Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 2005 — 309. tölublað — 5. árgangur Það er erfitt að gera mér til geðs Jón Ólafsson tók á móti fyrsta eintakinu af Jónsbók í prentsmiðj- unni Odda. FÓLK 42 KOLBRÁ BRAGADÓTTIR Strengir striga á ramma heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Hvít jörð norðan heiða BLS. 2 Snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli Leikhússtjóri í nærmynd BLS. 4 Magnús Geir Þórðarson hjá LA Listagyðjan nýtur sín BLS. 4 Helgi Þorgils sýnir í Listasafni Akureyrar Láttu eftir þér... BLS. 6 ...allt sem er ekta norðlenskt Fjögurra stunda jólanautnir BLS. 8 Magamálið stjórnar hjá Friðriki V. Heimsins besta heilsuhæli BLS. 8 Svanhildur Hólm Valsdóttir sjónvarpskona Næturlíf í norðri BLS. 10 Allt um djamm norðan heiða Leiðin að hjarta mannsins BLS. 13 Norðlenskar munngælur Norðlenska BLS. 14 Framburðaratriði og orðatiltæki Rómantík og bræðralag BLS. 15 Heimavistarlíf hjá VMA og MA EFNISYFIRLIT [ SÉRBLAÐ UM AKUREYRI OG NÆRSVEITIR – ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 ] REMBIST VIÐ AÐ VERA MAÐUR Benedikt í Jólagarðinum er jólasveinninn sjálfur SJÁ BLS. 6 GLUGGINN AÐ AKUREYRI Gestur Einar Jónasson er sögumaður þjóðarinnar SJÁ BLS. 12 Heimsborg í norðri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN J . K R IS TJ ÁN SS O N 01 Norðurland lesin 14.11.2005 16:56 Page 3 Hryllingur í Smárabíói Quentin Tarantino og Eli Roth stóðu við stóru orðin en kvik- mynd þeirra Hostel var heimsfrumsýnd á Íslandi. FÓLK 32 Falleg markmið en virka þau? „„Einstaklingsmiðað nám“ og „skóli án aðgreiningar“ eru hugtök sem eru talsvert í umræðunni þessa dagana, en þyrftu að vera mun meira rædd en raun ber vitni,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir. Í DAG 18 BJART OG KALT um sunnan- og vestanvert landið. Einhver éljagangur norðaustan og austan til og víðar á Norðurlandi eftir hádegi. Talsvert frost, minnst með suðurströndinni. VEÐUR 4 BANASLYS Tæplega fertugur maður lést þegar hann féll átján metra ofan af þaki kerskála í álverinu í Straumsvík í gær. Þrír menn voru á þakinu þegar slysið varð. Vinnueftirlitið og rannsóknarlögreglumenn unnu að rannsókn síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- stjóra verktakafyrirtækisins var maðurinn með öryggisbelti og línu, en línan var hins vegar ekki fest í handrið. ■ Álverið í Straumsvík: Féll átján metra og lést PARÍS, AP Franska ríkisstjórnin ákvað í gær að framlengja neyð- arlögin í landinu fram í febrúar á næsta ári. Jacques Chirac forseti sagði í sjónvarpsávarpi í gær- kvöld að óeirðirnar í landinu að undanförnu bæru sjúkum þjóðar- líkama vitni. Í síðustu viku var neyðar- ástandi lýst yfir í Frakklandi eftir mestu róstur í landinu síðan í stúdentauppreisnunum 1968. Þótt verulega hafi dregið úr óspektun- um eftir að lögregluaðgerðir voru stórhertar ákvað ríkisstjórnin engu að síður að neyðarlög yrðu áfram í gildi fram í febrúar 2006. Það veitir lögreglu heimild til að setja á útgöngubönn og gera hús- leitir á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Í gærkvöld ávarpaði Jacques Chirac forseti þjóð sína í fyrs- ta sinn síðan óeirðirnar hófust. Hann sagði þær merki um „sjúk- legt ástand“ og allir yrðu að leggj- ast á eitt til að berjast gegn eitri ójafnréttisins. Hann útilokaði hins vegar með öllu að lög yrðu sett um jákvæða mismunun, líkt og eru í gildi í Bandaríkjunum, til að hygla þeim þjóðfélagshópum sem orðið hafa útundan. Aðfaranótt mánudagsins var róleg í Frakklandi en skemmdar- vargar eyðilögðu „aðeins“ 284 bif- reiðar. Í síðustu viku voru allt að 1.400 bílar brenndir á nóttu. - shg Neyðarástand mun ríkja í Frakklandi fram í febrúar á næsta ári: Óeirðirnar eru þjóðarmein JACQUES CHIRAC Chirac sagði í ávarpi sínu að á næstu misserum myndu ríflega fimmtíu þúsund ungmenni hljóta hagnýta þjálfun til að þau ættu auðveldara með að fá vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala Kauphall- ar Íslands sló enn eitt metið í gær. Vísitalan endaði í 4.753 stigum, en fyrra met vísitölunnar var 4.748 stig. Vísitalan er samsett úr gengi fimmtán stærstu og veltumestu hlutafélaganna í Kauphöllinni. Vísitalan hefur hækkað um 41,48 prósent frá áramótum. Það stefnir því í þriðja árið í röð að óbreyttu þar sem vísitalan hækk- ar yfir fjörutíu prósent. - hh Met á markaði: Vísitalan aldrei verið hærri Herra Ísland í stað handboltans KA-maðurinn Jónas Freyr Guðbrands- son ætlar frekar að taka þátt í Herra Ísland en að spila hand- bolta með KA. Skiptir engu þó hann sé loksins að fá langþráð tækifæri með KA-liðinu. ÍÞRÓTTIR 36 BAUGSMÁL Verjendur í Baugsmál- inu telja dómsmálaráðherra van- hæfan sé raunin sú að Sigurður T. Magnússon, settur saksóknari í málinu, fari einnig með vald sak- sóknara í þeim hluta málsins sem enn er til efnismeðferðar í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Jón H.B. Snorrason saksóknari segist flytja málið í umboði ríkis- lögreglustjóra en settur saksókn- ari fari með málið ef á það reyni með einhverjum hætti. Efnismeðferð ákæranna átta, sem eftir standa í Baugsmálinu, var frestað í gær vegna ágrein- ingsins, en hann verður til lykta leiddur á miðvikudag. - jh /sjá síðu 2 Ágreiningur um saksóknara: Dómari vill skýrar línur MANNRÉTTINDAMÁL Mannréttindi eru brotin á fólki sem hefur eða vill skipta um kyn og forræðis- hyggja ríkir hér á landi, að sögn Önnu Kristjáns- dóttur. Anna segir að fólki sé ekki treyst til að vita sjálft hvað því sé fyrir bestu þegar það vilji komast í aðgerð til að leiðrétta kyn sitt. Hún segir ástandið í málefn- um þessa hóps litlu betra hér á landi en í Austur-Evrópu þar sem það sé mjög slæmt. Alla lagasetn- ingu skorti og sömuleiðis stuðn- ing frá hinu opinbera, til dæmis félagslega aðstoð og þátttöku almannatrygginga í kostnaði. -ghs/sjá síðu 14 Anna Kristjánsdóttir: Ríkið brýtur mannréttindi ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR KJARAMÁL „Það er frekar jákvæður tónn í þessu öllu saman. Það er ekki hægt að segja annað en að það sé gangur í viðræðunum, en þetta er ekki búið fyrr en það er búið eins og sagt er,“ sagði Gylfi Arnbjörns- son í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi. Beinar launahækkanir til verka- fólks, lög um starfsmannaleigur, hækkun atvinnuleysisbóta, þátttaka í örorkubyrði lífeyrissjóða og fram- lög til starfsmenntunar eru þau mál sem líklegast er að viðræður forsendunefndar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins geti strandað á í dag. Framkvæmda- stjórn Starfsgreinsambands Íslands fundar á morgun og fer yfir stöðu málanna á hvorn veginn sem við- ræðurnar fara í dag. Formanna- fundur aðildarfélaga ASÍ verður svo á fimmtudaginn þar sem farið verður í saumana á stöðu mála. „Það er ljóst að verðbólgan er langt fyrir ofan það sem við reikn- uðum með. Ekki síður mikilvægt er að aðrir hópar launafólks hafa verið að fá mun meiri launahækkanir en okkar fólk. Ég trúi ekki öðru en að menn ætli sér einhverja leiðréttingu,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formað- ur Verkalýðsfélags Húsavíkur. Í forsendunefndinni sem nú fund- ar sitja þeir Halldór Grönvold og Ólafur Darri Andrason frá Alþýðu- sambandi Íslands og Ari Edwald og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins. Ef forsendunefndin nær samkomulagi fyrir miðnætti í kvöld er það bindandi samkomulag og þá mun ekki koma til uppsagna á samningum. Ef samkomulag næst ekki geta aðildarfélög Alþýðusam- bandsins sagt samningum lausum hvert fyrir sig. „Maður verður að vera vongóð- ur um að þetta hafist hjá þeim því annars er fjandinn laus, ég held að það sé óhætt að segja það,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. - saj Samningar í hættu semjist ekki í kvöld Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að góður gangur sé í viðræð- um forsendunefndarinnar. Nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir miðnætti í kvöld ef ekki á að koma til uppsagna kjarasamninga og hugsanlega verkfalla. FORSENDUNEFNDIN Nefndin þarf að ná niðurstöðu fyrir miðnætti. NORÐURLAND REMBIST VIÐ AÐ VERA MAÐUR Benedikt Ingi Grétarsson er jólasveinn AUKABLAÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.