Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 37

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 37
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL Jónas Hafsteinsson er stoltur eigandi Unimog 404, árgerð 1961, enda smíðaði hann yfirbygginguna sjálfur. Jónas eignaðist bílinn árið 1985. Þá var hann með blæju á framhúsinu og pall að aftan. Fljótlega komst hann yfir hús af sams konar bíl og skipti pallinum út fyrir það. Þannig keyrði hann bílinn næstu 17 árin. „Fyrir þremur árum byrjaði ég svo að smíða,“ segir Jónas. „Fyrst ætlaði ég bara að smíða framhús og gerði það heima í skúr. Svo ákvað ég að skipta um vél og þá lá bein- ast við að taka gírkassann upp og fyrr en varði var ég búinn að sandblása og mála grindina. Allt kramið er upprunalegt nema mótorinn. Það er 5 strokka Benz díselmótor með túrbínu og millikæli. Svo sem enginn þotuhreyfill en hann endist vel, í það minns- ta 600.000 kílómetra.“ Bíllinn er stór og kassalaga og Jónas segir að fólk horfi mikið á hann þegar hann er á ferðinni. „Það eru ekki nema um 50 svona bílar í nothæfu ástandi á landinu í dag.“ Jónas heldur utan um samfélag íslenskra Unimog-eigenda á netinu en félagsskap- urinn fór meðal annars í Þórsmerkurferð síðastliðið sumar. „Ég var að gefast upp í skúrnum og þurfti að finna mér afsökun til að halda áfram að vinna í bílnum. Ég setti því upp heimasíðu sem hefur fengið um 300.000 flettingar á tveimur árum, mest erlendis frá.“ En af hverju þessi stóri bíll? „Þetta er ægi- legt torfærutröll. Hann fer ekki hratt yfir en hann kemst. Það þarf ekki að hækka hann upp, upprunalegu dekkin eru um 38 tommu há. Hann er á gormum allan hringinn og með 100% læstum drifum. Hásingarnar eru fyrir ofan hjólamiðju með niðurgírun við hjól. Það eru því 40 cm undir lægsta punkt. Drifsköftin eru í rörum og hjöruliðskross- arnir smyrjast sjálfkrafa með olíu úr gír- kassanum og svo mætti lengi telja. Þessi bíll var langt á undan sinni samtíð,“ segir Jónas sem notar bílinn aðallega í veiðar og sum- arferðir með fjölskylduna. „Maður skreppur ekkert á svona bíl. Hann er helst ekki settur í gang fyrir minna en 2 eða 3 daga,“ segir Jónas sposkur að lokum. einareli@frettabladid.is Torfærutröll á undan sinni samtíð �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ���� � �� ���� � ������������ �������������� ��������������� �������������� � �������� Jónas Hafsteinsson er ánægður með Unimoginn sinn sem hann segir að fari ekki hratt yfir en komist þeim mun meira. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilboðssýning Brimborgar í Reykjanesbæ í dag stendur frá 12 til 17. Þar eru bílar á jólatilboði og nöfn þeirra sem reynsluaka fara í pott sem vegleg verð- laun verða dregin úr. Einnig verður yngri kynslóð- inni boðið upp á andlitsmálun. Blöðrufólkið verður á staðnum og boðið upp á grillaðar pylsur og gos. Nýliðum í jeppamennskunni gefst næstu tvær helgar færi á að njóta leiðsagnar reyndari aðila. 18.-20. nóvember verður nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4x4 í Setrið, skála félagsins. 25.-27. nóvember verður svo sambæri- leg ferð í Nýjadal. Tilvalið tæki- færi til að kynnast grunnatriðum jeppamennskunnar í skemmti- legum félagsskap. Elliðarárdalurinn er vettvangur Útivistarræktar á mánudaginn kemur. Lagt er af stað kl. 18 frá stóra brúna húsinu í Elliðarárdal og gengið um dalinn vestanverð- an upp að Vatnsveitubrú. Áð er við Árbæjarlaug- ina og gengið til baka eftir austanverðum dalnum. Gangan tekur um 75 mínútur og það er ferðafélagið Útivist sem stendur fyrir henni. Neglur fylgja sínum eigin tísku- straumum. Í snyrtivörudeildum Hagkaups um helgina verður lögð sérstök áhersla á allt sem tengist höndum og nöglum. Sérfræðingar veita ráðlegging- ar. Tilboð og kaupaukar verða í boði og gott verð á gervinögl- um, naglalakki og handáburði. Nýtið t æ k i f æ r i ð og hugið að höndunum. LIGGUR Í LOFTINU [BÍLAR-FERÐIR-TÍSKA] Ég held að Jóhanna af Örkinni hafi verið konan hans Nóa! KRÍLIN Góðan dag! Í dag er laugardagur 12. nóvember, 316. dagur ársins 2005. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.47 13.12 16.36 Akureyri 9.45 12.57 16.07 Heimild: Almanak Háskólans REYNSLUAKSTUR Sportlegur og lipur Volkswagen Jetta BRUUNS BAZAAR Danskir hönnunarbræður fagna afmæli ÍSKLIFUR Leifur lóðrétti klífur fossa TAKTU NÆSTA SKREF FRJÁLS ÍBÚ‹ALÁN F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 Frjáls íbú›alán eru ver›trygg› fasteignalán me› föstum 4,15% vöxtum sem eru endursko›a›ir á fimm ára fresti. fiú hagar ö›rum bankavi›skiptum eins og flér s‡nist og kaupir n‡tt húsnæ›i e›a endurskipuleggur fjár- haginn. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í síma 540 5000 e›a sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. 4,15% VEXTIR LÁNUM TIL KAUPA E‹A ENDURBÓTA DÆMI UM MÁNA‹ARLEGA GREI‹SLUBYR‹I AF 1.000.000 Kr.* Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár 4,15% vextir 18.485 kr. 5.361 kr. 4.273 kr. *Lán me› jafngrei›slua›fer› án ver›bóta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.