Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 16
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Mannréttindi eru brotin og forræðishyggja ríkir hjá hinu opinbera hvað varðar málefni transgender-fólks. Að minnsta kosti tíu Íslend- ingar hafa sótt um að fá að fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni hér á landi en aðeins tveir hafa fengið að fara í og ljúka slíku meðferðarferli hér á landi. Heilbrigðisyfirvöld treysta ein- staklingunum ekki til að taka ákvarðanir sem þeir telja sjálfum sér fyrir bestu og neita þeim því í langflestum tilfellum um að kom- ast í leiðréttingu á kyni. Fólkinu líður illa í röngu kyngervi og marg- ir hrekjast af landi brott. Þetta er mat Önnu Kristjánsdóttur en hún var í hópi fyrstu Íslendinganna sem fóru í aðgerð til leiðréttingar á kyni erlendis fyrir rúmum áratug. Anna er nýkomin af ráðstefnu transgender-fólks í Vínarborg þar sem hún var ásamt Ástu Ósk Hlöð- versdóttur, formanni Félags sam- kynhneigðra stúdenta, en félagið hefur tekið málefni transgender- fólks upp á arma sína. Á ráðstefn- unni komu saman um 122 þátttak- endur frá 65 hópum í 22 ríkjum Evrópu auk eins rithöfundar frá Bandaríkjunum, Patrick Khalifia. Þar kom fram að víða er pottur brotinn í málefnum transgender- fólks. Í þremur löndum í Evrópu eru leiðréttingar á kyni ekki leyfð- ar. Þetta eru Albanía, Andorra og Írland en talið er víst að ástandið lagist á Írlandi á næstu árum vegna krafna frá Evrópusambandinu. Endar oft í kynlífsþrælkun Ástandið í Rússlandi hefur versnað eftir fall Sovétríkjanna. Í Portúgal sækir ungt fólk mikið til borganna án þess að eiga mikla möguleika á að fá atvinnu og endar því oft í kyn- lífsþrælkun með eyðnismit og jafn- vel sjálfsmorð í kjölfarið. Ástand- ið er mjög slæmt í Tyrklandi og ýmsum löndum Austur-Evrópu. Ástandið hér á landi er litlu betra en ástandið í löndum Austur- Evrópu, að mati Önnu, sérstaklega hvað snertir félagslega aðstoð eða aðstoð við leiðréttingu á kyni. Hinsvegar eru aðrar félagslegar aðstæður hér betri en í löndum þar sem ástandið er verst. Anna segir að það bjargi íslenskum einstakl- ingum frá því að grípa til örþrifa- ráða til að fá að lifa í sínu rétta kyn- gervi þótt Íslendingar þurfi enn í flestum tilfellum að flýja land til að komast í gegnum aðgerðarferli. „Þegar umsókn einstaklings er hafnað er ekki um annað að velja en að flýja land, nákvæmlega eins og ég gerði á sínum tíma. Það er býsna stór biti að rífa sig upp frá heimalandinu og setjast að erlend- is þegar maður er kannski illa máli farinn á erlenda tungu. Manneskja sem hefur aldrei treyst sér til að taka það stóra skref getur lokast inni í þjáningu sinni. Hún fær enga aðstoð hér og erlendis þarf hún að berjast við kerfið í viðkomandi landi,“ segir hún. Lög vantar Anna gagnrýnir skort á lagasetn- ingu um málefni transgender-fólks á Íslandi. Enginn löglegur farvegur er fyrir hendi. Málefni þessa fólks eru í höndum örfárra aðila og geta því verið duttlungum háð. Manneskja sem vill fara í leið- réttingaraðgerð sækir um til land- læknisembættisins og fer í grein- ingu hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni. Óttar gefur umsögn sína og situr svo í fimm manna hópi sem gefur lokasvar um það hvort viðkomandi fái að fara í aðgerð eða ekki. Anna gagnrýnir að Óttar sitji báðum megin við borðið og segir hann auk þess vera of strangan og íhaldssaman. „Hann hefur unnið vel að mál- efnum samkynhneigðra en það gerir hann ekki sjálfkrafa sér- hæfðan í málefnum transgender- fólks. Mér finnst hann þurfa að vera jákvæðari og horfa meira á þörf skjólstæðingsins en hann gerir,“ segir hún. Engin raunhæf aðstoð Heilbrigðisyfirvöld eru á brems- unni, segir Anna. „Það hlýtur að vera eðli heil- brigðiskerfisins að skapa þær aðstæður að viðkomandi líði vel og því skilur maður ekki af hverju heilbrigðiskerfið stuðlar að því að þessu fólki líði illa þannig að það hrekist jafnvel úr landi. Það vant- ar stuðningsnet fyrir þetta fólk og heilbrigðiskerfið þarf að vera opnara. Það er engin sérhæfð þjón- usta til. Það vantar alla raunhæfa aðstoð, sérhæfðan félagsráðgjafa sem gæti verið leiðbeinandi aðili í gegnum kerfið frá A-Ö. Þótt kerfið sé ekki flókið er geysilega mikil- vægt að hafa einhvern sem getur gefið leiðbeiningar um það hvern- ig best er að standa að hlutunum, gefur ráð varðandi vinnumál, radd- þjálfun og önnur félagsleg atriði,“ segir hún. Anna telur að kostnaður við leið- réttingaraðgerð sé um ein milljón króna. Þá er ótalinn annar kostn- aður, til dæmis við heimsóknir til geðlækna eða sálfræðinga. Hið opinbera tekur engan þátt í þessum kostnaði. FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is > Heildarþykkt ósonlagsins yfir Reykjavík í ágúst Svona erum við Frá 23. ágúst hafa allir kettir í Reykjavík þurft að vera varanlega merktir með örmerki. Endurskoð- uð samþykkt um kattahald, sem tók þá gildi, á að skapa meiri sátt um kattahald í borginni. Því skal kattahald ekki valda hávaða, ónæði, óþrifnaði eða óhollustu. Ef köttur veldur nágranna ónæði, óþrifum eða tjóni, ber eiganda eða forráðamanni kattarins að koma í veg fyrir slíkt. Af hverju að merkja ketti? Um 500 óskilakettir finnast árlega í Reykjavík og eru fluttir upp í Kattholt. Um fjórðungur þeirra er sóttur af eigendum. Um helmingi er komið til nýrra eigenda en aðrir kettir eru svæfðir. Eigendum katta er nú skylt að merkja þá varanlega með örmerki til að draga úr fjölda óskilakatta. Hvernig eru kettir merktir? Til að merkja ketti þarf að fara með þá til dýralæknis sem kemur örmerki fyrir undir húð í herðakambi kattar. Örmerkið er lítill kubbur sem geymir fimmtán stafa númer. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar heldur skrá yfir merkta ketti og eigendur verða að tilkynna þangað númer örmerkisins og nafn eigenda. Frá og með deginum í dag verður vefskráning á örmerki katta virk á heimasíðu umhverfis- sviðs, umhverfissvid.is. Einnig er hægt að tilkynna númer örmerk- is og nafn eiganda með því að hringja í umhverfissvið. Er nóg að merkja ketti með örmerki? Ekki er nægjanlegt að láta örmerkingu duga á köttum. Til að almennir borgarar geti komið óskilaköttum til eigenda sinna er bæði nauðsynlegt og skylt að merkja ketti með hálsól þar sem finna má upplýsingar um heimilisfang og símanúmer eiganda. Þá hvetur umhverfissvið til þess að tillit sé tekið til fuglalífs og því sé bjalla sett á hálsól katta. FBL GREINING: KATTAHALD Í REYKJAVÍK Allir kettir skulu hafa örmerki*Í Dobsoneiningum. Ein Dobson- eining er 0,001cm ósons, miðað við loftkennt ástand, einnar loftþyngdar þrýsting og 0º C hita. 20012000 2002 2003 2004 308 330 322 308 304 ÁSTANDIÐ HÉR SVIPAÐ OG Í AUSTUR-EVRÓPU Anna Kristjánsdóttir og Ásta Ósk Hlöðvers- dóttir nýkomnar af Evrópuþingi transgender-fólks í Vínarborg. Anna segir að ástandið í mannréttindamálum transgender-fólks sé litlu betra hér á landi en annars staðar í Evrópu. Mannréttindi séu brotin og forræðishyggja sé allsráðandi hjá hinu opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Brot gegn mannréttindum og forræðishyggja hins opinbera Samúel Örn Erlingsson, deildarstjóri hjá Ríkisútvarpinu, bauð sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópa- vogi og náði kjöri í annað sæti. Hvað kom til að stjórnmálastarf fór að kitla? Það er fyrst og fremst ákveð- ið óvissuástand í Framsóknarflokknum í Kópavogi í kjölfar þess að bæjarstjór- inn féll frá og oddviti flokksins ætlaði ekki að halda áfram. Mér fannst líka athyglisvert að flokkurinn bauð til opins prófskjörs. Hann var að kalla eftir nýjum kröftum og nýrri forystu og því kalli var ég að gegna. Hefurðu verið framsóknarmaður lengi? Ég hef alltaf verið frjálslyndur félagshyggjumaður. Ég var fréttamaður lengi og þá gaf maður sig ekki út með stjórnmálaskoðanir og gekk ekki í stjórnmálaflokk. Ætlarðu að taka annað sætið? Þetta var glæsilegasta og fjölmennasta prófkjör sem hér hefur verið haldið og það væri að hlaupast á brott ef maður ætlaði ekki að taka svona kosningu þannig að ég er kominn til að vera. SPURT & SVARAÐ PRÓFKJÖRIÐ Í KÓPAVOGI Gegndi kalli SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON Framsóknarmaður Aðeins tveir Íslendingar hafa lokið leiðréttingaraðgerð hér á landi, einni konu hefur verið breytt í karl og einum karli breytt í konu og líklega eru tveir til viðbótar að ljúka ferlinu á næstunni. Minnst fimm einstaklingar hafa lokið aðgerð erlendis en engar tölur eru þó til um það. Leiðréttingaraðgerð fór fyrst fram hér á landi árið 1997. Áður höfðu þrír Íslendingar farið í slíka aðgerð erlendis, þar á meðal Anna árið 1995 í Svíþjóð. Samtals minnst níu mann- eskjur hafa óskað eftir að komast í aðgerð hér og trúlega fleiri en þetta er bara sá fjöldi sem hefur haft samband við Önnu. Sífellt fleiri einstaklingar vilja komast í aðgerð til leiðréttingar á kyni, bæði hér á landi og erlendis. Talið er að raunveruleg tala þeirra sem vilja komast í aðgerð sé á bilinu fimmtán til þrjátíu. Það er þá einn af hverjum tíu til fimmtán þúsund. Anna telur raunhæft að tala um einn á ári miðað við þörfina erlendis. Í Svíþjóð er talið að einn af hverjum fimmtán þúsund íbúum vilji komast í leiðréttingar- aðgerð. Í Hollandi er hlutfallið einn af hverjum átta þúsund íbúum. Aðsóknin eykst Selur tæki til að lækna fuglaflensu Hainfirskur gleraugnasali f DV2x15 14.11.2005 20:16 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.