Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 82
12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR58
TOPSHOP
SMÁRALIND
„Það sem ég var að furða mig mest á í
vikunni var þessar veðurfarsbreytingar,“
segir Örn Árnason leikari spurður um
frétt vikunnar.
„Það er oft gaman að glugga í Öldina
okkar og sjá eitthvað um mannskaða-
veður eða snjókomu um miðjan júlí en
ég man ekki eftir svona fellibyljum og
fleiri hundruðum þúsunda að missa
heimilin sín. Þetta er að mínu mati
óhyggjandi sönnun þess að það er
eitthvað að gerast í umhverfi okkar,“
segir Örn. „Við verðum að fara að gera
eitthvað nema það sé orðið of seint.
Kannski verðum við bara að hanga í
lestinni eins og þegar maðurinn fann
upp vopnið. Þá þurftu hinir að verja sig
og koma með einhver viðbrögð. Ég held
að það sé eitthvað dularfullt í gangi,“
segir hann.
Örn sér þó jákvæðar hliðar á þessum
veðurfarsbreytingum. „Ég vona að þær
séu gæfuríkar fyrir Íslendinga, alla vega
meðan ég hangi á jörðinni. Ég sé fyrir
mér að pallurinn minn komi að góðum
notum og ég get farið og sett sólhús-
gögnin út í febrúar,“ segir hann og hlær.
Hvað varðar fleiri fréttir segist Örn
vera hræddur við hryðjuverkamenn.
„Það stendur verri ógn af þeim heldur en
veðurfarinu. Þeir vekja hjá manni kennd-
ir sem eru óþægilegar og maður staldrar
aðeins við áður en maður ákveður að
ferðast um heiminn.“
FRÉTT VIKUNNAR - ÖRN ÁRNASON ÓTTAST VEÐURFARSBREYTINGAR Í HEIMINUM
Eitthvað dularfullt í gangi ÖRN ÁRNASON Örn óttast veður-farsbreytingar í heiminum en
vonar að þær verði gæfuríkar fyrir
Íslendinga.
Nicole Richie virðist vera hætt að
vera glamúrdúkka sem klæðist ein-
göngu bleiku eða gullituðu eins og
fyrrverandi vinkona hennar Paris
Hilton. Hún er að skipta um stíl og
svo virðist sem hún sé jafnvel að
verða fullorðin. Þó svo að hún sé
orðin heldur
grönn miðað
við hvern-
ig hún var
þá er fata-
stíllinn að
breytast til
hins betra.
Hún mætti í
TRL þáttinn
á MTV afar
smekklega
klædd. Í
svörtu vesti,
töff buxum
við og með
glansandi lakk-hárspöng í hárinu
sem var mjög svo í anda sjöunda
áratugarins sem er svo vinsæll um
þessar mundir. Eitt er víst og það
er að ef haldin yrði keppni á milli
hennar og Paris Hilton um glæsi-
legasta stílinn þá myndi Richie
mala hótelerfingjann rækilega.
Fatastíllinn
breyttur
Bandarísku kvikmyndaleikstjór-
arnir Quentin Tarantino og Eli
Roth komu til Íslands í gær af
því tilefni að í kvöld verður nýj-
asta hryllingsmynd þess síðar-
nefnda, Hostel, heimsfrumsýnd
í Reykjavík. Leikstjórarnir sátu
fyrir svörum á blaðamannafundi
í gær ásamt tveimur aðalleikur-
um myndarinnar, Eyþóri Guð-
jónssyni og Derek Richardson.
Roth og Tarantino voru í bana-
stuði og Tarantino reytti af sér
brandara hægri og vinstri og
upplýsti það að Eli hefði sagt sér
að á Íslandi ynnu ofurfyrirsætur
á McDonald‘s.
Eli er sannkallaður Íslands-
vinur og er að koma hingað í
fjórða skipti. Hann kom hingað
Tarantino er búinn að vera
10 ár á leiðinni
ÍSLEIFUR ÞÓRHALLSSON, QUENTIN TARANTINO OG ELI ROTH Voru í hörkustuði á blaða-
mannafundi í gær.
QUENTIN TARANTINO
Virtist þreyttur eftir
flugferðina en hrökk
strax í gírinn og reytti
af sér brandarana á
blaðamannafund-
inum.