Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 53

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 53
Skólaganga og kennsla hafa frá örófi alda fyrst og fremst verið viðfangsefni karla, bæði hérlendis sem erlendis. Fyrstu konurnar fóru að sjást á skólabekk í íslensk- um framhaldsskólum í kringum aldamótin 1900 og langt fram eftir 20. öldinni voru þær í miklum minni hluta. Hlutfall þeirra í Há- skóla Íslands var lengst af enn lægra en í framhaldsskólum. Kennarahópurinn var sama marki brenndur. Nokkrar konur kenndu í grunnskólum, færri í framhaldsskólum og nær engar í háskólum. Konum var freklega mismunað með því að hindra að- gang þeirra að menntun. Í þessu fólst jafnframt gífurleg sóun á þeim mannauði sem býr í konum. Undanfarna áratugi hefur að- gengi íslenskra kvenna að skólum batnað til muna. Þær hafa nýtt tækifærið og sest í síauknum mæli á skólabekk eða á kennarastofuna. Þessi jákvæða þróun hefur skilað þjóðfélaginu öllu, ekki bara konum, ómældum ávinningi. Það er þó rétt að staldra við eina hlið þessa sem furðulítið er fjallað um opinberlega. Hún er sú að slag- síðan í kynjaskiptingunni í mennta- kerfinu er óðum að verða jafnmik- il og áður, bara í hina áttina. Skýr- ingin núna er þó ekki að annað kyn- ið fái ekki að mennta sig eða kenna heldur að karlar sýna menntun mun minni áhuga en konur. Nemandi sem nú fer í gegnum hið íslenska menntakerfi, frá leik- skóla og upp í háskóla, sér ekki marga karlmenn við kennarastörf og þeim fer stöðugt fækkandi, a.m.k. hlutfallslega. Sá sem fer í gegnum allt kerfið frá leikskóla og upp í háskóla getur átt von á því að tvo þriðju hluta námsins hafi kenn- arinn verið kona. Fyrir þá sem ekki fara í háskóla eða framhaldsskóla er hlutfallið af kennslunni sem konur sjá um enn hærra. Það kemur sennilega engum á óvart að leikskólakennarar eru einkum konur eða 96%. Hlutfallið er ekki mikið jafnara í grunnskól- um, þar eru konur 77,5% kennara. Það er ekki fyrr en í framhalds- skólum og loks háskólum sem tals- verðar líkur eru á að fá karl sem kennara. Þeir eru 52% framhalds- skólakennara og 59% háskólakenn- ara. Það hlutfall fer reyndar fyrir- sjáanlega hægt og sígandi lækk- andi því að karlar eru hlutfallslega flestir meðal elstu kennaranna á báðum skólastigunum. Háskólakennarar byrja alla jafna feril sinn sem lektorar. Þar eru karlar nú örlítið færri en konur eða 47,5%. Ef þetta hlutfall helst í nýliðun háskólakennara jafnast smám saman kynjahlutfallið meðal dósenta og prófessora. Miðað við kynjaskiptinguna í nemendahópnum er þó ólíklegt að kynjahlutfallið verði á endanum jafnt. Körlum fækkar mjög hlut- fallslega meðal háskólanema. Nú eru nánast tvær konur fyrir hvern einn karl sem stundar háskólanám á Íslandi. Þegar skyldunámi lýkur snarlækkar hlutfall pilta í skóla- kerfinu. Skipting háskólanema eftir kyni ræður kynjaskiptingu sérfræði- stétta framtíðarinnar. Það blasir við að þær verða flestar kvenna- stéttir. Hlutfall kynjanna er svipað í Háskóla Íslands og í öðrum skól- um á háskólastigi að jafnaði og því hægt að nota tölur frá skólanum sem vísbendingu um heildina. Af ellefu deildum Háskóla Íslands hafa einungis tvær nokkurn veginn jafnt kynjahlutfall. Það eru laga- deild og viðskipta- og hagfræði- deild. Í ljósi þess hve áberandi þær stéttir sem þessar deildir útskrifa eru í bæði viðskiptalífi lands- manna, stjórnkerfinu og stjórnmál- um hljóta þetta að teljast góðar fréttir. Bæði kynin fá notið sín til jafns innan þessara deilda. Í öðrum deildum skólans er hlutfall kynja hins vegar orðið mjög ójafnt. Í einungis einni deild Háskóla Íslands eru karlar enn í nokkrum meiri hluta, verkfræði- deild. Þar eru konur þó nú tæpur þriðjungur nemenda, sem er veru- leg aukning frá fyrri árum. Í hinum átta deildum skólans eru konur þegar í talsverðum meiri hluta. Hjúkrunarfræðideild er í sérflokki. Þar ná karlar ekki þrem- ur prósentum nemenda. Félagsvís- indadeild er næst á eftir, með nán- ast þrjár konur fyrir hvern karl meðal nemenda. Deildin er jafn- framt fjölmennasta deild skólans svo að þetta ójafna kynjahlutfall þar skiptir langmestu fyrir skekkj- una í kynjahlutfalli skólans sem heildar. Gamalgrónar sérfræði- stéttir karla innan heilbrigðisvís- inda verða það ekki mikið lengur. Í bæði læknisfræði og tannlækning- um eru konur í vaxandi meiri hluta. Í hugvísindum og guðfræði eru tvær konur fyrir hvern karl. Sumar greinar í raunvísindadeild laða enn frekar að karla en konur, þ.á m. stærðfræði og eðlisfræði. Það nær þó ekki að breyta því að konur eru í nokkrum meiri hluta í deildinni sem heild. Hér verður ekki horft til ann- arra háskóla innanlands nema hvað ekki er hægt að horfa fram hjá Kennaraháskólanum sem eðli máls samkvæmt menntar flesta grunn- og leikskólakennara landsins. Þar eru konur í miklum meiri hluta. Um sumar brautir, sérstaklega þær sem búa undir störf á leikskól- um, sækja nær engir karlar. Fimm konur stunda nám í KHÍ fyrir hvern einn karl. Í mörgum sérfræðistéttum eru konur þegar í miklum meiri hluta. Í BHM eru t.d. þrjár konur fyrir hvern karl. Þótt karlar séu enn í meiri hluta í ýmsum sérfræðistétt- um má ráða af fyrrnefndum nem- endatölum að sú mynd sé hægt en örugglega að breytast. Nýliðunin er allt öðru vísi, þar eru konur í flestum tilfellum í meiri hluta. Engin teikn eru hins vegar á lofti um að þær sérfræðistéttir þar sem konur hafa verið í meiri hluta, t.d. meðal grunn- og leikskólakennara og hjúkrunarfræðinga, sjái fram á jafnari kynjahlutföll í framtíðinni. Kynskipting í sérfræðistéttum á Íslandi á 21. öldinni verður ef svo fer sem horfir allt önnur en á þeirri 20. Konur munu sinna sérfræði- störfunum í mun ríkari mæli en karlar. Þær munu sjá að mestu leyti um menntakerfi landsmanna og að miklu leyti um heilbrigðis- kerfið. Þær sérfræðistéttir sem hafa verið kvennastéttir til þessa virðast ætla að vera það áfram. Þær sem hafa verið karlastéttir eru hins vegar nær allar að breyt- ast í kvennastéttir eða a.m.k. stétt- ir með nokkuð jafnt hlutfall kynj- anna. Piltarnir ætla greinilega að fást við annað. MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Gagnrýni á Fjármálaeftirlitið er oft á atriði sem eru ekki á verksviði þess. Fagna ber opnara Fjármálaeftirliti Hafliði Helgason Öflugt Fjármálaeftirlit er mikilvægt, ekki síst á þeim tímum þegar fjármálakerfið er í örri þróun og útrás. Uppgangur fjármála- geirans hefur verið ævintýralegur og mikilvægt að í hraðri upp- byggingu sé gætt eðlilegrar varúðar sem komið getur í veg fyrir framtíðaráföll. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, Stefán Svavarsson, gerði meðal annars gagnrýni á stofnunina að umtalsefni. Þar benti hann réttilega á að oft hefur gagnrýni á aðgerðaleysi Fjármálaeftirlits- ins byggt á vanþekkingu á hlutverki þess. Þannig hefur í nýlegri umræðu um FL Group verið kallað eftir rannsókn eftirlitsins sem ekki er á verksviði þess. Þær sögusagnir sem hvergi hafa fengist staðfestar væru ef fótur væri fyrir þeim á verksviði lögreglu. Annað sem oft hefur orðið kveikja gagnrýni og umræðu um Fjármálaeftirlitið er að það aðhafist ekki í málum sem augljóslega eru á verksviði stofnunarinnar. Stór hluti þeirrar gagnrýni á rætur í því að niður- staða mála hefur ekki verið gerð opin- ber. Fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlits- ins beitti sér fyrir auknum heimildum til birtingar niðurstöðu af málum og ný lög opna á meiri upplýsingagjöf. Þetta er mikið framfaraspor, því op- inber birting veitir mun meira aðhald en aðfinnslur bak við luktar dyr. Nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson, boðaði auk þess markvissari kynningu á leikreglum markaðarins. Það liggur í eðli stofnunar eins og Fjármálaeftirlitsins að vara við tilteknum hættum. Þannig hvatti forstjórinn til þess að fjármálafyrirtæki gættu varkárni og legðu aukna áherslu á áhættustýringu. Hröð útlánaaukning felur í sér hættu sem fjármálafyrirtækin þurfa að gefa gaum. Þá benti Jónas á verulega markaðsverðbréfaeign og skuldaaukningu fjármálafyr- irtækjanna. Allt eru þetta þarfar ábendingar og mikilvægt að bankakerfið nýti vel þau hagstæðu skilyrði sem hafa verið í starfseminni og tryggi sig vel gegn verri tímum. Í þessu samhengi er þó vert að hafa í huga að gengisáhætta af markaðsverðbréfum bankanna hef- ur farið hlutfallslega lækkandi. Það er nauðsynlegt fyrir bankana að nýta vel þau hagstæðu skil- yrði sem hafa verið í umhverfi þeirra að undanförnu til að byggja undir sig til framtíðar. Varnaðarorð Fjármálaeftirlitsins og innleið- ing Basel II eiginfjárreglna er liður í því að treysta stoðir fjármála- kerfisins. Ábendingar Fjármálaeftirlitsins hljóta að skoðast í því ljósi að sennilega rís aldrei sá dagur að ekki verði tilefni til ábend- inga þess. Flest bendir til þess að þeir bankar sem fremstir hafa farið í útrás hafi einmitt nýtt tímann vel og lagt áherslu á að dreifa áhættu sinni. Það er mikilvægt að Fjármálaeftirlitið starfi eins og kostur er fyrir opnum tjöldum. Aðhaldið sem af því hlýst mun án efa spara mikla vinnu. Öflugt og gagnsætt Fjármálaeftirlit er ein af forsend- um trúverðugleika fjármálakerfisins og þrátt fyrir neikvæða um- ræðu á köflum er ekkert sem bendir til annars en að því hlutverki sé ágætlega sinnt og með sambærilegum hætti og tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Bros sérhæfir sig í sölu og merkingum á fatnaði, auglýsingavörum og fánum SÍÐUMÚLA 33 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 581 4141 • WWW.BROS.IS ER ÞITT FYRIRTÆKI SÝNILEGT? ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stórmarkaðir óvelkomnir í Póllandi Financial Times | Nýráðinn fjármálaráðherra Pól- lands, Teresa Lubinska, segir smásöluaðila með það í hyggju að opna stórmarkaði þar í landi ekki velkomna. „Stórmarkaðir á borð við Tesco eru léleg fjárfesting. Þeir eru ekki mikilvægir fyrir efnahagsvöxt Póllands,“ sagði Lubinska í viðtali við fjármálaritið Financial Times. Í greininni segist Lubinska hafa reynt að hrekja á brott slíka smásöluaðila þegar hún gegndi embætti bæjarfulltrúa í borginni Szczecins af þeim ástæðum að þeir eyðileggja miðbæina og valdi því að smærri aðilar fari á hausinn. Frú Lubinska segir að Pólland eigi heldur að skapa fram- leiðslustörf og kallaði fjárfestingar í stórmörkuðum slæmar þar sem þær skapa störf sem krefjast til- tölulega lítilla hæfileika af starfsfólki. Tesco, sem er stærsta keðja stórmarkaða á Bret- landi, fór inn á Póllandsmarkað árið 1996. Fyrirtækið rekur nú 44 stórmarkaði og 36 smærri verslanir í Pól- landi. Útvíkkun í austur er Tesco mikilvæg þar sem keðjan verður fyrir æ meiri mótstöðu í Bretlandi þar sem hún hefur 30,3 prósenta markaðshlutdeild. Huga ekki að ellilífeyrinum The Sunday Telegraph | Bretar huga ekki nægilega vel að efri árunum samkvæmt nýjum breskum könn- unum sem sagt er frá í The Sunday Telegraph. Ástandið er nú orðið svo alvar- legt að einn af hverjum þremur Bretum sparar ekki til efri áranna. Þetta ýtir undir þrýsting á stjórnvöld að taka ellilífeyriskerfið í gegn en þörf hefur verið á því um dágott skeið. 37 prósent vinn- andi fólks í Bretlandi, um 6,5 milljónir manna, borga ekki í neins konar lífeyrissjóð. Kannanirnar sýna einnig að tilraunir stjórn- valda til að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að leggja fyrir lífeyrissparnað hafa ekki skilað ár- angri. Í september árið 2004 fór í gang umfangs- mikil herferð á vegum stjórnvalda í þessu miði. Þrátt fyrir það sögðu níu af hverjum tíu sem tóku þátt í könnuninni að þeir höfðu hvorki séð né heyrt af slíkum auglýsingum. U M V Í Ð A V E R Ö L D Það er nauðsynlegt fyrir bankana að nýta vel þau hagstæðu skilyrði sem hafa verið í umhverfi þeirra að undanförnu til að byggja undir sig til framtíðar. bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is Gylfi Magnússon O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Hvar eru piltarnir? Það kemur sennilega engum á óvart að leikskólakennarar eru einkum konur eða 96%. Hlutfallið er ekki mikið jafnara í grunnskólum, þar eru konur 77,5% kennara. Það er ekki fyrr en í framhaldsskólum og loks háskólum sem talsverðar líkur eru á að fá karl sem kennara. Þeir eru 52% framhaldsskólakennara og 59% háskóla- kennara. Það hlutfall fer reyndar fyrirsjáanlega hægt og sígandi lækkandi því að karlar eru hlutfallslega flestir meðal elstu kennaranna á báðum skólastigunum 16-17 Markadur-lesin 8.11.2005 15:21 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.