Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 15. nóvem- ber, 319. dagur ársins 2005. Nei, nei, ég er ekkert týndur, bara pabbi og mamma! KRÍLIN Kolbrá Bragadóttir myndlistarmaður notar ýmsar aðferðir til að rækta heilsuna. „Ég er gangandi vegfarandi og á ekki bíl. Ég stunda sund, nánar tiltekið pottana því mér finnst afar mikilvægt fyrir heilsuna að slappa vel af. Ég vinn stórar myndir og það tekur á líkamann að þurfa að strekkja strig- ann á blindrammann svo þar fæ ég bæði þrekþjálfun og teygjur. Nú, svo brenni ég nokkrum hitaeiningum við heimilisverkin en ég set góða tónlist á fóninn og dembi mér í þau.“ Hún er ekki jafn dugleg að passa upp á mataræðið. „Ég held að ég sé haldin per- sónuleikaröskun í mataræðinu, fer alveg frá því að borða rosalega hollan mat og yfir í að borða algert rusl. En ég er alin upp við hollan mat og það er mér eðlislægt að borða hollt.“ Kolbrá er hins vegar dugleg að rækta andann og er sannfærð um að það skili árangri á öllum sviðum. „Mikilvægast af öllu finnst mér að vera í andlegu jafnvægi og huga að andlegu heilsunni. Þá kemur hitt sjálfkrafa og maður sinnir líkamanum betur ef sálin er í lagi.“ Nú stendur yfir sýning á verkum Kol- brár í baksalnum í Gallerí Fold við Rauðar- árstíg þar sem hægt er að sjá afrakstur þess að strekkja stóran striga á ramma, annan en heilsufarslegan ávinning, og sitthvað fleira. Sýningin stendur til 27. nóvember. ■ Strekki striga á ramma Kolbrá Bragadóttir myndlistarmaður beitir ýmsum aðferðum til að halda sér í formi en telur þó andlega heilsu mikilvægasta. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.56 13.12 16.28 Akureyri 9.56 12.57 15.57 Heimild: Almanak Háskólans Kolbrá Bragadóttir myndlistarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristbjörg Elí Kristmunds- dóttir jógakennari verður með áhugaverðan fyrirlestur í Manni lifandi í Borgartúninu í dag, 15. nóvember kl. 18-19.30. Fyrir- lesturinn fjallar um íslensku náttúrudropana sem hún hefur þróað síðastliðin ár og hafa hjálpað mörgum til að öðlast jafnvægi, gleði og hamingju í lífinu. Tíunda tölublað Farsótt- arfrétta sem var að koma út er helgað inflúensu. Í blaðinu er fjallað um aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar og heilbrigðisyfirvalda vegna heimsfaraldurs inflúensu og verkaskipt- ingu stofnana sem koma að viðbúnaðaraðgerðum. Ný íslensk rannsókn sýnir fram á að D-vítamín sé nauðsynlegt líkamanum til að hann geti unnið úr því kalki sem hann fær. Rannsóknin var unnin á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í samvinnu við Lýðheilsustöð. Samkvæmt rannsókninni er betra að taka ráð- lagðan dagskammt af D-vítamíni og hæfileg- an skammt af kalki en að taka auka- skammt af kalki. Til þess að fá nóg D-vítamín er best að taka lýsi eða D-vítamín í töflum því fáar fæðuteg- undir innihalda það. LIGGUR Í LOFTINU [ HEILSA ] Heilsa o.fl. LJÓSALAMPAR Veita birtu inn í sálina bls. 2 Heilsa o.fl. INSÚLÍN Sagan rakin bls. 4 Með haustinu og hálk- unni fjölgar slysum á gangandi fólki. Þetta er eins og slysaalm- anak. Það er alveg árvisst að á haustin þegar hálkan kemur verða beinbrot og önnur meiðsli eftir byltur. Þess gætir núna eins og endranær. „Það er svolítið mismunandi frá ári til árs hversu stórar öldur koma af fólki,“ segir Hlynur Þor- steinsson, læknir á slysa- deild Landspítalans. Hann segir eldra fólkinu hætt- ara við brotum en hinum yngri en aldursdreifing sé samt nokkur hjá þeim sem leiti sér lækninga vegna hálkumeiðsla. „Þegar fer að kólna og frysta fara börnin út að renna sér og þau detta líka og meiða sig þannig að meðalaldurinn á þeim sem leita á slysa- deild vegna hálkuslysa er ekki mjög hár. Eldra fólkið hefur frekar vit fyrir sér en börnin. Það hættir sér síður út þegar mjög hált er og ef það þarf út setur það frekar á sig brodda en þeir sem yngri eru, enda eru mannbroddarnir mikilvæg vörn. Það er erfiðara að varast byltur hjá börnum. Það þarf bara að halda fyrirlestur einu sinni enn,“ segir Hlynur og svo er hann ekki tafinn lengur frá skyldustörfunum. Mannbroddar mikilvæg vörn Eldra fólki og börnum hættir einkum til að detta í hálkunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.