „Við lifum
skemmtilega og spennandi tíma,
þökk sé breytingum sem við
sjaldnast ráðum nokkru um, en
getum yfirleitt nýtt okkur til
góðra verka,“ segir Runólfur. -
hhs
B E S T A R Á Ð I Ð
Sportvörukeðjan Intersport hefur innan sinna
vébanda um fimm þúsund verslanir í 25
löndum en styrkur hennar er þó
mestur í Evrópu.
Eignarhaldsfélagið
Norvik, sem er móðurfé-
lag BYKO og Kaupáss,
er sérleyfishafi Inter-
sport á Íslandi og rekur
þrjá verslanir hér á landi.
Stærsta Intersport-verslunin er
staðsett í Húsgagnahöllinni en þetta er jafn-
framt stærsta íþróttavöruverslun landsins –
um 1.800 fermetrar – og ein stærsta Intersport
verslunin á Norðurlöndum. Önnur stór versl-
un er í Smáralind og sú þriðja er inni í Nóatúni
á Selfossi.
Intersport opnaði í Húsgagnahöllinni í apr-
íl árið 1998 og var þá í eigu eigenda hússins,
Jóns Hjartarsonar og fjölskyldu, sem seldu
verslunina til Kaupáss árið 2002. Norvik eign-
aðist Kaupás seinni part árs 2003 og Intersport
hefur verið innan þeirrar keðju síðan.
BJÓÐA BESTA VERÐIÐ
„Við erum með merkjavöru og bjóðum hana á
lægra verði en gengur og gerist á markaðn-
um,“ segir Birgir Örn Friðþjófsson, rekstrar-
stjóri Intersport sem jafnframt er rekstrar-
stjóri Húsgagnahallarinnar.
Hann er spurður um kosti þess að vera hluti
af fjölþjóðlegri keðju. „Intersport er öflugt
vörumerki sem er þekkt um allan heim og er
stærsta keðja í heimi í þessum geira. Við fáum
þarna mikilvæg viðskiptasambönd og aðgang
að stórum aðila sem semur um innkaupsverð
við birgja og því fáum við hagkvæm verð. Það
er mikið í umræðunni svokölluð verðvernd og
samstarfsaðilar okkar á Norðurlöndum eru
meðvitaðir um slíka hluti. Við byrjuðum að
bjóða verðvernd fyrir einu ári og fögnum því
ársafmæli verðverndarinnar nú í nóvember,“
segir Birgir Örn.
Intersport gerir reglulegar
verðkannanir og síðasta
könnun, sem fyrirtækið
lét gera, sýndi að við vor-
um mun ódýrari en helstu
samkeppnisaðilarnir. „Á
þeim vöruflokkum sem við
könnuðum síðast þá vorum við
í 90 prósent tilvika með lægsta verð-
ið. Við ætlum okkur að vera stærstir, bestir og
með lægsta verðið,“ segir Birgir og brosir.
TÍSKUMERKIN ALLTAF ÖFLUG
Veturinn var snemma á ferðinni og urðu
starfsmenn Intersports strax varir við mikla
söluaukningu á alls kyns vetrarfatnaði. Sala á
úlpum og sleðum rauk upp og heilu gámarnir
af vetrarvörum kláruðust á augabragði.
Mikil söluaukning hefur verið hjá Inter-
sport á árinu og er það tilfinning Birgis að
fyrirtækið sé að vaxa meira en sem nemur
veltuaukningu í geiranum. Það getur verið
erfitt að meta vöxt markaðarins þar sem
íþróttavöruverslanir eru að mörgu leyti sam-
tvinnaðar við tískuvörubransann. „Ég myndi
halda að markaðurinn sé að vaxa um tuttugu
prósent á þessu ári.“
Ekkert eitt er að vaxa umfram annað,
aukningin er þvert yfir hvort sem um er að
ræða fatnað eða skó. Tískumerkin haldast
alltaf sterk í íþróttavörunum. Adidas og Nike
eru klassískar grunnvörur en Puma hefur
sótt mjög á í tískuvörunum á síðustu árum.
Þá er Hummel einnig að koma sterkt inn í föt-
unum. Intersport er einnig með eigin vöru-
merki eins og McKinley, Firefly og Protouch,
sem eru gæðavörur á hagstæðu verði.
Birgir býður spenntur eftir jólavertíðinni
eins og margir kollegar hans og gerir ráð fyr-
ir mikilli sölu. Að sögn hans er undirbúning-
ur fyrir jólin í fullum gangi og talsvert af
vörum eru komnar inn í verslanirnar og rest-
in dettur inn á næstu tveimur til þremur vik-
um. „Það er mjög mikil sala í alls konar sport-
fatnaði og skóm. Gjafavörur eru mikið tengd-
ar útivistinni, til dæmis áttavitar og
göngustafir.“
ÞRETTÁN ÞÚSUND FÉLAGSMENN
Markaðsstarf Intersports er öflugt og eru ríf-
lega þrettán þúsund manns skráðir meðlimir í
vildarklúbbnum Club Intersport. Öll verslun
félagsmanna er skráð og eftir tólf mánuði fá
þeir veltutengdan bónus í formi inneignar.
Þeir sem kaupa fyrir meira en 120 þúsund á
ári fá fimmtán prósent endurgreidd í formi
inneignar. Birgir segir að Intersport endur-
greiði félagsmönnum margar milljónir á
hverju ári. Meðlimir fá svo ýmis sérkjör bæði
frá keðjunni sem og samstarfsaðilum og fá
forgang á útsölur.
Konur eru meira áberandi í viðskipta-
mannahópnum en karlar en viðskiptavinir eru
á öllum aldri. „Við verðum varir við það al-
mennt að sú mikla umræða sem er í þjóðfélag-
inu um hreyfingu og að halda sér í formi skil-
ar sér til okkar og annarra sem selja íþrótta-
vörur.“ Margt hefur breyst. Línuskautar sem
aðeins ungmenni voru á eru nú orðnir vinsæl-
ir meðal allra hópa. Einnig er almenningur
orðinn meira meðvitaður um nauðsyn þess að
eiga góðan búnað eins og skó. „Við leggjum
ríka áherslu á að viðskiptavinir fái ráðlegg-
ingu frá starfsmönnum um hvaða skór eru
réttir fyrir hvern og einn því skóbúnaður
skiptir gríðarlegu máli.“
Birgir getur ekki gefið upp hver verða
næstu skref Intersport en það er alveg klárt
mál að keðjan ætli sér frekari landvinninga á
Íslandi.
Intersport
Eigandi: Norvik
Rekstrarstjóri: Birgir Örn Friðjónsson
Fjöldi starfsmanna: 20 í fullu starfi,
30 í hlutastörfum.
Sterkir í sportinu
Intersport rekur þrjár íþrótta- og útivistarverslanir, þar á meðal stærstu verslun
landsins á sínu sviði. Markaðurinn vex hratt og samkeppnin er hörð en keðjan
leggur ríka áherslu á að bjóða upp á besta verðið. Eggert Þór Aðalsteinsson
kynnti sér rekstur Intersport á Íslandi.
MAGNÚS BJARNASON hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri yfir starfsemi Ís-
landsbanka í Ameríku
og Asíu. Meginhlutverk
hans verður að styrkja
alþjóðleg verkefni
bankans í Bandaríkjun-
um, Kanada, Chile og
að auki í Asíu.
Magnús starfaði áður sem sendifulltrúi
og staðgengill sendiherra í sendráði Ís-
lands í Peking en hafði þar áður meðal
annars starfað sem viðskiptafulltrúi í
Bandaríkjunum og Kanada á vegum ut-
anríkisþjónustunnar á árunum 1997 til
2003, við stofnun Viðskiptaþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins (VUR), hjá Arnarflugi,
Olís, 10-11 og í fyrirtækjaviðskiptum
Landsbankans. Magnús hefur einnig
fengist við ráðgjöf og kennslu. Magnús
lauk MBA-gráðu í alþjóðaviðskiptum
með áherslu á markaðsfræði og samruna
Evrópu frá Thunderbird, Garvin School of
International Management. Eiginkona
hans er Anna Sveinsdóttir, leikskóla-
kennari, og eiga þau fjögur börn.
EVA MARGRÉT ÆVARSDÓTTIR lögfræð-
ingur hefur verið ráðin til starfa á Evr-
ópuskrifstofu SA í
Brussel. Eva Margrét
útskrifaðist sem lög-
fræðingur frá Háskóla
Íslands og er með
LL.M. gráðu í Evrópu-
rétti frá Katholieke
Universiteit í Leuven í Belgíu. Áður hef-
ur hún meðal annars starfað sem lög-
maður og rekið Lögmannsstofuna Síðu-
múla 9 (nú Lögborg) og unnið sem
nefndaritari á nefndasviði skrifstofu Al-
þingis. Eva Margrét tekur við af Ástfríði
M. Sigurðardóttur sem starfsmaður SA í
Brussel en Ástfríður lætur af störfum
hjá SA í nóvemberlok. Eva Margrét hef-
ur þegar hafið störf og mun starfa við
hlið Ástfríðar fyrst um sinn.
STEINUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, for-
stöðumaður Alþjóða lánveitinga hjá Ís-
landsbanka, hefur ver-
ið ráðin framkvæmda-
stjóri útibús Íslands-
banka í London. Meg-
inverkefni Steinunnar
verða að byggja upp
viðskiptasambönd við
viðskiptavini sem eru að fara inn á
breskan markað og einnig að stofna og
styrkja viðskiptasambönd við fyrirtæki í
Bretlandi sem starfa í matvælaiðnaðin-
um. Steinunn Þórðardóttir hefur byggt
upp og leitt teymi reyndra sérfræðinga í
lánsfjármögnun til alþjóðlegra fyrirtækja
sem forstöðumaður Alþjóða lánveitinga
frá árinu 2003. Hún er varamaður í
stjórn KredittBanken í Noregi og situr
einnig í stjórn Rekstrarfélags ÍSB. Áður
en Steinunn tók til starfa hjá Íslands-
banka starfaði hún hjá fyrirtækinu En-
ron víða um heim. Steinunn er við-
skipta- og stjórnmálafræðingur frá há-
skóla í Suður-Karólínu og lauk MBA-
námi með áherslu á fjármál frá Thund-
erbird-háskólanum í Arizona árið 1999.
REKA STÆRSTU ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUN LANDSINS „Það er mikið í umræðunni svokölluð verðvernd og samstarfsaðilar okkar á Norð-
urlöndum eru meðvitaðir um slíka hluti. Við byrjuðum að bjóða verðvernd í byrjun þessa árs og erum þar af leiðandi með lægsta verðið á
markaðnum,“ segir Birgir Örn Friðjónsson, rekstrarstjóri Intersport.
RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON, REKTOR
VIÐSKIPTAHÁSKÓLANS Á BIFRÖST.
Það hvernig við höndlum breytt umhverfi
mun ráða árangri okkar.
Að óttast ekki breytingar
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ei
ða
14-15 Markadur-lesin 8.11.2005 15:20 Page 2