Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 12.11.2005, Qupperneq 62
Síðla fimmtudagsins 27. októb-er létu tveir unglingsdrengir, annar ættaður frá Malí, hinn frá Túnis, lífið er þeir reyndu að fela sig í spennustöð jarðlestar- stöðvar í Parísarúthverfinu Cli- chy-sous-Bois. Sú saga gekk að drengirnir hefðu verið á flótta undan lögreglu og allt fór í bál og brand. Það var sem kveikt hefði verið í púðurtunnu. Franski forsætisráðherrann Dominique de Villepin sagði ekki orð um ófremdarástandið í úthverfunum fyrr en óeirðabylgj- an hafði geisað í fimm sólarhringa. Forsetinn Jacques Chirac tjáði sig ekki fyrr en að ellefu óeirðanótt- um liðnum. Það var engu líkara en þeir ætluðu að láta innanríkisráð- herrann metnaðarfulla, Nicolas Sarkozy, einn um að taka slaginn. Þar til það rann upp fyrir þeim að sjálfum grundvelli lýðveldisins var hætta búin. „Öllum þremur virðist vera ljóst, að aðlögun “a la francaise”, sem hefur frá frönsku bylting- unni gert innflytjendur af marg- víslegasta uppruna að fullveðja ¿citoyens‘, hefur beðið skipbrot,“ segir í úttekt þýska fréttatíma- ritsins Der Spiegel á ástandinu í Frakklandi. „Franska leiðin“ virkar ekki Félagslegar klofningslínur fransks þjóðfélags fara nú eftir þjóðernis- uppruna og trúarbakgrunni. Þær eru jafnframt markalínur ólíkra menningarheima sem lifa hlið við hlið, án teljanlegra tengsla sín í milli þótt í sama landinu séu. Opinberlega hafa franskir ráða- menn jafnan fordæmt fjölmenn- ingarhyggju - þeir trúðu á að inn- flytjendur lærðu að tileinka sér gildi franska lýðveldisins („frelsi, jafnrétti og bræðralag“) og úr yrði sterkt samfélag jafningja, stoltra borgara „La grande nat- ion“. En sú trú er nú á hröðu undan- haldi andspænis þeirri staðreynd að stærsti inn- f ly tjendahópur síðustu áratuga - milljónir manna frá araba- og Afr- íkulöndum sem flestir eru íslamstrúar - aðlagast ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Við þessar aðstæður verður ein af grunnstoðum sjálfsmyndar franska lýðveldisins - hin stran- ga aðgreining ríkis og trúar - að innantómri tálsýn. Að vísu er það ekki „heilagt stríð“ sem vakir fyrir óeirðaunglingunum í inn- flytjendaúthverfunum, en íslam er óaðskiljanlegur þáttur sjálfs- myndar þeirra. Íslam eflir sam- kennd þeirra, ljær verkum þeir- ra lögmætisblæ og skapar skýra afmörkun gagnvart „hinum“ - kristnum, hvítum Frökkum. Der Spiegel hefur eftir ónafn- greindum lögreglustjóra að í upp- þotunum felist í raun að úthverfa- innflytjendurnir séu að segja sig úr lögum við afganginn af frönsku samfélagi. Heilu borgarhlutarnir séu orðnir svæði þar sem önnur lög og lögmál gilda, svæði þar sem fulltrúar ríkisvaldsins hafa ekkert að segja; lögreglan er álit- in fjandsamlegur innrásaraðili. Í aldarfjórðung hafa frönsk stjórnvöld reynt allar mögulegar leiðir til úrbóta í „vandræðaút- hverfunum“. Skólar, félagsmið- stöðvar, bókasöfn, lystigarðar. En allt kemur fyrir ekki. Stöðugt bre- nna sorpgámar og bílar, skemmd- arverk daglegt brauð. Og nú virðist þróunin vera að fara algerlega úr böndunum. Frá því í byrjun þessa árs hafa yfir 70.000 tilfelli skemmdarverka, íkveikja og gengjaglæpa verið tilkynnt í „vandræðahverfunum“ í kring um París og aðrar helstu borgir Frakklands svo sem Mars- eille, Lyon og Strassborgar. Um 30.000 bílar hafa verið eyðilagðir. Og það eru engir ráðherrabílar heldur bílar hinna fátæku, vinnu- bílar einyrkja, strætisvagnar. „Kynslóð heilags stríðs“ Svo vildi til að óeirðirnar í úthverfum Parísar brutust út á sama tíma og opinber minningar- athafnir fóru fram í Bretlandi um þá sem fórust í jarðlesta-sjálfs- morðssprengjuárásunum í Lund- únum í júlí. Að þeim stóðu ungir synir múslima-innflytjenda, upp- aldir í Englandi. Það var líka tilviljun að á sama tíma var þess minnst í Hollandi að rétt ár var liðið frá morðinu á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, en morðingi hans var ungur háskólanemi, ættaður frá Marokkó en uppalinn í Hollandi. En þessar tilviljanir hafa tákn- rænt gildi. „Kynslóð heilags str- íðs“ er að verki í Evrópu skrifar bandaríska vikuritið Time af þessu tilefni. „Evrabía“ er þessi „nýja Evrópa“ nefnd vestan- hafs - „gamla Evrópa“, mótuð af hinni kristnu arfleifð, er álitin vera að mótast í æ meiri mæli af hinum íslömsku innflytjendum, af „Arabíu“. Í Frakklandi búa um fimm og hálf milljón múslima, í Hollandi um ein milljón, að minnsta kosti ein og hálf milljón í Bretlandi. Í Vestur-Evrópu búa alls á bilinu 13-20 milljónir múslima. Ólgan í innflytjendahverfunum - Bir- mingham, París, Amsterdam og þannig mætti lengi telja - á sér að vísu í fæstum tilvikum hryðju- verkabakgrunn. Átökin snúast ekki um heilagt stríð, Írak eða Palestínu. En auðvitað vex óttinn við að úr þessum jarðvegi spretti menn sem gangi til liðs við hryðju- verkahópa eins og al-Kaída. Fjölmenningardraumurinn úti „Við sýndum of mikla linkind. Tími tedrykkju er liðinn,“ hefur Spiegel eftir Ritu Verdonk, inn- flytjendamálaráðherra Hollands. Hún lætur nú senda alla hælisleit- endur sem ekki fá hæli úr landi, einnig þá sem fram til þessa höfðu þrátt fyrir það fengið að dvelja í landinu. Út um alla Evrópu er það runnið upp fyrir flestum að draumurinn um fjölmenningarsamfélagið, um að hið frjálslynda umburðarlyndi evrópska nútíma-velferðarríkisins gerði „öllum dýrunum í skóginum kleift að vera vinir“, er úti. Nýrra aðlögunarleiða leitað SARKOZY OG CHIRAC Innanríkisráðherrann og forsetinn stinga saman nefjum á fundi í París. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, segir að í kjöl- far óeirðaöldunnar í innflytjenda- hverfum landsins hafi skrifstofur flokksins nánast verið kaffærðar í símhringingum og tölvupóstsend- ingum fólks sem vildu lýsa stuðningi við stefnu flokksins eða óskuðu eftir inngöngu í hann. Þjóðfylking Le Pens hefur um áratugaskeið haft efst á stefnuskránni að stöðva aðflutning fólks af framandi uppruna, einkum og sér í lagi frá arabalöndum. Í viðtali við AP-fréttastofuna í vikunni sagði Le Pen óeirðaölduna sem blossaði upp þann 27. október og hefur staðið látlaust síðan væri „aðeins byrjunin“ á þjóðfélagsátökum sem orsakaðist af „óheftum aðflutningi fólks frá löndum Þriðja heimsins sem ógnar ekki aðeins Frakklandi heldur allri álfunni“. Afbrotamenn verði sendir úr landi Le Pen sagði að fólk af innflytjendauppruna sem fremur glæpi ætti að senda aftur til upp- runalanda þeirra. Þar sem flest ungmennanna í óaldarflokkunum eru fædd í Frakklandi eru þau franskir ríkisborgarar. Að mati Le Pens ættu hins vegar aðeins þeir að fá franskt vegabréf sem æskja þess og „eru þess verð- ugir“. „Þeir sem fengið hafa ríkisborgararétt sjálfkrafa, sem líta ekki á sig sem Frakka og segja jafnvel opinberlega að þeir líti á frans- ka ríkið sem óvin sinn ættu ekki að vera með- höndlaðir sem Frakkar,“ segir hann. Le Pen segist sannfærður um að óeirða- bylgjan hafi opnað augu margra landsmanna sinna fyrir því að hann hafi haft rétt fyrir sér allan tímann, ekki hinir stjórnmálamenn- irnir sem úthrópuðu hann öfgamann vegna óbilgjarnrar innflytjendastefnu sinnar. Hann sé þess fullviss að stóraukinn stuðningur við stefnu Þjóðfylkingarinnar í þessum efnum muni skila sér í stórauknu fylgi í næstu kosn- ingum. Le Pen sagðist nú „staðráðnari en nokk- ru sinni fyrr“ í því að sækjast eftir forseta- embættinu næst þegar kosið verður í það árið 2007. Frakkar voru sem þrumu lostnir í síðustu forsetakosningum árið 2002 er Le Pen fékk næstflest atkvæði í fyrri umferð kosninganna og komst þar með áfram í síðari umferðina þar sem kosið var á milli hans og Chiracs. „Færu forsetakosningar fram núna væru sigurlíkur mínar tífaldar,“ tjáði hann AP. Segir Frakka sjá að sér í innflytjendamálum JEAN-MARIE LE PEN Leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Óeirðirnar í innflytjendahverfum franskra borga hafa fært Frökkum heim sanninn um að „franska aðlög- unarleiðin“ hefur beðið skipbrot hvað varðar stærsta innflytjendahóp síðustu áratuga - múslima frá Afríku. Auðunn Arnórsson skoðar hvaða svara leitað í Vestur- Evrópu við „uppreisninni í Evrabíu“. Forsvarsmenn stofnana og samtaka sem hafa það hlutverk að standa vörð um réttindi minnihlutahópa í Frakklandi og Evrópusambandinu lýsa áhyggjum af því að óeirða- og skemmdarverkaaldan sem geisað hefur í innflytjendahverfum fransk- ra borga undanfarinn hálfan mánuð muni leiða til „hefndarárása“ á mús- lima í Frakklandi og grannlöndum þess. Evrópska eftirlitsmiðstöðin með kynþáttamisrétti og útlendingaandúð, sem hefur aðsetur í Vínarborg, gaf út yfirlýsingu þar sem ráðamenn ríkis og sveitarfélaga í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins eru hvattir til að vinna saman að því að hindra slíkar árásir gegn minnihlutahópum. Forstöðumaður miðstöðvarinnar, Beate Winkler, sagði á blaðamanna- fundi í Brussel á fimmtudag að stjórn- völd í Frakklandi og öðrum Evrópu- löndum yrðu að sýna „skýra pólitíska forystu“ gegn kynþáttamisrétti. Varað við hefndarárásum Draumurinn um fjöl- menningar- samfélagið er úti ÚTHVERFASTRÍÐIÐ Óeirðalögreglumenn beita skjöldum sínum til að skýla sér fyrir reyknum frá brennandi bílum í innflytjendahverfinu Mirail í Toulouse í Suðvestur-Frakklandi á fimmtudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.