Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 2005 Á fjölmennu glæpasagnaþingi í Vilníus, höfuðborg Litháens, sem haldið var í síðustu viku gerðist hið óvænta; þátttakendur og áheyrend- ur hrópuðu einum kór: „Húrra fyrir Íslandi.“ Þingið sátu glæpasagnahöfundar frá Norðurlöndunum, Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi og var fjall- að um þessa gerð bókmennta frá fjölmörgum sjónarhornum. Norðmaðurinn Nils Nordberg, sem er sérfróður um norrænar glæpasögur, stóð í pontu og flutti erindi um uppsveiflu norrænna glæpasagna. Vék hann að íslenskum glæpasögum og fór fögrum orðum um Arnald Indriðason og ágætan árangur hans á alþjóðavettvangi; Tvöfaldan Glerlykil og tilnefningu til Gullna rýtingsins. Árni Þórarinsson, rithöfundur og blaðamaður, sat þingið og var einmitt í pallborði þegar Nils flutti fyrirlestur sinn. Hafði Árni fregnað skömmu áður en Nils hóf mál sitt að Arnaldur væri ekki einasta tilnefnd- ur til Gullna rýtingsins heldur hefði hann hlotið verðlaunin. Árna rann blóðið til skyldunnar og kippti í Nils, sem brá illilega við trufluninni. Það tók hann nokkur andartök að meðtaka skilaboð Árna um að Arnaldur hefði unnið til verð- launanna nokkrum mínútum áður en þegar hann loksins gerði það brosti hann út að eyrum, setti hnef- ann á loft og kallaði yfir viðstadda: „Húrra fyrir Íslandi!“ Í kjölfarið glöddust allir nær- staddir og ekki síst heimamenn sem enn muna sem gerst hafi í gær þegar Íslendingar, fyrstir þjóða, við- urkenndu sjálfstæði Litháen 1991. „Húrra fyrir Íslandi!“ ómaði um salarkynnin og það sem vera átti fræðilegt málþing um stöðu glæpa- sagnagerðar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum breyttist skyndilega í íslenska sigurhátíð. Arnaldi fagnað í Vilníus: Húrra Ísland ÖND Á HAUSTGÖNGU Haustið í Póllandi er milt og fallegt þetta árið og því spígspora menn og málleysingjar um laufi þakta göngustíga skrúðgarðanna í Varsjá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.