Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 67

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 67
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR12 Heiða bjó í eitt ár í Austur-Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarkona á sér uppáhaldsstað og draumastað. „Uppáhaldsstaðurinn minn sem stendur er Alexanderplatz sem er í gamla miðbæ Berlínar austan megin,“ segir Heiða. Hún bjó í þessum hluta borgarinnar í ár og saknar hans mjög mikið. „Þarna er hægt að fá bestu „currywurst mit pommes“ í Berlín sem eru karrípylsur með frönskum en það er borgarréttur Berlínarbúa. Á Alexand- erplatz er mjög fallegur gosbrunnur og þarna hanga líka allir pönkararnir og skrítna fólkið.“ Heiða á sér líka draumastað. „Drauma- staðurinn minn er Tokyo. Ég hef heyrt fullt af fólki segja fallegar sögur þaðan en ég hef aldrei fengið tækifæri til þess að fara þangað. Mér finnst einhvern- veginn þegar ég hitti Japani að þá skilji ég alveg hvaðan þeir koma. Ég held að Íslendingar og Japanir eigi tölvert sameiginlegt. Fyrir utan það að vera frá eldfjallaeyjum þá eru báðar þessar þjóðir svolítið klikkaðar og tæknióðar en trúa samt á gamlar þjóðsögur.“ DRAUMASTAÐURINN Bjó í Berlín og langar til Tókýó 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI veislubakkar Ljúffengir www.jumbo.is Frí heimsending Pöntunarsími: 554-6999 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.