Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24
[ ]geta komið sér vel. Mælt er með bólusetningu árlega því inflúensustofnar breytast ár frá ári. Inflúensusprautur eru einkum góður kostur fyrir þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru með ýmsa langvinna sjúkdóma.Flensusprautur Skammdegið er mörgum þungt í skauti en ljósalampar gera sálinni gott. Nú hafa slíkir lampar verið settir upp í Vest- urbæjarlauginni í Reykjavík. „Talið er að um tíu prósent Íslend- inga eigi við skammdegisóyndi eða þunglyndi að etja þegar dagurinn er hvað stystur og þá verða menn dauf- ir í dálkinn og kraftlitlir. Þetta þýðir að 10-12 þúsund Reykvíkingar finna fyrir slíkum þunga. En það sem getur dregið úr áhrifum myrkursins á sálina og jafnvel komið í veg fyrir þau er birtumeðferð.“ Þetta segir Sigmar B. Hauksson sem stýrir verkefni á vegum borgarinnar sem heitir Heilsuborgin Reykjavík. Það verkefni gengur meðal annars út á að gera sundlaugarnar að enn meiri heilsueflingarstöðum en þær hafa verið. Fólk kemur gjarnan í laug- arnar til að hlaða batteríin, bæði andlega og líkamlega, og nú býður Vesturbæjarlaugin upp á þessa sér- stöku lampa til að veita birtu inn í sálina. Það kostar ekkert aukalega heldur er þetta ný þjónusta í laug- inni að sögn Sigmars. „Við köllum þessa lampa dags- birtuhermi. Einstaklingurinn sest fyrir framan lampana upp undir klukkutíma, kannski annan hvern dag. Svona birtumeðferð er þekkt og ýmsir hafa komið sér upp svona lömpum heima hjá sér. Meðferð- in hefur góð áhrif á aðra kvilla en þunglyndi, svosem vanlíðan af völd- um vaktavinnu, flugþreytu, svefn- truflanir, síþreytu, fæðingarþung- lyndi og fyrirtíðarspennu,“ lýsir Sigmar og bætir við að lokum: „Það koma margir í Vesturbæjarlaug og þeir sem vilja hressa sig upp and- lega geta sest fyrir framan ljósin um stund.“ Veita birtu inn í sálina Fólk bægir burt skammdegiskvíða með því að tylla sér fyrir framan dagsbirtuherminn í Vesturbæjarlaug. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kolvetnasnautt og fituríkt mataræði getur minnkað orku- flæði til hjartans. Vísindamenn við Oxford-háskóla hafa komist að því að fituríkt og kolvetnasnautt mataræði getur minnkað orkuflæðið til hjartans en ekki er vitað hvort það hefur alvarleg neikvæð áhrif á hjarta- heilsuna eða ekki. Þetta er enn eitt innleggið í rökræðurnar milli þeirra sem kjósa kolvetnaríkt og fitusnautt mataræði til að grennast og þeirra sem hallast að fitunni á kostnað kolvetnanna. Margir hafa séð á bak aukakílóunum hratt og auðveldlega með því að fylgja kolvetnasnauðu og fituríku mataraæði en vísindamenn óttast að slíkir lifnaðarhættir séu ekki hollir þegar til lengdar lætur. Vísindamennirnir frá Oxford fylgdust með nítján manna úrtaki í tvær vikur og komust að því að orkubirgðir hjartans minnkuðu um sextán prósent hjá þeim sem neyttu matar sem var feitur en kolvetnasnauður. Hjörtu þátttak- enda í rannsókninni urðu líka „stirðari“ og slökuðu ekki eins vel milli slaga og áður en matar- æðinu var breytt. Breytingarn- ar gengu til baka innan tveggja vikna eftir að þátttakendur tóku upp fyrri lifnaðarhætti sína. Niðurstöðurnar eru birtar með þeim varnöglum að fáir tóku þátt í rannsókninni og hún stóð stutt yfir en getur engu að síður gefið til kynna þær hættur sem fylgja of mikilli fituneyslu fyrir hjartað. Jafnvægi virðist í þessu sem öðru vera besti kosturinn og gefa bestu niðurstöðurnar þegar til lengdar lætur auk þess sem regluleg hreyfing er alltaf til bóta. Sykur og brauð fyrir hjartað Norsk rannsókn sýnir að tólf prósent- um norskra kvenna finnst þær vera undir þrýstingi um að gefa brjóst lengur en þær langar. Þessar upp- lýsingar koma í kjölfar ummæla Gro Nylander, sem er sérlegur brjósta- mjólkursérfræðingur Norðmanna, um að æskilegt sé að konur séu með börnin á brjósti fyrstu tvö til þrjú árin. Þrýstingurinn kemur að sögn kvenn- anna frá starfsfólki heilsugæslunnar, vinum, ættingjum og eiginmönnum. Þrjú prósent kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni upplifðu brjósta- gjöf sem neikvætt álag. Elin Kvande, prófessor í félagsfræði, segir í samtali við norska dagblaðið Aftenposten takmörk fyrir því hvaða kröfur eigi að gera til nútímamæðra. Hún segir að með stöðugu tali um hollustu brjóstamjólkur sé verið að gera mæðurnar ábyrgar fyrir heilsu barna sinna. Kröfur á nútímakonur aukist því stöðugt, sem geri þær æ stressaðri. mæður } Mjólkurþrýstingur á mæður NORSKUM KONUM MEÐ BARN Á BRJÓSTI FINNST ÞÆR VERA UNDIR ÞRÝSTINGI. Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n Astroglide sleipiefni gegn þurrki í leggöngum og til að auka ánægju og tilfinningu við samfarir. Fæst í apótkum um land allt og stjörnuverslun Astroglide sleypiefni fyrir konur og karla! Gefið konunni góða gjöf sem hressir og gleður hana. Áhrifarík andlitsmeðferð sem gefur geislandi útlit. Árangur strax ! Betri en bótox ! Afsláttur á 5-10 tíma kortum í nóv. G J A F A B R É F Snyrtisetrið Húðfegrunarstofa s. 533 3100 Domus Medica, inngangur frá Snorrabraut JÓLIN KOMA !Snyrtisetrið ehf. Ótakmörkuð mæting fyrir vana til 17/12 á aðeins 11.000.-kr STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1 Hjartað þarf fjölbreyttari mat en feitt kjöt samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísinda- manna við Oxford-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.