Fréttablaðið - 12.11.2005, Síða 84

Fréttablaðið - 12.11.2005, Síða 84
KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] „Einu sinni var maður í Ús- landi. Hann hét Job. Hann var maður ráð- vandur og réttlátur, guðhræddur og grandvar.“ Svona hefst Jobsbók í Biblíunni en hún er eitt magnaðasta ritverk hinnar heilögu bókar og lýsir ótrúlegri þrautagöngu Jobs þegar djöfullinn reynir að fá hann til að for- mæla Guði. Það er vissulega hægt að horfa á kvikmyndina Epli Adams og leiða hjá sér þessa vísun í Biblíuna en til þess að skilja myndina til fullnustu verð- um við að opna Gamla testamentið og fletta upp á Jobsbók. Leikstjóranum og handritshöfundinum Anders Thom- as Jensen hefur tekist að skapa mjög skemmtilegar persónur sem byggðar eru á þessari fornu helgisögn um þján- ingu mannsins. Kvikmyndatakan og tónlistin með eindæmum skemmtileg en þessi tvö atriði eru í stíl við sögu- þráðinn, allt notað sem hefur virkað í gegnum aldirnar. How Deep is Your Love? kemur við sögu á einstaklega skemmtilegan hátt og vísar í trúarlegt umhverfi myndarinnar. Leikurinn er nánast óaðfinnalegur og leikstjórninn í traustum höndum. Epli Adams er leikur að goð- sögnum. Meira að segja Guð birt- ist í stormviðrinu líkt og í sögunni um Job. Nýnasistinn Adam ( ekki halda að nafnið sé einhver tilviljun) kemur á prestsetrið þar sem hinn góðhjartaði séra Ivan ræður ríkj- um. Hann er ekki alveg að ná þess- ari ótakmörkuðu góðmennsku sem klerkurinn býr yfir í ljósi þess að hann var misnotaður í æsku, konan hans framdi sjálfsmorð, strákurinn hans er lamaður og sjálfur er hann með krabbamein í heila. Hann er Job holdi klæddur í nútímanum og Adam djöfullinn sem freistar hans en bjargar einnig þegar honum verð- ur ljóst hvað hann hefur gert. Það er hálfgerð synd að mynd í þessum gæðum skuli vera sýnd án texta en vonandi verður þar brag- arbót á því hún á fyllilega heima í almennum sýningum fyrir alla. Andres Thomas Jensen notfærir sér þær goðsagnir sem hann þekkir og býr til meinfyndna mynd um Job og ótrúlegar raunir hans. OKTÓBERBÍÓFEST Adams ÆBLER Leikstjóri: Anders Thomas Jensen Aðalhlutverk: Mads Mikkelsen, Thomas Villum Jensen og Nicolas Bro Niðurstaða: Adams Æbler á heima í almennum sýningum með íslenskum texta því hún sameinar allt sem þarf að prýða góða mynd: frábæran leik, meinfyndið handrit og sögu sem við þekkjum öll. Af harmkvælamanninum IvanFRÉTTIR AF FÓLKI Systir leikarans Toms Cruise hefur hætt störfum sem fjölmiðla- fulltrúi hans. Aðeins tuttugu mánuðir eru liðnir síðan hún tók við starfinu af fulltrúa bróður síns til fjölda ára, Pat Kingsley. Í stað hennar hefur Cruise ráðið náunga hjá fyrirtæki sem hefur stjörnur á borð við John Travolta, Sylvester Stallone og Beckham-hjónin á sínum snærum. Systir Cruise, sem heitir Lee Ann DeVette, mun núna einbeita sér að góðgerðarstarfi Cruise. Leikkonan Kate Hudson hefur höfðað mál gegn fimm dagblöðum og tíma- ritum sem birtu myndir af henni þar sem því var haldið fram að hún þjáð- ist af átröskun. Hudson er æfareið yfir fréttunum og myndunum sem fylgdu með og segir að hún hafi alls ekki átt við átröskun að stríða. Kántrístjarnan Kenny Chesney segist ekkert vera sorgbitinn yfir enda- lokum hjónabands hans og leikkonunnar Renee Zellweger, sem stóð yfir í aðeins fjóra mánuði. Hann segir að þessi reynsla hafi kennt sér hvernig hann eigi að verða ástfanginn. „Það hefði verið slæmt ef við hefðum ekki hist. Hún er yndisleg. Ég vil ekki vorkenna sjálfum mér. Ég er bara mjög heppinn og þakk- látur,“ sagði hann. Shar Jackson, fyrrum kærasta Kevins Federline, eiginmanns Britney Spears, segir að Federline þurfi ekki að borga henni meðlag vegna barnanna þeirra tveggja. Þess í stað vill hún að hann eyði meiri tíma með börnunum. „Ég er mjög sjálfstæð kona. Ef ég vildi meðlag væri það auðvelt mál. Það eina sem ég vil frá Kevin er að hann eyði tíma með börnunum,“ sagði Jackson. Hún sagðist þó aldrei getað fyrirgefið honum fyrir að yfirgefa sig meðan hún gekk með annað barn þeirra. Leikarinn Robert Downey Jr. hefur líkt baráttu sinni við áfengið og fíkniefna- djöfulinn við mús sem er að drukkna í fiskabúri. Downey hefur verið allsgáður í eitt ár eftir að hafa barist við vímu- efnamisnotkun í fjölmörg ár og þurft að dúsa tvisvar sinnum í steininum. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 2 og 4 með íslensku tali. Sýnd kl. 3, 5.30 og 8 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára ��� Morgunblaðið ��� Topp5.is Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 Sýnd í Lúxus kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stór- glæsilegu Jessicu Alba. SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR. Murderball • Sýnd kl. 2 Enskt tal Rock School • Sýnd kl. 2 Enskt tal Me You and Everyone I Know • Sýnd kl. 4 Enskt tal On a Clear Day • Sýnd kl. 4 Enskt tal Drawing Restraint 9 • Sýnd kl. 8 Enskur texti Angela Shelton • Sýnd kl. 6 Enskt tal Site Specific • Sýnd kl. 6 Enskt tal Kung Fu • Sýnd kl. 8 Enskur texti Crónicas • Sýnd kl. 10.30 Spænskt tal /enskur texti The Aristocrats • Sýnd kl. 10 Enskt tal �������������� www.icelandfilmfestival.is ������������������������� Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára ��� “Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið” -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30 og 8 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.