Fréttablaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 68
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR44
Áhrifamesta unga fólkið á Íslandi
LISTIR
Sigrún Hrólfsdóttir og Gjörn-
ingaklúbburinn - „Hún virðist
vera komin í allar nefndir á land-
inu. Hörkuáhrifamikil.“ „ Það
er jákvætt andrúmsloft í kring-
um þær sem hefur skilað þeim
athygli í útlöndum. Flestir vilja
vera memm. „
Ragnar Kjartansson „ Ef einhver
getur komið myndlist til fjöldans,
þá er hann okkar maður. „
Erlingur Klingenberg og allir
hinir sem voru á bak við Klink og
Bank „ Það sem fór þar fram mun
hafa áhrif næstu árin, þó að þetta
sé að líða undir lok. „ „Breytti
íslensku listasamfélagi sem var
orðið gelt og staðnað. „
Gabríela Friðriksdóttir. „Gabrí-
ela og Daníel Ágúst eru næstu
John og Yoko, eða Björk og Bar-
ney. „ „Gabríela er sá listamaður
sem lengst hefur náð af þessari
kynslóð.“
STJÓRNMÁL
Gísli Marteinn „Á einhvern ótrú-
legan hátt fékk hann fólk til þess
að kjósa Vihjálm. „
Dagur B Eggertsson „ Hefur dýr-
mæta reynslu úr borgarpólitík-
inni og hefur eitthvað að segja.
Hefur hæfileika til að virkja fólk
með sér. Springur endanlega út í
vor. „ „ Yfirburðamaður í gamla
R-listanum og einn af fáum ung-
pólitikusum sem virðist vera
í stjórnmálum vegna áhuga á
að láta gott af sér leiða en ekki
vegna athyglissýki. Eldklár og á
köflum hrokafullur eftir því, en
það er eitthvað sem hann verður
að venja sig af ef hann ætlar sér
lengri frama. „
Katrín Jakobsdóttir „ Skemmti-
leg, en því miður ekki nógu
áhrifamikil“ . „ Hefur hugmynd-
ir, og er því áhrifameiri en aðrir
stjórnmálamenn sem hafa þær
ekki. „
FJÖLMIÐLAR
Benni karate á X-inu - „Lætur
íslenska unglinga vita meira um
amerískt neðanjarðarrokk en
flestir amerískir tónlistarblaða-
menn „
Ólafur Teitur „ Skrifar hvorki
vel né á vandaðan hátt en hann
er samt sá eini sem þorir að
gagnrýna fjölmiðla. Maður er
ósammála flestu sem hann segir,
og langar helst að fara í mál við
hann, en hjartað hans virðist vera
á réttum stað. „
Bart Cameron og Paul F. Nikol-
ov hjá Grapevine. „ Þeir þora að
gagnrýna bæði íslenska pólitík
og fjölmiðla og hafa náð ótruleg-
um lestri á blaði sem er á ensku.
Eina alvöru neðanjarðarblaðið“
„Slógu rækilega í gegn með Air-
waves blöðunum. Eina hipp og
kúl blaðið í bænum.“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir „
Manneskjan á bakvið tölvupósta-
málið fræga.“ „Flettir ofan af
stórum málum.“
Mikael Torfason „ Ritstýrir
þremur blöðum og umræður um
siðferði fjölmiðla eru afleiðing
af hans gerðum. „ „ Sést ekki
alltaf fyrir öllum gusugangin-
um á síðum en það hefðu fáir
aðrir þrek til að vera í fremstu
víglínu með DV á hverjum degi.
Blaðið virðast líka loks vera að
ná einhverjum álitum eftir að
hafa verið fast alltof lengi í heimi
smákrimma og drullupunga sem
öllum er sama um. „
Ásgeir Kolbeinsson á FM 957
„Annars svona hnakka-trends-
etter. Ber töluverða ábyrgð á FM
væðingu ungdómsins. „ „Virki-
lega klár og pottþéttur gaur, góð
fyrirmynd. „
TÍSKA
Hugrún í Kron „ Hún hefur kynnt
ungu kynslóðina fyrir erlendum
unghönnuðum sem eru að koma
að komast á pallinn úti. Fyrir-
mynd úlpugengisins. „
Silja Magg „ Eini sanni íslenski
tískuljósmyndarinn. Hefur náð
að skapa mjög sérstakan stíl sem
er verðugur af erlendum tímarit-
ium“
Guðjón S.Tryggvason „Hann er
á lokaárinu í fatahönnun og er
vonarstjarna okkar erlendis. Það
er beðið eftir honum í París.“
„Hann er alger snillingur, á eftir
að ná mjög langt. „
Egill Gillzenegger „ Virðist vera
ótrulega sterk fyrirmynd fyrir
ákveðinn hóp ungra karlmanna,
nánar tiltekið, hnakka.“ „Öfga-
fullur post-hnakkismi Gilzenegg-
ers, brúnku, hár og líkamsdýrk-
unin er skrítnari og áhrifameiri
en nokkur tattóveraði rokkari
getur státað af. „
Jón Atli klippari „ Hann er af
einhverjum ástæðum einn helsti
trendsetter trendliðsins í Reykja-
vík. „
Júniform Birta Björnsdóttir og
Andrea Magnúsdóttir - „Hafa
farið sínar leiðir og náðu að heilla
mjög breiðan hóp viðskiptavina,
allt frá jaðrinum yfir í mains-
treamið. Still þeirra er mjög auð-
þekkjanlegur og hefur gotið af
sér otal eftirlíkingar. „
BÓKMENNTIR
Andri Snær Magnason „Sérlega
hugmyndaríkur og efnilegur höf-
undur sem á eftir að vaxa áfram.
Er líka skemmtilega óhræddur
við að setja fram sniðuga sýn á
ýmis mál sem brenna á samtíma
okkar. „
Eirikur Örn Norðdahl - „Hefur
þegar sett mark sitt á bókmennt-
irnar með Nýhil. Hefur orkuna
og metnaðinn og áræðnina til að
hafa enn meiri áhrif. „
Steinar Bragi „Hetja meðal Nýhil
hópsins og Kristjón Kormákur
setti hann fremst á meðal stjarn-
anna í Frægasti maður í heimi. „
„Sá ungi rithöfundur sem flestir
líta upp til. „
LEIKLIST/KVIKMYNDIR
Gísli Örn Garðarsson . „Tókst
að fá heilan leikhóp til að meika
það í útlöndum, sem er draumur
allra í bransanum. „ „ Umfram
allt óhræddur við að framkvæma
hlutina og showkall fram í fingur-
góma. Tvær uppsetningar í Lond-
on á stuttum tíma og almennt lof-
samlegir dómar frá eiturhörðum
enskum leikhúskrítikerum ættu
að tryggja Gísla efsta sætið í
þessum flokki. Við íslendingar
elskum upphefð að utan. „
Dagur Kári.“ Hann er eini mað-
urinn sem er að gera eitthvað af
viti“ „Sannur snillingur og mun
ná miklum frama. „
Hugleikur Dagsson. „Guð blessi
hann. „ „Alger snillingur, góður
penni, leikritahöfundur og teikn-
ari. Brjálæðislegur húmor og sýn
á þjóðfélagið. „
VIÐSKIPTI
Sigurður Bollason og Magnús
Ármann .“ Auðguðustu á Karen
Millen sem þeir seldu til Baugs,
stórir fjárfestar í Dagsbrún og
Baug. Komu óvænt í ljós. „
„Pabbadrengurinn hans Bolla í
17 sýndi að hann er eiginn herra
þegar hann brilleraði með fjár-
festingu í Karen Millen. Er nú
farinn að synda með helstu við-
skiptahákörlum landsins og orðin
ríkari en pabbi gamli. „
Andri Sveinsson í Landsbankan-
um, „Björgólfur treystir honum
en treystir fáum. Need I say
more? „
Þórður Már Jóhannesson for-
stjóri Straums fjárfestingabanka.
„Hefur verið umsvifamikill á
fjármálamarkaði og Straumur
hefur margfaldast að verðmæt-
um undir hans stjórn“
TÓNLIST
Barði Jóhannsson „Barði er ótru-
lega prófessjónal og með puttana
í öllu. Hann hefur náð mjög langt
erlendis. „ „Barði er sérstaklega
fær um að vinna með öðrum list-
amönnum, og hefur látið þá ná
nýjum víddum.“ „ Hann hefur
sérstaklega komið á óvart með
klassískum tónverkum upp á síð-
kastið.“ „ Barði er fagmaður fram
í fingurgóma.
Einar Bárðarson „ Hann er
afkastamikill lagahöfundur og
umboðsmaður sem hefur sannað
sig með td. Nylon og Skítamóral.
„ „Hann kemur vel fram og það
er tekið mark á honum. „ „Hann
er meistari í að koma sínu fólki í
fjölmiðla og borga þar með aldrei
fyrir auglýsingar. „ „Hann kom
hnakka tónlistinni
Mugison „Er búinn að vera Next
Big Thing mjög lengi. Bræðir
saman úr mörgum stílum sem
margir hafa reynt að leika eftir.“
„Kom neðanjarðartónlistinni upp
á yfirborðið. „
Sigur Rós „Ólíklegustu áhrifa-
mennirnir en þeir ryðja brautina.
„ „ Taka við af Björk. „
ÍÞRÓTTIR
Eiður Smári Guðjohnsen „Hann
er fyrirliði landsins og Englands-
meistari með Chelsea, hann hefur
mikil áhrif á unga og upprenn-
andi knattspyrnumenn sem fyr-
irmynd. „ „Hvatning til allra upp-
rennandi knattspyrnumanna.“ „
Er smart líka og er tískufyrir-
mynd. Hann á líka nógan pening
og getur fjárfest í ýmsu.“
Jón Arnór Stefánsson, „ Komst
á samning hjá Dallas Mavericks
í NBA sem var stórfrétt. Spilar
núna með einu af sterkari liðum
Evrópu.“ „Fyrirmynd ungra
körfuboltamanna. „
Hermann Hreiðarsson - „Leik-
maður úrvalsdeildarliðs Charl-
ton á Englandi og einn sterkasti
leikmaður landsliðsins undanfar-
in ár.“ „Mikil fyrirmynd vegna
dugnaðs síns á vellinum.“
SIGUR RÓS TÓNLISTARMENN
MAGNÚS ÁRMANN SIGURÐUR BOLLASON
Hverjir eru álitnir áhrifamestu íslensku einstaklingarnir undir 35 ára aldr-
inum? Anna Margrét Björnsson fór á stúfana og komst meðal annars að því
hversu konur voru sorglega lítið áberandi á flestum sviðum, og hversu sára-
fáir viðskiptamenn og stjórnmálamenn komu upp í huga fólks innan þessa
aldursramma.
EGILL EINARSSON, GILLZENEGGER.
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÍSLENSKUFRÆÐ-
INGUR VARAFORMAÐUR VG
ANDRI SNÆR MAGNASON RITHÖFUNDUR
RAGNAR KJARTANSSON LISTAMAÐUR
DAGUR B. EGGERTSSON BORGARFULLTRÚI
MIKAEL TORFASON RITSTJÓRI
JÓN ATLI HÁRGREIÐSLUMAÐUR