Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 81
36 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Kennarinn, þjálfarinn, tónlistarmaðurinn og athafnamaðurinn Hlynur Áskelsson, sem einhverjir kunna að þekkja sem Ceres 4 en aðrir sem Köttara númer tvö, hefur tekið að sér þrek- og úthaldsþjálf- un Þróttar og mun þar af leiðandi bera ábyrgð á því að leikmenn liðsins geti hlaupið heilan fótboltaleik næsta sumar. Starfið er þó engin nýjung fyrir Hlyn, en hann er menntaður íþróttakennari, og stefnir hann að því að ná toppár- angri leikmenn liðsins - þá sömu og hann gagnrýndi nokkuð harkalega í pistli á heimasíðu Þróttar sem birtist í lok sumars. Þar segir Hlynur meðal annars að meistaraflokki félagsins skorti grunnþjálfun í styrk, úthaldi og andlegu atgervi. Á þessu ætlar Hlynur nú að vinna bót á. „Ég stend við allt það sem ég sagði í þessum pistli en nú er það mitt að koma hlutunum í rétt form. Mitt skýlausa mark- mið er að ná árangri - annað yrði óviðundandi,“ sagði Hlynur ákveðinn við Fréttablaðið í gær en þessa dagana stendur hann vaktina yfir leikmönnum Þrótt- ar í Laugum þar sem þeir hlaupa og lyfta. Á undirbúningstíma- bilinu mun hann vinna náið með Atla Eðvaldssyni, aðal- þjálfara Þróttar, þar sem líkamlegi þátt- urinn er á ábyrgð Hlyns. Sjálfur er Hlynur Þróttari mikill og hefur á síðustu árum verið ein af drif- fjöðrunum í hópi Köttarana, hins ötula stuðningsmannahóps Þróttar. „Ég hef verið Þróttari frá blautu barnsbeini og ef félagið hefur óskað eftir mínum kröfum þá hef ég hreinlega ekki geta sagt nei. Á því var engin breyting nú þegar ég var fenginn til að taka að mér þetta verkefni,“ segir Hlynur, sem sjálfur er í hörkuformi. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa,“ segir Hlynur sem stefn- ir að sjálfsögðu að því að láta leikmenn Þróttar vera í betra formi á næsta ári en þeir voru í sumar. „Ég ætla rétt að vona að þeir verði það - annars verð ég rekinn,“ sagði Hlynur og hló. HLYNUR ÁSKELSSON: HEFUR TEKIÐ VIÐ STARFI ÞREKÞJÁLFARA ÞRÓTTAR Það skemmtilegasta sem ég geri er að æfa FÓTBOLTI „Þegar hann stígur fram til að taka aukaspyrnur þá býst ég eiginlega við því að hann skori,“ segir Claudio Cacapa, varnarmaður Lyon í Frakklandi, um brasilíska samherja sinn Jun- inho Pernambucano sem í dag er óumdeilanega besti aukaspyrnu- sérfræðingur heims og er af flestum talinn hafa farið fram úr David Beckham í þeim hæfileika á núverandi leiktíð. Juninho hefur hreinlega farið á kostum í haust og er samanlagður fjöldi marka hans beint úr auka- spyrnum í öllum á þessu tímabili komið á annan tug, Á sínum fjór- um árum með Lyon hefur Junin- ho skorað alls 55 mörk, þar af 21 beint úr aukaspyrnum. „Skotin eru að detta inn núna og auðvitað vonast ég til að skora fleiri mörk. En mitt hlutverk er fyrst og fre- mst að stjórna miðjuspilinu. Það er hlutverk framherjana að skora mörkin,“ segir hann sjálfur. Juninho hefur verið að þróa aukaspyrnustíl sinn allan sinn feril og vill ekkert segja til um hvert leyndarmálið á bakvið góða aukaspyrnu er. Sem strákur fylgd- ist hann grannt með brasilísku goðsögninni Zico og spyrnutækni hans - afganginn segir hann til- komin vegna þolinmæði, mikilla æfinga og smávegis af heppni. Sérfræðingar eru á því að það sem gerir Juninho að þeim allra besta í bransanum sé fjölbreytni hans í spyrnum. Sem dæmi má nefna að í leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á dögunum skoraði Juninho eitt mark með því að skjóta í gegnum varnar- vegginn og lagði upp annað með því að hreinlega bomba á John Carew, sóknarmann Lyon, þaðan sem hann breytti um stefnu og fór í markið. Í næsta leik á eftir gegn Olympiakos skoraði hann síðan með föstu bogaskoti yfir varnar- vegginn og í samskeytin - eitthvað sem er aðeins á færi snillinga. Markvörður Lyon, Grégory Coupet, sem þarf daglega að klj- ást við spyrnur Juninho á æfing- um, segist vorkenna öðrum mark- mönnum. „Enn þann dag í dag get ég ekki lesið spyrnur Juninho. Það veit enginn hvernig hann fer að þessu. Ég er guðs lifandi feginn að vera með honum í liði en ekki á móti honum,“ segir Coupet. Tiago, annar liðsfélagi hans, tekur í sama streng. „Hann setur boltann þangað sem hann vill að hann fari. Hann er það góður,“ segir hann. vignir@frettabladid.is Miklu betri en Beckham Brasilímaðurinn Juninho Pernambucano hefur að mati sérfræðinga tekið krún- una af sjálfum David Beckham sem helsti aukaspyrnusérfræðingur heims. JUNINHO Getur skotið yfir vegginn, í gegnum hann eða framhjá honum. Enginn getur lesið spyrnur hans, segir markvörður Lyon. KRAFTLYFTINGAR Heimsmet Bene- dikts „Tarfs“ Magnússonar í rétt- stöðulyftu fæst ekki staðfest af alþjóða kraftlyftingasambandinu, IPF. Mótið sem Benedikt setti metið í var haldið af WPO sem er klofningssamband frá alþjóða- sambandinu en helsti munurinn á þessum tveim samböndum er sá að WPO lætur keppendur ekki gangast undir lyfjapróf að móti loknu. Slíkt samræmist ekki reglum alþjóða sambandsins og því fæst metið ekki staðfest. Benedikt lyfti 440 kg í réttstöðulyftu en gamla heimsmetið var 426 kg. Kraftlyftingasamband Íslands er aðili að IPF og því fæst lyftan tæplega staðfest hér á landi og því ekki um að ræða Íslandsmet. Kraftlyftingasamband Íslands er ekki aðili að ÍSÍ og þar af leiðandi er hæpið að ÍSÍ beiti sér í málinu. Ekki náðist í Benedikt við vinnslu fréttarinnar. Heimsmet Benedikts Magnússonar: Fæst ekki staðfest BENEDIKT MAGNÚSSON Fær heimsmetið sitt ekki staðfest. FÓTBOLTI Alex Ferguson, stjó- ri Man. Utd, staðfesti við enska fjölmiðla í gær að hann hyggðist styrkja leikmannahóp sinn veru- lega þegar leikmannaglugginn opnast á ný í janúar. Ferguson og lærisveinar hans höfðu ekki verið upp á sitt besta áður en þeir bundu enda á sigurgöngu Chelsea um síðustu helgi og vilja stuðnings- menn liðsins meina að þunnum leikmannahópi sé um að kenna. Og nú virðist sem að Ferguson sé sammála. „Það er mikil geta til staðar í hópnum en við höfum verið að tre- ysta of mikið á ungu leikmennina í fjarveru reynslubolta á við Keane, Neville og Heinze. Ég ætla að sty- rkja og auka breiddina í hópnum í janúar,“ sagði Ferguson í gær en bætti því við að erfitt væri að fá góða leikmenn sem yrðu löglegir í Meistaradeildinni. - vig Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man. Utd: Ætlar að eyða í janúar ALEX FERGUSON Segir breiddina vanta í núverandi leikmannahóp Man. Utd. David Beckham, fyrrverandi leik-maður Man. Utd og núverandi leikmaður Real Madrid, segir að Roy Keane hafi átt fullan rétt á því að gagnrýna samherja sína í síðustu viku. Beckham segir að með fyrirliðastöð- unni fylgi ákveðnar skyldur, sem meðal annars felast í því að segja mönnum til. „Keane er mjög sterkur persónuleiki og einn af öflugust fyrirliðum sem ég hef nokkru sinni spil- að með. Allir virða Keane og allir hlusta á það sem hann segir,“ segir Beckham. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolt-on, segir að Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hljóti að veita Kevin Nolan tækifæri með enska liðinu á næstunni eftir að hafa horft upp á frábæran leik hans gegn Tottenham í fyrrakvöld. „Nolan var besti leikmað- urinn á vellinum og er að sýna mikinn stöðugleika í sínum leik. Eriksson hlýtur að hafa hrifist af honum, „ segir Allardyce. „Það er fátt dýrmætara en að hafa markaskorara á miðjunni, eins og Chelsea getur staðfest með sinn Frank Lampard. Án marka hans værum við ekki í þriðja sætinu í dag,“ segir Allar- dyce, en Nolan hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni. Og meira af Eriksson; Svíinn knái segir að Rio Ferdinand sé fullkomn- asti miðvörður sem England búi yfir og hann sé sannarlega í hópi bestu varnar- manna heims. „Hann er kannski ekki í sínu besta formi en slíkt gerist hjá öllum. Hann var besti varnarmað- urinn á síðasta Heimsmeistaramóti og hann er ennþá ungur. Hann mun ná sér á strik á nýjan leik, sannið þið til,“ segir Eriksson. Vladimir Romanov, hinn skrautlegi eigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Hearts, hefur sett miklar takmarkanir á starf Graham Rix, nýráðins stjóra liðsins. Rix mun ekkert hafa um það að segja hvaða leikmenn eru fengnir til félagsins - hans hlutverk er aðeins að stjórna æfingum. „Hans hlutverk er að þjálfa leikmenn félagsins og gera þá betri. Það verða aðrir í því hlutverki að kaupa leikmenn,“ segir Romanov. ÚR SPORTINU FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist hugsa um það annars lagið að gera þjálfari hjá Liverpool eftir að ferli hans sem leikmaður hjá liðinu lýkur. Gerr- ard staðfesti tryggð sína við félag- ið með því að skrifa undir nýjan samning við félagið í sumar í stað þess að ganga til liðs við Chelsea fyrir metfá. „Rafael Benitez hafði það á orði í sumar að ég gæti vel orðið stjóri hjá Liverpool í framtíðinni og ég neita því ekki að það er eitt- hvað sem ég hef pælt í. Ég hef verið hér síðan ég var átta ára gamall og það yrði frábært ef ég gæti verið hér mikið lengur. Hvað sem verður, þá vona ég að starf mitt eftir leikmannaferilinn teng- ist Liverpool að einhverju leyti,“ segir Gerrard. Steven Gerrard: Vill þjálfa á Anfield STEVEN GERRARD Er núverandi fyrirliði Liverpool og vill stjórna liðinu í framtíðinni. NFL Philadelphia Eagles hefur ákveðið að setja Terrel Owens í leikbann hjá félaginu og það sem meira er þá fær hann engin laun meðan á banninu stendur. Ástæða bannsins er margítrekuð agabrot sem hafa átt sér stað á löngum tíma. Owens er af mörgum talinn besti útherji NFL-deildarinnar en hann er ólátabelgur mikill og vart húsum hæfur. Hann getur ekki opnað munninn án þess að koma sér í vandræði og það er einmitt kjafturinn á honum sem á endanum gerði útslagið. Hann mun væntanlega aldrei aftur leika fyrir Eagles. Owens var fyrst settur í aga- bann 5. nóvember þegar hann sagði að félagið, Eagles, vantaði klassa en honum fannst félagið ekki gera nógu mikið úr því að hann hefði skorað sitt 100. snert- imark sömu helgi. Í sama við- tali sagði Owens að Eagles væri betur statt með Brett Favre sem leikstjórnanda í stað Donovans McNabbs. Þetta var síður en svo fyrsta skotið sem McNabb fær frá Owens. Útherjinn skrautlegi lenti ein- nig í slagsmálum í sömu viku við einn starfsmann Eagles. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á ummælum sínum við félagið en neitaði að biðja McNabb og félaga sína í liðinu afsökunar. Einn skrautlegasti karakterinn í amerísku íþróttalífi í vondum málum: Fær hvorki laun né að spila TERRELL OWENS Er álíka vinsæll í Banda- rikjunum og körfuboltamaðurinn Ron Artest var þegar hann lamdi áhorfendur í Detroit. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands hefur alls verið sektað um ríflega 700 þúsund krónur á tímabilinu vegna áminninga sem leikmenn íslenska landsliðsins hafa hlotið í undankeppni HM. Í gær bættust við 230 þúsund krón- ur vegna fjögurra áminninga sem að leikmenn liðsins hlutu í lokal- eik Íslands gegn Svíum í undan- keppninni í síðasta mánuði. Áður hafði KSÍ fengið um 470 þúsund króna sekt vegna áminn- inga í leikjunum gegn Króötum á Laugardalsvellinum og Búlgörum ytra. Knattspyrnusamband Íslands: Sektað um 700 þúsund á árinu Baldur til Brussels? Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðal- steinsson er kominn heim Belgíu þar sem hann á reynslu hjá úrvalsdeild- arfélaginu FC Brussels. Baldur spilaði með varaliði félagsins og stóð sig það vel að félagið vill fá hann aftur til sín í vetrarhléinu. Þá ætlar félagið í æfinga- búðir í Tyrklandi og nota á þann tíma einnig til þess að skoða Baldur betur en hann er án samnings. Áfram ÍBV Það bendir allt til þess að ÍBV muni senda lið til keppni í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð og er það vel. Útlitið var dökkt um daginn en nú virðist sem nægur mannskapur sé til staðar svo hægt sé að halda starfinu áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.