Fréttablaðið - 12.11.2005, Side 4

Fréttablaðið - 12.11.2005, Side 4
4 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR Þú heldur kannski að dýrasögur séu bara fyrir smábörn? Það er alrangt. Ekki þessar dýrasögur að minnsta kosti. Lúmskar og spennandi sögur, fyrir þá sem þora að heyra hvað dýrin hafa að segja! Frábærar myndir eftir Halldór Baldursson. KOMIN Í VERSLANIR! edda.is NETIÐ Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýmæli enda önnur vefsetur sem þetta hafa boðið lengi en Google leitar víðar en hingað til hefur þekkst og ekki ólíklegt að leitar- vél þess eigi eftir að skjóta öðrum slíkum ref fyrir rass. ■ Ný þjónusta Google: Finnur ódýr flugfargjöld SÁ Á FUND SEM FINNUR Auðvelt er að finna ódýr flugfargjöld gegnum Google. DÓMSMÁL Sýslumaðurinn í Reykja- vík hafnaði í gær lögbannskröfu á sýningu heimildarkvikmynd- arinnar Skuggabörn og var hún frumsýnd í gærkvöld í Regnbog- anum eins og áætlað var. Skuggabörn fjallar um und- irheima Reykjavíkur og í henni er fylgst með blaðamanninum Reyni Traustasyni sem rannsak- að hefur þá veröld síðastliðin tvö ár. Við sögu í henni kemur ungur maður sem lést eftir að myndin var gerð og var það móðir hans sem óskaði eftir lögbanni vegna myndskeiðs af honum látnum. Var myndskeiðið klippt út en konan hélt lögbannskröfu sinni til streitu. Féllst sýslumaður ekki á rök hennar en myndin verður sýnd í Sjónvarpinu næstkomandi þriðjudagskvöld. - aöe Heimildarkvikmyndin Skuggabörn: Sýslumaður hafnaði lögbanni UNA GLAÐIR VIÐ SITT Aðstandendur Skuggabarna önduðu léttar í gær eftir að Sýslumaður- inn í Reykjavík hafnaði lögbannskröfu á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 11.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,82 62,12 107,62 108,14 72,32 72,72 9,697 9,753 9,339 9,395 7,549 7,593 0,5236 0,5266 88,04 88,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,5038 GALLUP Engar þjóðir njóta ásta jafn mikið í eldhúsinu eins og Svíar og Japanir. Fimmti hver ein- staklingur í þessum löndum segist hafa stundað ástarleiki í eldhúsinu einu sinni eða oftar. Þetta eru nið- urstöður nýrrar Gallup-könnunar sem gerð var fyrir Ikea í 28 lönd- um. Áhugi japanskra karlmanna á eldhúsinu virðist einskorðast við kynmök því aðeins þrjú prósent þeirra segjast sjá um matseldina á sínu heimili. Hins vegar eru það Finnar sem skipa efsta sætið þegar kemur að því að elda nak- inn. Þriðjungur finnsku þjóðar- innar hefur prófað það. Tilgangur könnunarinnar var að fá betri sýn á hegðun og athafn- ir fólks í eldhúsinu til að auðvelda vöruþróun á innréttingum og áhöldum. ■ Hegðun fólks í eldhúsinu: Svíar og Japan- ar njóta ásta SVÍÞJÓÐ Lögreglunni í Jönköping barst tilkynning um að sprengja væri í bíl við Háskólabókasafn- ið þar í bæ um hálf átta leytið í gærmorgun. Á sama tíma rændu fjórir til sjö vopnaðir menn pen- ingageymslu öryggisfyrirtækis- ins Securitas. Ræningjarnir óku pallbíl í gegnum hurð á öryggis- fyrirtækinu og flúðu af vettvangi á bílum og mótorhjólum. Tæplega tíu þúsund nemendum og starfsfólki skólans var gert að yfirgefa háskólasvæðið á meðan lögreglan leitaði sprengjunn- ar. Síðdegis kom í ljós að engin sprengja var í bílnum. Arnar Viðarsson, sem stundar nám við Alþjóða viðskiptaháskólann í Jönköping, var meðal nemenda sem var gert að rýma háskóla- svæðið. „Nemendur voru beðnir að yfirgefa skólann en þetta fór allt saman mjög rólega fram,“ segir Arnar sem áttaði sig ekki á því í fyrstu hvers vegna bygging- arnar voru rýmdar. „Nei, ég varð ekki hræddur. Ég fór fyrst að athuga hvort einkunnirnar mínar væru komnar áður en ég áttaði mig á hvað um væri að vera,“ segir Arnar. Meðan lögreglan gerði við- eigandi varúðarráðstafanir við bókasafnið rændu vopnaðir menn öryggisgeymslu Securitas. Fjórir öryggisverðir Securitas læstu sig inni á meðan ræningjarnir athöfn- uðu sig en að sögn vitna tók ránið ekki nema um hálfa mínútu. Lög- reglan kom ekki í öryggisgeymsl- una fyrr en um klukkustund eftir að ræningjarnir voru á bak og burt, þótt það væri einungis tæpur kílómetri á milli öryggisgeymsl- unnar og háskólabókasafnsins. Sprengjusveit lögreglunn- ar í Malmö var kölluð til við háskólabókasafnið. Hún notaðist meðal annars við tvö vélmenni til að ganga úr skugga um hvort sprengja væri í bílnum. Ekki er vitað hversu miklum peningum ræningjarnir stálu. Að sögn talsmanna Securitas náðu þeir aðeins lítilli fjárhæð en að sögn vitna báru ræningjarnir fimm peningasekki út úr öryggis- geymslunni. Ránið í gær er eitt fjölmargra rána sem framin hafa verið í Sví- þjóð síðustu mánuði. Í síðustu viku var peningaflutningabíll frá Securitas sprengdur og peningum úr honum rænt. Öryggisverðir Securitas hafa lagt niður störf þar sem þeir óttast um öryggi sitt. Sérsveit lögreglunnar, sem var sérstaklega stofnuð til að vinna gegn ránum á peningaflutninga- bílum, hafði ekki verið kölluð út í gærkvöld. Ræningjar léku á lögreglu Vopnaðir menn rændu peningageymslu öryggisfyrirtækisins Securitas í bænum Jönköping í Svíþjóð í gær. Ljóst er að ræningjarnir afvegaleiddu lögregluna með sprengjuhótun við háskólann í Jönköping en þar eru að minnsta kosti fjórir Íslendingar við nám. Engin sprengja fannst. RÓBÓTAR LEITA SPRENGJU Sænska lögreglan beitti ýtrustu varkárni vegna sprengjuhótunar ræningjanna við Háskólann í Jönköping og notaði fjarstýrða róbóta til að ganga úr skugga um það hvort sprengja væri í bílnum eða ekki. Stóru svæði í kringum skólann var lokað af meðan á leitinni stóð en engin sprengja fannst. MYND/HENRIK SEVERED ARNAR VIÐARSSON Einn þeirra nemenda sem var gert að yfirgefa háskólasvæðið í Jönköping vegna sprengjuhótunar. Hann kippti sér ekki upp við tilstandið. DANMÖRK Danska ríkisstjórnin íhugar nú breytingar á frumvarpi um varnir gegn hryðjuverkum. Í frétt Berlingske Tidende segir að þetta sé gert í kjölfar niðurstöðu breska þingsins um að fella sams konar frumvarp þar í landi. Talið er líklegt að heimildir til símahlerana og myndbandsupp- töku á opinberum stöðum verði ekki eins rúmar og upphaflega var gert ráð fyrir. Frumvarpið hefur töluvert verið gagnrýnt í Danmörku, ekki síst af þingmönnum ríkisstjórnar- flokkanna. - ks Hryðjuverkalög í Danmörku: Frumvarpið verður mildað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.