Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 51
ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 2005 23 Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Mikill fjöldi hestamanna safnaðist saman um helgina til að fagna á árlegri uppskeruhátíð hestamanna á Broadway. Kátir hestamenn skemmtu sér hið besta undir góðri stjórn Jóhannesar Kristjánssonar eftirhermu. Á þessum tímamótum eru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur á liðnu ári sem var viðburðarríkt í meira lagi. Íslendingar stóðu sig með stakri prýði á heimsmeistaramóti sem haldið var í Svíþjóð í sumar og komu þaðan hlaðnir verðlaunum. Bar þar hæst heims- meistaratitill í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Að þessu sinni hlaut hinn ungi Sigurður Straumfjörð Pálsson verðlaunin efnilegasti knapinn. Þórður Þorgeirsson er svo gott sem áskrifandi að titlinum kynbótaknapi ársins og Árni Björn Pálsson var kosinn besti gæð- ingaknapinn. Hinn gamalreyndi Sigurbjörn Bárðarson hreppti skeiðknapatitilinn. Ekki gat dómnefndin gert upp á milli Jóhanns Skúlasonar heimsmeistara í tölti og Styrm- is Árnasonar heimsmeistara í fimmgangi og deildu þeir því með sér titlinum íþróttaknapi ársins. Hápunktur kvöldsins var tilkynning um knapa ársins. Þau Samúel Örn Erlings- son, sem þetta kvöld var kosinn á lista Fram- sóknar í Kópavogi, og Brynja Þorgeirsdóttir, sem hefur gert hestinum góð skil í þættinum Kóngur um stund, veittu verðlaunin sem að þessu sinni fóru til Sigurðar Sigurðarsonar sem svo eftirminnilega sigraði í fjórgangi á heimsmeistarmótinu á hestinum Silfurtoppi frá Lækjarmóti. ■ Hestamenn uppskera laun erfiðisins KNAPI ÁRSINS Sigurður Sigurðarson hlaut hinn eftirsótta titil Knapi ársins. MYND/UNA SIGURÐARDÓTTIR Listahátíð Neskirkju, Tónað inn í aðventu, verður sett í dag með óratoríunni La Santissima Trin- ita eða Hin heilaga þrenning eftir meistarann Alessandro Scarlatti (1660-1725). Verkið er samið fyrir einsöngvara og barokkstrengi en sönghópurinn Rinacente flytur verkið ásamt hljóðfæraleikurum. Þetta er í annað sinn sem lista- hátíð er haldin í Neskirkju og er stefnan að hafa þetta árlegan við- burð. Dagskrá hátíðarinnar ein- kennist af mikilli fjölbreytni þó höfuðáherslan sé lögð á tónlist. Flutt verða verk frá ólíkum tíma- bilum tónlistarsögunnar, allt frá frumbarokki til samtíma popptón- listar. Listrænn stjórnandi hátíð- arinnar er Steingrímur Þórhalls- son organisti við Neskirkju. ■ Tónað inn í aðventu NESKIRKJA Listahátíð Neskirkju hefst í dag með flutningi óratoríunnar Hin heilaga þrenning. AFMÆLI Hjálmar Árnason þingmaður er 55 ára. Snæbjörn Arn- grímsson bókaút- gefandi er 44 ára. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1887 Georgia O‘Keefe lista- maður. 1891 Erwin Romm- el herforingi. LAMPAR Á LOFTI Kveikt var á fjölda lampa í norðurhluta Taílands nýlega á yfirstandandi Loy Kratong hátíð. AP/REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.