Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 88

Fréttablaðið - 12.11.2005, Page 88
 12. nóvember 2005 LAUGARDAGUR64 FÓTBOLTI Veðbankar í Englandi eru ekki miklir aðdáendur fram- herjans hávaxna í enska lands- liðinu, Peter Crouch, og bjóða nú upp á möguleika þar sem hægt er að veðja á það hvort hann skori sitt fyrsta mark fyrir landsliðið, áður en hann nær að skora fyrir Liverpool, en Crouch hefur verið einkar seinheppinn upp við mark andstæðingana það sem er leik- tíð og á hann eftir að skora mark fyrir lið sitt. Veðbankarnir telja líklegast að Wayne Rooney og Michael Owen verði á skotskónum í leiknum gegn Argentínumönnum í dag en eru einnig vongóðir um að David Beckham, fyrirliði liðsins, muni ná fram sínu besta en hann hefur verið í fínu formi fyrir Real Madr- id að undanförnu. Wayne Bridge, vinstri bak- vörður Chelsea, mun að öllum lík- indum verða í liði Englands í dag þar sem Ashley Cole er meiddur. Bridge, sem á ekki fast sæti í sterku liði Chelsea, vonast til þess að geta tryggt sér sæti í enska hópnum fyrir HM. „Þó að ég sé ekki alltaf í liðinu hjá Chelsea þá tel ég mig nógu góðan til þess að vera í leikmannahópi enska landsliðsins,“ sagði Bridge eftir æfingu. Englendingar búast við erf- iðum leik í dag en lið Argentínu- manna þykir sigurstranglegt á HM í Þýskalandi á næsta ári, líkt og enska liðið. Spennandi verður að sjá hverjir verða miðverðir í enska liðinu þar sem fimm sterkir miðverðir berjast um sæti í liðinu, þeir John Terry, Rio Ferdinand, Sol Campbell, Ledley King og Jamie Carragher. Líklegast þykir að Rio Ferdinand byrji leikinn við hlið Johns Terry en Sven Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins, segist ekki ennþá vera búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn eru hans fyrstu kostir í miðvarða- stöðunum. „Ég get valið á milli margra leikmanna sem eru í heimsklassa. Það er augljóslega erfitt, en þetta er jákvæður vandi fyrir mig og liðið sem ég stjórna,“ sagði Eriks- son sem hefur sjaldan verið undir eins mikilli pressu. - mh -mh Opið lau.: 11:00 - 16:00 Opið sun.: 13:00 - 16:00 Enskir veðbankar slá á létta strengi fyrir leikinn gegn Argentínu í dag: Ekki mikil trú á Crouch PETER CROUCH Englendingar hafa ekki mikla trú á markaskorunarhæfileikum Crouch en telja þó líklegra að hann skori fyrir England áður en hann skorar fyrir Liverpool. ■ MÖGULEIKAR VEÐBANKA SKY: Peter Crouch: 3/1 líkur á því að Crouch nái að skora fyrir England áður en hann skorar fyrir Liverpool. John Terry: 8/1 líkur á því að Terry fá gult spjald fyrir að brjóta á Hernan Crespo. Argentína: 66/1 líkur að leikmaður skori með hendinni. David Beckham: 3/1 líkur á því að Beckham fái gult spjald. 8/1 á því að hann skori úr aukaspyrnu, og 10/1 að hann skori sigurmarkið í leiknum. England: 7/4 Líkur á því að leikmaður liðsins verði rekinn af velli. Sol Campbell: 50/1 að Campbell skori mark sem dæmt verður af. NFL Fyrrum Super Bowl-meistar- inn, Steve Courson, lést á voveifl- egan hátt í vikunni þegar tré sem hann var að saga niður féll á hann og varð honum að bana. Courson var fimmtugur að aldri en hann varð NFL-meistari með Pittsburgh Steelers 1978 og 1979. Hann játaði síðar að hafa neytt stera í verulegu magni á ferlinum en sú notkun skilaði sér síðar í alvarlegum heilsuvanda- málum, þar á meðal hjartavanda- málum. Hann eyddi síðustu árum ævi sinnar í að predika um skað- leg áhrif stera á líkamann. - hbg Steve Courson: Tré felldi fræg- an sterabolta FÓTBOLTI David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir tímann sem hann upplifði eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik gegn Argentínu á HM 1998 hafa verið þann versta á sínum ferli. Beckham braut þá kæru- leysislega á Diego Simeone og einum fleiri náðu Argentínumenn að tryggja sér sigur gegn Eng- lendingum. Beckham var kennt um tapið og var baulað á hann í Englandi næsta árið á eftir. „Þetta var án efa minn versti tími sem fótboltamaður og tók mjög á mig og fjölskyldu mína. En fjórum áður síðar tók ég víta- spyrnunna fyrir England sem sló Argentínu út í HM 2002. Það er sú minning sem ég reyni að hafa ofan á þegar ég leik gegn Argent- ínu,“ sagði Beckham við enska fjölmiðla fyrir vináttuleikinn í dag. Leikurinn í dag er sá fimmtug- asti sem Beckham er fyrirliði Eng- lands en fimm ár eru síðan hann setti fyrst á sig fyrirliðabandið. „Þetta er minn stærsti heiður og það er ótrúlegt að ég hafi fengið að upplifa það í fimmtíu skipti,“ segir Beckham. David Beckham: Erfiðasti tími lífs míns DAVID BECKHAM Segir tímann eftir rauða spjaldið sem hann fékk á HM ´98 hafa verið þann erfiðasta í sínu lífi. FÓTBOLTI Framkvæmdum á Wemb- ley-leikvanginum í London verður líklega ekki lokið fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á næsta ári, eins og stefnt var að þegar framkvæmdirnar hófust. Að sögn Micheal Cunnah, umsjónarmanns endurbótanna á Wembley, er ekki enn búið að útiloka þann mögu- leika á að halda úrslitaleikinn á hinum nýja leikvangi, en að það sé ólíklegt. „Það er ekki hægt að fullyrða neitt en það er margt sem bendir til þess að við náum þessu ekki. Ef veturinn verður tiltölulega vond- ur með miklum kulda er engin leið til að ná þessu á tíma,“ sagði Cunnah og gat með engu móti sagt til um hvenær hann yrði tilbúinn ef fyrstu tímamarkmið myndu bregðast. „Völlurinn verður tilbú- inn þegar hann verður tilbúinn,“ sagði hann. - vig Framkvæmdir á Wembley: Ekki klár fyrir úrslitin 2006 HINN NÝI WEMBLEY Mun líta glæsilega út þegar hann verður loksins tilbúinn. FÓTBOLTI Robert Pires, franski miðjumaðurinn hjá Arsenal, hefur greint frá því að afar litlu hefði munað að hann hefði fylgt Patrick Vieira til Juventus í sumar. Fabio Capello, stjóri Juventus, hafði mikinn áhuga á því að fá Pires til liðsins en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki tilbúinn að sle- ppa báðum stjörnuleikmönnunum sínum. „Viðræður mínar við Juventus voru á lokastigi þegar Wenger stöðvaði þær og kvaðst vilja halda mér,“ segir Pires sem mun ekki fá nema eins árs endurnýjun á núverandi samningi sínum við Arsenal. „Ég veit ekki hvort ég geng að því en Arsenal á hug minn allan á Englandi og ég mun ekki spila fyrir annað lið hér. Kannski fer ég til Ítalíu eða Spánar í framtíð- inni en eins og er einbeiti ég mér að því að spila vel fyrir Arsenal,“ segir Pires. - vig Robert Pires hjá Arsenal: Næstum far- inn til Juventus ROBERT PIRES Getur ekki hugsað sér að spila fyrir annað lið en Arsenal á Englandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.