Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 5
edda.is
Hver er
maðurinn?Kemur
út í dag
Jón Ólafsson er einn litríkasti athafnamaður Íslendinga á
síðustu áratugum. Þetta er saga drengs sem vex af sjálfum
sér og verður á undraskjótum tíma einn auðugasti maður
Íslands og stýrir miklu fjölmiðlaveldi, en um leið er Jónsbók
merkileg lýsing á íslensku viðskiptalífi á ofanverðri 20. öld
og varpar óvæntu ljósi á samfélag okkar.
„Það hafði lengi leitað á mig
að úr ævi og ferli Jóns
Ólafssonar mætti moða góða
sögu. Utan frá fylgist maður
með átökunum á
fjölmiðlamarkaði; þar var
samfélagsdeigla og þar var
augljóslega eitthvað dallas í
gangi, og þótt heyra mætti af
kveinstöfum keppinauta
keflvíkingsins og kjaftasögum
sem flugu um bæinn þá virtist
ekkert hagga þeirri staðreynd
að hverri orrustu lauk með því
að hann stóð uppi sem
sigurvegari. Hann eignaðist
líka ótrúlega volduga
fjandmenn úr pólitík og
stórauðvaldi en virtist aldrei
kinoka sér við að bjóða þeim
byrginn; ef það er satt að menn
geti orðið stórir af
andstæðingum sínum þá var
Jón farinn að skaga nokkuð
upp úr. Af persónulegum
kynnum við manninn báru
margir honum ljúflega söguna,
en samt virtust alltaf loga
umhverfis hann eldar. Og þar
sem brenna bál eru oft sögur á
sveimi; þarf ekki Flugumýri
eða Bergþórshvol til.“
Einn þekktasti athafnamaður þjóðarinnar, Jón Ólafsson lenti á Keflavíkurflugvelli um sjöleytið í
gærkvöldi. Mikil eftirvænting hefur ríkt meðal þjóðarinnar vegna komu hans og ýmsar vangaveltur
eru uppi um erindið.
Fréttir af komu Jóns hafa
farið eins og eldur í sinu og
ekki er ofsögum sagt að um fátt
annað er rætt á íslenskum
spjallvefjum þessa dagana.
Ýmsar kenningar eru uppi um
erindi Jóns til Íslands, allt frá
Jón er kominn heim!
því að hér sé einfaldlega um
kurteisisheimsókn að ræða til
þess að hann sé hreinlega
kominn til að vera.
Jón Ólafsson hefur verið
aðsópsmikill í íslensku
athafnalífi um langt árabil og
þrátt fyrir að hafa nú um
nokkurt skeið búið erlendis er
ljóst að hann er enn ofarlega
í huga íslenskrar þjóðarsálar.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum blaðsins er Jón
Ólafsson hingað kominn í
Hannes hefur auðvitað boðið
honum í mat. Hann vill
náttúrulega fá það á hreint
hvort Jóni þyki í alvörunni
vænt um hann.
Spjallið
umræðuvefur þjóðarinnar
www.spjallid.is
Okt. 20 2005, 14:29
Einar Kárason
FÓKUS
Ég frétti að hann ætlaði að
flytja heim. Saknaði svo
Íslands ... náttúrunnar og
svona.
Okt. 20 2005, 14:34DÍSA
Glætan! Hann er örugglega að
spá í eitthvað annað en að
týna íslensk fjallagrös. Þetta
er Jón Ólafsson for crying out
lout!!!
Okt. 20 2005, 14:46SORRÝ
Ég þekkti hann þegar hann
var yngri. Ekkert smásætur.
Algjör töffari.
Ég gæti sko sagt ykkur
ýmislegt ... ef ég þyrði ...
Okt. 20 2005, 14:46ADDA74
Hvaða rugl er þetta! Það vita
allir hvers vegna Jón er
kominn til Íslands. Þessi ...
****fjarlægt af vefstjóra****
Okt. 20 2005, 14:51FJANDINN
tilefni útkomu nýrrar bókar um
hann þar sem Einar Kárason
hefur skráð skrautlega sögu þessa
umsvifamikla athafnamanns.
Bókin er væntanleg í verslanir í
dag.
„Eitthvað
dallas í gangi“
ljó
sm
.:P
je
tu
r S
ig
ur
ðs
so
n