Fréttablaðið - 12.11.2005, Side 46

Fréttablaðið - 12.11.2005, Side 46
[ ] Leifur Örn Svavarsson hefur klifið ís frá því hann var 14 ára gamall. Hann er lærður jarðfræðingur og hefur unnið við leiðsögn hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í nærri tvo áratugi. Leifur Örn Svavarsson hefur klifið ófáan ísinn. Meðan margir láta sér nægja rólegan göngutúr í Heiðmörk hangir Leifur, lóðréttur í línu, í frosnum ísfossi, fikrar sig áfram með handafli og forvitnin um hvað leynist ofan við næsta hjalla rekur hann áfram. „Við félagarnir höfum fengist við ísklifur frá 14 ára aldri.“ segir Leifur. „Í dag eru ekki eingöngu ungir strákar fullir af endorfíni í leit að útrás fyrir ævintýraþrá sem stunda þessi sértæku áhuga- mál. Á ísklifursvæðum í kringum höfuðborgina hittir maður j a f n a l d r a sína, sem eru þá um og yfir fertugt, sem hafa ílengst í sportinu og líta á þetta sem sína úti- vist að komast á fjöll þegar vel viðrar,“ segir Leifur. „Þegar fólk byrjar í sportinu líta menn svo á að því brattara og því erfiðara þeim mun betra og horfa meira á gráðuna á leiðinni. Því hærri því skemmtilegra,“ segir Leifur. „Hjá mér og mínum félögum hefur þetta þróast og þroskast og við lítum á þetta meira sem almenna útivist. Okkur skiptir meira máli að fá ferskt loft í lungun í fallegu fjallaumhverfi,“ segir Leifur og bætir við að í dag finnist honum skemmtilegra að klifra minni bratta. „Tæknilega erfiðar leið- ir krefjast ekki bara mikils lík- amlegs styrks heldur fer maður mun hægar yfir.“ Leifur segir sýnina á heiminn verða ótrúlega þegar hlutirnir koma lóðrétt fyrir. „Skemmtilegast er þegar maður sér ekki alla leiðina upp á brún eða upp á topp. Maður fer fyrir næsta horn eða næsta stall og þar býður eitthvað óvænt sem togar mann áfram. Maður er með léttan fiðring í maganum því maður veit ekki hvort það bíða manns erfið- leikar eða hvort maður kemst alla leið upp á brún,“ segir Leifur. „Í ísfossi í frosti og vetrarríki þar sem er rennandi vatn í hitastigi undir frostmarki ísast allt upp sem vatnið snertir, hvort sem það er fatnaðurinn, hjálmurinn eða línurnar þá frýs allt undir eins. Þegar maður er búinn að vera í baráttu við klakann í einhverja klukkutíma og kominn upp á brún þá er maður hreinlega frosinn eins og grýlukerti.“ Leifur hefur farið víða með mannbroddana á þeim tveimur áratugum sem hann hefur stundað ísklifur, bæði erlendis og innan- lands. „Vinsælustu klifurleiðirnar hérlendis eru ísfossar í Esjunni og í Múlafjalli. Norðurveggur- inn í Skarðsheiðinni og norðvest- urveggurinn á Skessuhorninu,“ segir Leifur. Leifur segir að til allrar lukku hafi hann sloppið án þess að lenda í verulegum hættum. „Ég tók 35 metra fall einhvern tímann og það er ekki á hverjum degi sem maður labbar burt frá svoleiðis löguðu. Eftir slíkt ævintýri, og eftir að maður er kominn með börn, þá vill maður gera hlutina á öruggari hátt og ekki taka sömu áhættur og maður gerði fyrr á ferlinum.“ Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér sportið geta farið á byrjenda- námskeið hjá íslenska Alpaklúbb- inum. Námskeiðin hefjast 26. nóvember og eru í samvinnu við íslenska fjallaleiðsögumenn. johannas@frettabladid.is Lóðréttur Leifur í ísfossi Guðmundur Helgi klifurfélagi Leifs í lóðréttum Esjudansi. Leifur Örn Svavarsson ísklifrari. Finnst heim- urinn líta betur út frá lóðréttu sjónarhorni. 1 Orion í Hvalfirði. Ísklifur reynir á líkamlegan styrk. Sérstaklega þegar jafn stórir ísfossar og þessir eru klifnir. 2 Fikrað sig áfram í Skarðsheiði í átt að klifurleiðum. 3 Klifið í Brynjudal. Hjörleifur ísklifrari meðlimur í Íslenskum fjallaleiðsögumönnum 4 Point 5 í Skotlandi. Einar Torfi félagi Leifs á leið á toppinn. 5 Leifur Örn á Point 5 í Skotlandi árið 1987. 1 2 3 54 Ísland er eitt stórt útivistar- svæði og er landinn hvattur til að nýta sér það. Ferðafélögin á Íslandi eru virk allan ársins hring og halda úti ferðaáætlunum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veturinn heldur ekki sönn- um útivistarmönnum frá ferska loftinu enda getur náttúran verið ægifögur í vetrarbúningi. Á döf- inni fram undan er meðal annars aðventuferð til Þórsmerkur með Útivist sem er stórskemmti- leg fjölskylduferð, Ferðafélag Íslands ætlar að ganga á Skjald- breið seinna í mánuðinum og njóta vetrarsólstaðanna á Esjunni í desember. Göngugleði Ferðafé- lagsins hittist reglulega á sunnu- dagsmorgnum í léttar göngur. Útivistarræktin er svo með sínar ferðir á mánudags- og fimmtu- dagsdagskvöldum. Súrefnislaus- ir útvistarmenn eru hvattir til að fylgjast með heimasíðum útvi- starfélaganna og ýmissa klúbba sem leggja stund á útiíþróttir. Á heimasíðunum má finna hvað er á döfinni og koma sér í góðan félagsskap í fallegu umhverfi og fá hreint loft í lungun. Byrjið á þessum síðum og eltið svo tenglana. www.fi.is www.utivist.is www.utivera.is www.ganga.is Öflug íslensk ferðafélög Útivistaráhugamenn eru hvattir til að nýta sér starfsemi öflugra ferðafélaga á Íslandi. Við Skeiðárjökul. 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 ���������������� ���������������������� ����������������������������� ������������������ ��������������� ������������������������� ����������������� VEGABRÉF er nauðsynlegur ferðafélagi, líka þót ferðast sé innan Schengensvæðisins. Til öryggis er gott að eiga ljósrit af vegabréfinu sínu bæði heima og meðferðis.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.