Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 22

Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 22
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinarhug og hlýju við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, bróður, tengdasonar og mágs, Gylfa Jónssonar vélvirkja, Fannafold 116, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Marels og starfsfólki Landspítala - Háskólasjúkrahúss í Fossvogi á bráðamóttöku, gjörgæslu og taugadeild B2. Sigurlaug Einarsdóttir Hulda Jónsdóttir Þráinn Þorsteinsson Dagmar Jónsdóttir Guðlaug Sigurjónsdóttir Einar J. Gíslason Ólöf Einarsdóttir Bogi Þórðarson Erna Einarsdóttir Bergþór Einarsson Einar Örn Einarsson Hulda Haraldsdóttir og systkinabörn. www.steinsmidjan.is Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagbjört Elíasdóttir Vogatungu 61, sem lést að heimili sínu 8. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Ágúst Bjarnason Margrét Sigmundsdóttir Sigrún Jónína Sigmundsdóttir Einar Sveinsson Sigmundur Örn Sigmundsson Dagbjört Erna Sigmundsdóttir Jóhann Grétarsson Barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna I. Þorbjörnsdóttir Einigrund 5, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 14.00. Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir Björn Mikaelsson Inga Þorbjörg Steindórsdóttir Sigurður Mikaelsson Sigurður Heiðar Steindórsson Sigríður Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þórhallur Ásgeirsson fv. ráðuneytisstjóri, Einimel 6, andaðist laugardaginn 12. nóvember. Lilly Ásgeirsson Sverrir Þórhallsson Inga Helgadóttir Dóra Þórhallsdóttir Magnús B. Einarson Ragna Þórhallsdóttir Flosi Kristjánsson Sólveig Þórhallsdóttir Gunnar Jóakimsson barnabörn og fjölskyldur þeirra. Útförin verður auglýst síðar. Elskulegur bróðir okkar, mágur, frændi og vinur, Stefán Kári Þórarinsson Laufási, Kelduhverfi, lést 3. nóvember á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hann og heimsóttu í veikindum hans. Haraldur Þórarinsson Björg Margrét Indriðadóttir Margrét Björg Þórarinsdóttir Sigurður Þórarinsson Hildur Helgadóttir Þórarinn Valur Sverrisson Kristín Karlsdóttir Indriði Vignir Haraldsson Kristjana Sigurðardóttir Einar Daníelsson Sara Katrín, Margrét Ann og Auður. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi, Reykhúsum 4c, Eyjafjarðarsveit, andaðist að morgni 11. nóvember á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Munkaþverárkirkjugarði. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir,en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Eiríkur Rafnsson Bryndís Snorradóttir Helgi Rafnsson Hjördís Magnúsdóttir Emilía Rafnsdóttir Gauja Rúnarsdóttir ömmubörn og systkyni. Dagbjört Elíasdóttir, Vogatungu 61, lést á heimili sínu þriðjudag- inn 8. nóvember. Guðbjörg Hilmarsdóttir, Seljahlíð 7e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 11. nóvember. Magnþóra G. Magnúsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landakotsspítala föstudaginn 11. nóvember. Valgerður Marteinsdóttir, Gullengi 21, lést laugardaginn 12. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þórhallur Ásgeirsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri, Einimel 6, andaðist laugardaginn 12. nóvember. Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Dala- landi 1, Reykjavík, er látin. JARÐARFARIR 13.00 Karl P. Maack, Grandavegi 47, áður Skipholti 50, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. 15.00 Sólveig Benediktsdóttir frá Erpsstöðum, áður til heimilis á Bárugötu 21, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. Það verður lítið um veisluhöld á tví- tugsafmæli fegurðardísarinnar Sig- rúnar Bender. Hún er þessa dagana á kafi í próflestri en hún hefur síðastlið- ið ár verið í flugnámi. „Afmælisdag- urinn verður því frekar skrítinn og það verður bara að bíða fram á helgi að halda upp á þetta, en þá koma nán- ustu ættingjar í mat,“ segir Sigrún, sem var valin ungfrú Reykjavík árið 2004 og var í öðru sæti í keppninni um titilinn Ungfrú Ísland sama ár. „Annars á mamma örugglega eftir að dekra við mig í dag og eldar kannski uppáhaldsmatinn minn,“ segir Sigrún glaðlega en svínalundir í piparsósu eru í miklu uppáhaldi hjá henni. „Og mamma kann bara að gera það,“ segir hún glettin. Flugnámið gengur að sögn Sigrún- ar alveg ágætlega. „Ég er vonandi að ganga í gegnum seinustu próftörnina mína í þessu bóklega svo tekur verk- legi hlutinn við í vor,“ segir Sigrún, sem þarf alls að taka 28 próf til að ljúka náminu. Verklegi hlutinn tekur mislangan tíma hjá hverjum og einum og fer að sögn Sigrúnar eftir flugveðri og fjárráðum. „En vonandi verð ég komin með skírteinið næsta vor,“ segir hún glaðlega og telur góðar framavon- ir innan fluggeirans. „Flugið kemur alltaf til með að vera mjög sterkt og eflist örugglega á næstu árum. Þetta er svo nauðsynlegur fararmáti fyrir svo marga, hvort sem er fragt eða far- þega. Þannig að það kemur bara til með að vera uppgangur í fluginu næstu ár,“ segir Sigrún ákveðið. En hvernig flug- maður vill hún verða? „Það er náttúr- lega draumurinn að fara í farþegaflug og millilandaflug en svo kemur bara í ljós hvað býðst,“ svarar Sigrún og segir stúlkur enn í töluverðum minnihluta í flugnámi. „Það er samt allt að koma til finnst mér. Það eru alltaf fleiri stelpur að bætast við,“ segir Sigrún, sem verð- ur í prófum alveg fram í desember og sér því ekki fram á að halda partí fyrr en milli jóla og nýárs. „Svo erum við reyndar nokkrar vinkonur búnar að bóka okkur ferð erlendis eftir jól þan- nig að það verður kannski helsta partí- ið,“ segir Sigrún, sem ætlar á tónleika með James Blunt sem er í miklu uppá- haldi hjá henni um þessar mundir. Sigrún á sér eina afmælisósk. „Ég vona að þessi próf fari vel og að ég klári þetta nám sem fyrst.“ ■ SIGRÚN BENDER FEGURÐARDÍS: ER TVÍTUG Í DAG Tekur próf á tímamótum Í PRÓFLESTRI Sigrún er í flugnámi og verður á kafi í próflestri fram í desember. Hún vinnur hjá Flug- málastjórn meðfram náminu. MARGARET MEAD (1901-1978) lést þennan dag. „Feður eru líffræðilega nauðsynlegir, en félagsleg slys.“ Margaret Mead var bandarískur mannfræðingur. MERKISATBURÐIR 1923 Þórbergur Þórðarson rithöf- undur byrjar að skrifa bréf til Láru Ólafsdóttur. 1977 Anna Bretaprinsessa eignast fyrsta barn sitt. 1978 Mesta slys íslenskrar flugsögu verður þegar 197 manns farast, þegar þolta í eigu Flugleiða hf. hrapar á Sri Lanka. Þar af eru átta íslensk- ir flugliðar. 1990 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að gefa afgreiðslu- tíma verslana frjálsan. 1990 Í ljós kemur að poppdúettinn Milli Vanilli söng ekki sjálfur á plötu sinni. 1999 Edduverðlaun íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar eru afhent í fyrsta sinn. 2004 Colin Powell tilkynnir uppsögn sína úr embætti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Á þessum degi árið 1889 var Pedro II, keisara Brasilíu, hrundið frá völdum í valdaráni hersins, eftir 49 ára valdatíma. Pedro II var aðeins annar keisari Brasilíu en faðir hans, Pedro I, stofnaði brasilíska keisaraveldið árið 1822. Hann var þá krónprins Portúgals og gekk á svig við óskir portúgalska þings- ins og lýsti Brasilíu sjálfstætt ríki undir sinni stjórn. Keisaraveldið Brasilía fór ekki vel af stað og Pedro I sagði af sér árið 1831, sneri aftur til Portúgals og eftirlét fimm ára syni sínum keistaratignina. Pedro II var krýndur keisari tíu árum síðar, árið 1841, og þótti standa sig mun betur sem leiðtogi landsins en faðir hans. Nokkur stöðugleiki var í landinu á tæplega fimm áratuga valdatíma hans og efnahagur landsins varð betri. Miðstéttin og herinn voru þó ekki að fullu sátt við Pedro II sem var sviptur völdum árið 1889. Hann flúði til Evrópu og lést þar í útlegð tveimur árum síðar. ÞETTA GERÐIST > 15. NÓVEMBER 1889 Pedro II hrundið frá völdum PEDRO II ANDLÁT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.