Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 8
8 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
Micra
Ver› 1.490.000.-
Me› nagladekkjum. Sjálfskiptur, 6 diska
geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rú›uflurrkur.
MICRA
NISSAN
SÆTUST!
SKIPT_um væntingar
AMMAN, AP Vart er talað um annað
í Jórdaníu en Sajida Mubarak Atr-
ous al-Rishawi sem játaði í sjón-
varpsútsendingu að vera fjórði
árásarmaðurinn í hryðjuverkun-
um í Amman í síðustu viku þar
sem 57 manns létu lífið.
Al-Rishawi varð heimsfræg að
endemum á sunnudag þegar hún
kom fram í sjónvarpi á sunnudag,
gyrt sprengjubelti, og viðurkenndi
að hafa mistekist að sprengja það
í brúðkaupsveislu á Radisson
SAS-hótelinu í síðustu viku. Eig-
inmanni hennar tókst hins vegar
að sprengja sína sprengju.
„Ég sat og horfði á þetta og ég
gat ekki skilið hvernig hún gat
sagt frá þessu af slíkri yfirveg-
un,“ sagði Adel Fathi í samtali við
AP-fréttastofuna, en þrír ættingj-
ar hans fórust í brúðkaupinu. „Úr
hverju er þetta fólk?“ bætti hann
við beiskum rómi.
Margir Jórdanar efast hins
vegar um að al-Rishawi hafi nokk-
ur tengsl við al-Kaída heldur sé
jórdanska lögreglan einungis að
láta líta út fyrir að hún sé að ná
árangri, „Ég trúi þessu ekki. Of
margar þversagnir eru í mál-
inu og þetta kemur ekki heim og
saman,“ sagði Mohammed al-Fakh-
iri, símasölumaður frá Amman.
„Hún hefði byrjað á að losa sig við
sprengjubeltið og því er afar ólík-
legt að lögreglan hafi tekið hana
fasta nokkrum dögum síðar með
það vafið um sig.“ - shg
GYRT SPRENGJUBELTI Mörgum Jórdönum
finnst grunsamlegt að al-Rishawi hafi
ennþá verið með sprengjubeltið þegar hún
var handtekin fjórum dögum eftir árásirnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Játningar Sajida al-Rishawi vekja mikið umtal í Jórdaníu og sýnist sitt hverjum:
Efast um tengsl við al-Kaída
Bíll brennur Eldur kviknaði í fyrrinótt í
jeppa í Víkurskarði í Eyjafirði. Ökumaður,
sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur.
Bíllinn var orðinn alelda þegar lögregla
og slökkvilið komu frá Akureyri. Elds-
upptök eru ókunn en lögregla vinnur að
rannsókn málsins.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Flýtti sér í heiminn Lítil stelpa fædd-
ist neðst í Ártúnsbrekkunni aðfaranótt
mánudags. Var verið að flytja móðurina
í sjúkrabíl á fæðingardeild Landspítalans
þegar stelpan taldi sig tilbúna til að
koma í heiminn. Sjúkraflutningamenn
tóku á móti telpunni ásamt föðurnum
sem var einnig í bílnum. Auk þess sem
lögregla kom á vettvang til að aðstoða.
Móður og dóttur heilsast vel.
Ofbeldi og ölvun Lögreglan í Keflavík
þurfti að hafa afskipti af tveimur ölvuð-
um mönnum á krá í bænum aðfaranótt
mánudags. Mennirnir höfðu slegist um
hríð og skakkaði lögregla leikinn. Annar
mannanna þurfti að leita sér læknisað-
stoðar vegna áverka eftir slagsmálin.
PÓSTLISTI FVH
-SKRÁÐU ÞIG!
ERT ÞÚ NOKKUÐ AÐ MISSA AF FRÉTTUM, TILKYNNINGUM
OG HAGSTÆÐARI KJÖRUM FRÁ FVH?
Kristján Óskarsson
framkvæmdastjóri
útibúasviðs
Íslandsbanka
Hafsteinn Már
Einarsson
forstöðumaður
Gallup
Kristinn Tryggvi
Gunnarsson
Stjórnunarráðgjafi
hjá IMG
Brynjólfur Bjarnason
Forstjóri Símans
Samstarfsaðilar eru Íslandsbanki, IMG,
KPMG, Deloitte, Síminn, VR, Vífilfell, Bros,
Lausn, Prentmet, Grand Hótel og Pósturinn.
Vill þitt fyrirtæki gerast samstarfsfyrirtæki FVH?
Hafðu samband - kannaðu málið! fvh@fvh.is
BORGARMÁL „Þetta frumvarp
að fjárhagsáætlun ber með sér
að borgarbúar eru að uppskera
árangur traustrar fjármálastjórn-
ar í borginni undanfarin ár,“ segir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri. Borgarstjóri kynnti í gær
fjárhagsáætlun sína fyrir næsta
ár. Þar kemur fram að hreinar
skuldir borgarinnar eiga að lækka
um rúman milljarð króna og gert
er ráð fyrir 1,4 milljarða króna
rekstrarafgangi.
Heildartekjur borgarsjóðs eru
áætlaðar rúmar 45 milljarðar króna
sem er tæpum tíu prósentum meira
en gert er ráð fyrir á yfirstandandi
ári. Á móti hækka rekstrargjöld
úr tæpum 39 milljörðum í tæpa
42 milljarða en áætlanir gera ráð
fyrir að rekstrarafgangur verði
nálægt 1,4 milljörðum króna, sem
er öllu hærra en þær tæpu fimm
hundruð milljónir sem útkomuspá
þessa árs gerir ráð fyrir.
Bókfærðar heildareignir munu
lækka á tímabilinu um fimm millj-
arða króna, fyrst og fremst sökum
sameiningar Fráveitu og Orku-
veitu Reykjavíkur.
Heildarskuldir borgarsjóðs
munu lækka um rúma átta millj-
arða króna miðað við að útkomu-
spá þessa árs og áætlanir þess
næsta náist. Hefur heildarskulda-
staða borgarinnar því ekki verið
betri síðustu fjögur ár.
Sem fyrr vega menntamál
þyngst í útgjöldum sjóðsins í
áætluninni. Alls 46 prósent allra
útgjalda eru eyrnamerkt til
menntastofnana af einu eða öðru
tagi. Velferðarmál taka sextán
prósent en önnur mál mun minna.
Steinunn Valdís segir að skatt-
ar og gjöld á hvern borgarbúa séu
með því lægsta sem gerist í þétt-
býli í borginni og að borgarsjóður
muni njóta þeirra þenslu sem fyrir-
sjáanleg er á næsta ári í formi
hækkandi útsvari og væntanlega
lægri útgjöldum vegna fjárhags-
aðstoðar af ýmsu tagi.
Borgarstjóri segir að fjárhags-
áætlunin sýni að staða borgarsjóðs
sé sterk þrátt fyrir tal margra um
að svo sé ekki og að miðað við þá
þjónustu og verkefni sem borgin
innti og ætlaði sér að inna af hendi
fyrir íbúa sína sé um góða og heil-
brigða áætlun að ræða. „Auðvitað
erum við með útsvarsprósentuna í
toppi en það er hluti af okkar áætl-
un. Við viljum fremur fá eins mikið
og hægt er og nota það fé í samfé-
lagslega sjóði sem öllum borgar-
búum nýtast. Þess vegna getum
við haldið þjónustu ódýrri, boðið
gjaldfrjálsan leikskóla og lækkað
fasteignagjöld eins og hugmyndir
okkar standa til.“
albert@frettabladid.is
Skuldir lækka
um milljarð
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár
var kynnt í gær. Stefnt er að lækkun skulda og tölu-
verður afgangur verður af rekstrinum.
STYRK FJÁRMÁLASTJÓRN Borgarstjóri er afar ánægður með þá fjárhagsáætlun fyrir næsta ár
sem lögð verður fyrir borgarstjórn. Segir hún hana sýna að staða borgarinnar sé sterk ólíkt
því sem margir vilji vera láta. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
TÓKÝÓ, AP Japanska geimferða-
stofunin hefur misst samband
við geimkannann Mínervu sem
var skotið frá móðurfari sínu,
Hayabusa, á laugardag.
Mínerva átti að lenda á loft-
steininum Itokowa í æfingarskyni
fyrir lendingu Hayabusa, sem á
snemma í desember að hafa tekið
sýni af yfirborði steinsins áður
en það snýr aftur til jarðar. Itok-
awa er í 290 milljón kílómetra
fjarlægð frá jörðu og er búist við
að heimferðin taki tæp tvö ár.
Bilun Mínervu er Japönunum
talsvert áfall en ferð Hayabusa
hefur verið þyrnum stráð hingað
til. ■
Japanskt könnunarfar:
Bilun í Mínervu