Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 41

Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 41
■■■■■■■■■■ Heima er best } Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona hefur verið búsett í höfuðborginni síðan 1979. Þrátt fyrir það er gamli heimabærinn Akureyri henni einkar kær. „Umhverfið hefur voðalega góð áhrif á mann. Þetta er einstaklega fallegur bær og þar er rólegt og gott að vera. Svo er auðvitað veðrið allt öðruvísi og betra fyrir norðan heldur en hér fyrir sunnan. Ég gerði mér hrein- lega ekki grein fyrir því hve ólíkt veðrið er fyrr en ég flutti suður,“ segir Eva Ásrún, sem hugsar með hlýju til æskuáranna á Akureyri. „Ég átti frábæra barnæsku og enn í dag margar frábærar vinkonur sem ég ólst upp með.“ Spurð hvert hún myndi fara með gesti sem væru að koma til Akur- eyrar í fyrsta sinn var hún fljót að svara. „Lystigarðurinn kemur fyrst upp í hugann. Einnig er nauðsynlegt að skoða Nonnahús og Kjarnaskóg ásamt söfnunum í bænum. Það eru margir staðir sem eru þess verðir að skoða vel.“ Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona: Fegurð og veðursæld 12-13 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:29 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.