Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 28
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR28
Esjan skartar hvítu og íburð-armiklu sjali þann ískalda morgun þegar konan sem
Íslendingum er hvað kunnust
fyrir ritstörf og ærlega gagnrýni
á listir setur ketilinn yfir.
„Það þýðir ekkert að vera
hrædd,“ segir Súsanna spurð
hvernig hún hafi kjark að opin-
bera eigið bókmenntaverk eftir
að hafa sent rithöfundum tóninn
í áranna rás. „Ég hef sjálf fengið
óvægna gagnrýni, og þótt sumum
hafi fundist ég miskunnarlaus
á köflum var ég um leið einstak-
lega jákvæður gagnrýnandi,“
segir Súsanna sem les vel yfir tvö
hundruð bækur á ári.
Morðplott í San Fransiskó
Það var skömmu eftir síðustu jól
að Súsanna gaf vinum og vanda-
mönnum bókasafnið sitt og hélt
utan til San Fransiskó til að ljúka
við gerð Dætra hafsins. Sagan
segir af frænkunum Herdísi og
Ragnhildi sem fær í hendur dul-
arfullar minningabækur þeirrar
fyrrnefndu eftir að hún er myrt
með grimmilegum hætti. Við nán-
ari athugun kemur í ljós að Her-
dís var kynlífsfíkill með svæsin
leyndarmál í farteskinu.
„Konur verða mér alltaf yrkis-
efni og ég velti fyrir mér hlutskipti
þeirra sem manneskjur í veröld-
inni. Þá er ég ekki að tala um jafn-
réttisstöðu í námi og starfi, held-
ur því félagslega, bælda uppeldi
sem stúlkur hljóta en eiga að enda
sem heilbrigðar og skynsamar á
eftir. Þær eiga að vera eins per-
sónur frá fæðingu til hárrar elli,
og ef þær eru ekki alltaf eins alla
tíð eru þær taldar óáreiðanlegar.
Þannig er meðvitað bælt niður í
okkur hve við erum margþættir,
flóknir persónuleikar,“ segir Sús-
anna alvarleg í bragði, en viss um
að margir eigi sér jafn leyndar-
dómsfullt líf og Herdís í bókinni.
„Margir eru fastir í þeim eina
þætti persónuleikans sem leyfi-
legt er að sýna og þótt við séum
næsthamingjusamasta þjóð
heims vitum við að mörgum líður
ofboðslega illa. Við höfum háa
sjálfsmorðstíðni, þunglyndislyfja-
neyslu og margir eru í kröm þótt
þeir nái að setja upp grímu þegar
þeir labba út heiman frá sér til að
mæta í vinnu eða öðru fólki. Her-
dís, á hinn bóginn, lifir lífi sem
við höfum ekki leyfi til að lifa og
algjörlega út frá þeim þætti sem
er bannaður,“ segir Súsanna sem
fléttar inn í söguna grískri goða-
fræði.
„Grísku guðirnir gerðu allt sem
mennirnir mega ekki. Þeir sofa
hjá þeim sem þeim sýnist, refsa
og hefna sín, elska í botn og fylgja
sínum örlögum alla leið. Þeir lifa
hinu mennska lífi til fulls, meðan
hinir mennsku þurfa að lifa guð-
legu lífi,“ segir Súsanna brosmild.
Karlmenn æðislegir
Í bók Súsönnu kemur fram það
sjónarmið að í hugum kvenna séu
karlmenn annað hvort leikföng,
óþarfir eða táknmynd ástarinnar.
Í huga Súsönnu eru karlmenn ein-
faldlega æðislegir.
„Ég dáist að karlmönnum, hef
aldrei haft náttúru til kvenna og
finnst karlmannskynfærin flott.
Hins vegar á ég að baki þrjú
hjónabönd sem öll stóðu stutt og
var í lokin á gati með hver ég eig-
inlega væri og um hvað líf mitt
snerist. Vitaskuld hef ég farið í
gegnum þá gremju sem einstæðar
konur til lengri tíma ganga í gegn-
um og sótt mér elskhuga þegar ég
þurfti á þeim að halda. Hef þann-
ig algjörlega afsannað þá mýtu að
konur þurfi að vera ástfangnar
til að sofa hjá karlmönnum eða fá
fullnægingu í kynlífi,“ segir Sús-
anna af einlægni og ákveðni.
„Ég hafði kynhvöt og vildi sofa
hjá, en ég mæli ekki með skyndi-
kynnum. Þau hafa alltaf tilfinn-
ingaleg áhrif á mann og stund-
um fékk ég óbragð í munninn
og fannst ég hafa sett niður. Það
heggur skarð í sjálfmat manns
og sjálfsvirðingu. Ég fylgdist
náið með öllum tilfinningum og
viðbrögðum því mig langaði að
vita hvers vegna ég gerði hlutina
svona, en eftir síðasta hjónaband-
ið dró mikið úr þessum athöfnum
því ég vissi ekki hvað ég vildi né
hvar ég stóð sem kynvera,“ segir
Súsanna sem í þriðja hjónabandi
sínu hafði gifst kynlífsfíkli.
„Áhugi hans á kynlífi snerist
um allt sem var handan við eðlileg
mörk. Ég var ekki tilbúin að fylgja
honum eftir og þá gat hjónaband-
ið ekki lengur staðist. Því stóð
hann upp einn daginn og sagðist
ekki nenna að vera kvæntur mið-
vikudagskonu eins og mér. Ég var
heppin að losna við hann, en fór
upp frá því að velta fyrir mér hvað
ræður kynhegðun okkar,“ segir
Súsanna sem í kjölfarið skrifaði
erótískt smásagnasafn þar sem
hún skoðar tengsl milli sálarlífs
og kynhegðunar.
Gróteskt frelsi kvenna
Eftir uppgjör og upprætingar á
þröskuldum lífsins segist Súsanna
frjáls og laus við höft sem henni
voru innprentuð af samfélaginu
sem hún ólst upp í.
„Hingað til hef ég ekki verið
tilbúin til að gefa af sjálfri mér
og þá er ekki hægt að vera í ástar-
sambandi. Ég hef hvorki haft tíma
né orku í að byggja upp samband,
en birtist ástin tek ég henni fagn-
andi. Ef ekki, tek ég lífi mínu eins
og það kemur einnig fagnandi.
Mér líður ofsalega vel án ástarinn-
ar en hef ekkert á móti henni, því
þá veit ég að mér líður svo miklu
betur. Ég er bara svo hryllilega
rómantísk að mér er ómögulegt
að byggja upp langtímasamband
án þess að vera ástfangin,“ segir
Súsanna sem aldrei hefur litið á
karlmenn sem leikföng; hvað þá
barnaleikföng.
„Til eru margir mjög varhuga-
verðir gripir, rétt eins og konur.
En karlmenn heilla mig og ég
dáist að hæfileika þeirra til að
viðhalda leiknum og geta hald-
ið áfram að leika sér. Við konur
höfum tilhneigingu til að halda að
heimurinn sé að mæna á okkur og
tökum okkar svo dauðans hátíð-
lega, en heiminum er skítsama.
Við erum strangar við sjálfar
okkur, ábyrgar og viljum sýna að
við stöndum okkur þótt strákarn-
ir geri það ekki, en til hvers? Af
hverju njótum við ekki bara lífs-
ins líka?“ spyr Súsanna og setur
upp undrunarsvip.
„Karlmenn halda áfram að
njóta lífsins og leika sér þótt þeir
kvænist og eignist börn, en þegar
konur ætla að brjótast undan
höftunum kunna þær það ekki,
en drekka sig í staðinn fullar og
verða hrollvekjandi ágengar. Ég
hef horft upp á konur beita karl-
menn kynferðislegu áreiti sem
karlmenn mundu lenda í fangelsi
fyrir. Það finnst mér ömurleg
þróun því það er ekkert frjálst
við að vaða upp að karlmanni,
grípa í klofið á honum eða nudda
sér upp við hann á fylleríi inni á
skemmtistað. Of oft hef ég þann-
ig horft á konur segja algjörlega
skilið við sjálfsvirðingu sína til að
upplifa frelsi, en þetta er gróteskt
frelsi sprottið af því að við þekkj-
um ekki okkar eigin takmörk og
ramma, og skortir forsendur til
að stunda frálslegan lifnað á heil-
brigðan hátt.“
Kvalafull kynlífsfíkn
Í Dætrum hafsins missir sögu-
persónan Herdís tökin á kynlífs-
fíkn, en kynlíf er rauður þráður í
sögufléttu Súsönnu. Hún segir af
og frá hægt að skrifa bók af þess-
um toga nema hafa reynt hlutina
sjálfur.
„Allt er þetta mín lífsreynsa
og ég sjálf er alls staðar í bók-
inni, en hvað kynlífslýsingarnar
varðar hef ég ekki reynt það allt,
en þó farið á kynlífsklúbbinn sem
Herdís stundar og á sér stoð í
raunveruleikanum. Þangað var ég
dregin án þess að hafa hugmynd
um hvert ég var að fara og var
fljót aftur út, en ástandið þar inn-
andyra var skelfilegt. Hrein skelf-
ing,“ segir Súsanna sem í þriðja
hjónabandinu upplifði beint í æð
hvað kynlífsfíkn þýðir og hvernig
sjúkdómurinn þróast.
„Þegar eiginmaður minn
aðhafðist eitthvað var spennan
yfirgengileg, en þess á milli var
hann brotinn og átti svakalega
bágt. Þetta er hrikaleg fíkn og
líðan. Látlaus kvöl og sársauki
fyrir alla sem að sjúklingnum
standa,“ segir Súsanna sem við-
urkennir að örðuglega hafi gengið
að skrifa um kynlíf í bókinni.
„Tilfinningalega var það ekki
erfitt, en það sem gerði verkið
strembnara er hvað íslenskan er
fátæk af orðum. Í orðaforða okkar
er nánast þögn um allt sem við-
kemur kynlífi og í raun stórmerki-
legt hve mörg fordæmandi hugtök
finnast um konur sem stunda
kynlíf með þeim sem þeim sýnist,
en engin samsvarandi hugtök um
karla í sömu sporum. Af þessu má
einnig sjá að konur eru dæmdar
sem kynverur. Ætlum við okkur
að njóta kynlífs á eigin forsendum
erum við jafnvel ekki taldar ráða
við störf sem við höfum unnið við
árum saman. Þetta veit Herdís í
sögunni og grjótheldur því kjafti
yfir sínu kynlífi, því hún veit að
það kostar hana allt; mannorð,
vinnu og afkomumöguleika. Þetta
veit Ragnhildur líka og er búin að
loka á þennan möguleika í sínu
lífi, enda ekta íslensk stúlka sem
stendur sig vel en líður ofboðslega
illa.“
Að elska og sleppa
Súsanna segist með Dætrum hafs-
ins hafa skrifað bókina sem hún
vildi skrifa og vera afar sátt við
útkomuna.
„Ég tók bara bankalán og
dreif mig til San Fransiskó því ég
vissi að hér heima mundi ég ekki
setjast niður til að skrifa. Þar
þekkti ég engan og liðu oft heilu
vikurnar án þess að ég sæi mann-
eskju, aðra en þá sem urðu á vegi
mínum þegar ég fór út að ganga
eða skrapp í Broder‘s-bókabúðina
eða á djassbar til að fá næringu og
hugsa,“ segir Súsanna og játar að
vera illa haldin af heimþrá.
„Það er margt gott í Banda-
ríkjunum en ég sakna Íslands
og Íslendinga mikið. Íslendingar
eru svo skemmtilega galnir og
framkvæmdasamir, og hér ríkir
skemmtilega abstrakt hugsun.
Í hnattvæðingarsamfélaginu er
tilhneiging til að gera alla eins,
en Íslendingar eru skrautlegur
flokkur. Og þótt í San Franciskó
búi allar þjóðir heims er þar meiri
persónuleikaflatneskja en hér á
litla Íslandi. Ég hef þannig aldrei
hitt mann sem mig langar til að
deita í þessu 300 milljóna samfé-
lagi, en hér hitti ég þá á hverju
horni!“ segir Súsanna og skellir
upp úr. Segist aldrei hafa alið með
sér rithöfundadraum, enda blaða-
mennskan hennar líf og yndi.
„Ég ætlaði aldrei að skrifa bók
en eftir annan skilnaðinn var ég
mikið ein með börnin og langt
niðri því ég sá svo ofboðslega eftir
manninum og þeim draumi sem
hefði getað orðið. Þegar kvöld-
aði um helgar var ég sérstaklega
niðurdregin, en hafði áskotnast
tölvuskrifli sem ég notaði mér til
skemmtunar við að skapa minn
eigin heim, sem var bæði fynd-
inn og skemmtilegur, og þar sem
allir gerðu tóma vitleysu. Það hélt
í mér lífinu í heilan vetur,“ segir
Súsanna, en skrif hennar heima í
stofu bárust útgefendum óvart til
eyrna.
„Í hvert sinn sem ég hef lokið
við að skrifa bók hef ég svarið að
skrifa ekki aftur, en svo leitar á
mig efnið. Jóhann Páll Valdimars-
son útgefandi beitti klækjum til
að ég kláraði Dætur hafsins og ég
er honum þakklát. Finnst ég hafa
töluvert að gefa og lít nú ekki á
bókina sem mína síðustu,“ segir
Súsanna einlæg og neitar því að
sakna sögupersóna sinna þegar
bókin er komin út.
„Það hefur alltaf verið mitt
prinsip að sleppa. Maður verður
að elska nógu mikið til að gefa
þeim sem maður elskar frelsi og
virða að stundum þurfa þeir að
fara aðra leið til að takast á við
sjálfa sig og þroskast. Það var
ekki alltaf auðvelt að sleppa eig-
inmanni. Ekki í öll skiptin. Og
stundum var það hræðilega sárt
og nánast óyfirstíganlegt.“
Prívatkona fjalla og kyrrðar
Dætur hafsins gerist um víða
veröld. Súsanna hefur heimsótt
marga af þeim stöðum sjálf en
segist helst af öllu vilja búa í
Grundarfirði.
„Ég fer eins oft á Snæfellsnes
og ég kemst. Þar er kyrrðin svo
góð og ég sæki mikið í kyrrð-
ina. Sem betur fer hef ég eignast
nýtt áhugamál, sem er fjöllin og
að ganga á þau. Ég er mikil prív-
atmanneskja, en ekki bara ein
gríma, frekar en aðrir. Ég hef
skoðanir á samfélaginu og vinn
fyrir launum mínum ef ég er ráðin
til þess að hafa skoðanir,“ segir
Súsanna glaðlega, en hún hefur nú
lifað í hálfa öld og tvö ár betur.
„Mér finnst yndislegt að eld-
ast. Ég er búin að gera svo margt
og reyna svo mikið, sem á köflum
hefur verið þrautin þyngri, en af
því ég tókst á við það í stað þess
að fá mér töflur við sársaukan-
um, hefur lífsreynslan skilað mér
mikilli lífsgleði. Mér hefur aldrei
þótt eins spennandi að vera kona
og einmitt núna. Ég er farin að
fylla betur út í húðina, það sést
á líkamanum og andliti að ég
hef lifað og eignast þrjú börn,
og mér finnst líkami minn miklu
fallegri nú en þegar ég var ung.
Æskudýrkun er á undanhaldi og
ánægjulegt að fylgjast með þróun
í fjölmiðlaheimi Bandaríkjanna
þar sem sjónvarpsstöðvarnar eru
hættar að ráða fermingarbörn í
frétta- og fréttaskýringaþætti, en
í staðinn fullorðið, lífsreynt fólk
með þroska og yfirsýn á lífið og
tilveruna,“ segir Súsanna hlátur-
mild og full tilhlökkunar að takast
á við fjöllin, ástina og lífið heima
á Íslandi þegar hún hefur skotist
aftur út til að hnýta lausa enda í
fegurstu borg Bandaríkjanna. ■
Erótískt morð &
klárar konur
Konur verða Súsönnu Svavarsdóttir yrkisefni í Dætrum hafsins; erótískt fléttaðri
morðsögu. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir fékk sér morgunkaffi með Súsönnu í fagurri
morgunskímu nóvembermánaðar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
„Ég dáist að karlmönn-
um, hef aldrei haft nátt-
úru til kvenna og finnst
karlmannskynfærin flott.
Það var ekki alltaf
auðvelt að sleppa eigin-
manni. Ekki í öll skiptin.
Og stundum var það
hræðilega sárt og nánast
óyfirstíganlegt.“