Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 67
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR38 FÓTBOLTI Ellert Jón Björnsson hefur lengi gengið með þann draum í maganum að gerast atvinnumaður í knattspyrna. Tvisvar hefur hann fengið tilboð frá erlendu félagi en í hvorugt skiptið gekk dæmið upp. Hann er þrátt fyrir það ekki af baki dottinn og ætlar nú að fara að fordæmi félaga síns, Grétars Rafns Steinssonar, sem fór í endur- hæfingu erlendis og kom sér á framfæri á eigin kostnað með góðum árangri. Ellert Jón er fluttur inn til Grétars Rafns í Alkmaar og hann hefur nýtt síðustu vikur í að koma sér í form. Síðan á að láta slag sta- nda. „Ég hef verið að æfa með félög- um hér í Alkmaar og svo var ég líka í heimsókn hjá Volendam. Ég stefni á að koma mér í gott form og síðan ætla ég að reyna að kom- ast að hjá félögum hér á megin- landinu. Ég ætti að vera orðinn góður í næstu viku og þá er bara spurning hvað gerist,“ sagði Ell- ert Jón við Fréttablaðið í gær en umboðsmaður Grétars Rafns mun aðstoða hann við að komast að hjá félögum í Hollandi og Belgíu. „Ég er ekki búinn að bóka mig hjá neinu félagi og ég gæti verið kominn heim eftir rúma viku og ég gæti komið eftir mánuð. Von- andi verð ég heppinn og fæ að reyna mig hjá einhverjum liðum. Ég tel mig eiga fullt erindi í bolt- ann hérna en fyrst þarf ég að fá tækifæri til þess að sanna það,“ sagði Ellert Jón fullur sjálfs- trausts. - hbg Ellert Jón Björnsson er fluttur til Hollands með stóran draum í farteskinu: Fetar í fótspor Grétars Rafns ELLERT JÓN BJÖRNSSON Býr hjá félaga sínum, Grétari Rafni Steinssyni, í Hollandi og mun vera áfram hjá honum og freista þess að komast að hjá liði á meginlandi Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Leikmenn georgíska liðsins Mamuli Tíblisi tóku ýmsa muni ófrjálsri hendi af leikmönn- um 2. og 3. flokks ÍR í handbolta um helgina, en lögreglan á Akur- eyri leitaði að mununum í fórum georgíska liðsins og komu þeir þá í ljós. „Við gistum í KA-heimilinu eins og við gerum alltaf þegar við komum til Akureyrar. Við fórum út að borða á laugardagskvöld- inu og komum til baka um klukk- an hálftíu og tókum við þá eftir því að það var búið að taka ýmsa muni frá strákunum, meðal ann- ars geislaspilara, geisladiska, föt, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Forráðamenn KA stóðu sig virki- lega vel í að leysa þetta mál og kölluðu á lögreglu sem leysti þetta mál farsællega og við fengum mestallt okkar dót til baka eftir að lögreglan hafði stöðvað liðið. Það sem við fengum ekki þurftu Georgíumennirnir að borga fyrir,“ sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari 2. og 3. floks ÍR. Hjörtur Sigurðsson, vara- formaður handknattleiksdeild- ar KA, var að vonum óánægður með þessa för georgíska liðsins. „Kostnaðurinn við þessa ferð er á aðra milljón króna fyrir okkur. En við horfum fram á veginn og vonandi fáum við hagstæðari and- stæðing í næstu umferð.“ Leikmenn georgíska liðsins virt- ust margir hverjir ekki kunna handknattleik en KA vann leikina tvo samtals með 65 marka mun. - mh Leikmenn Mamuli gengu um rænandi og ruplandi Georgíska handboltaliðið Mamuli Tbilisi lét greipar sópa á Akureyri um helg- ina. Unglingaflokkar ÍR urðu illilega fyrir barðinu á Georgíumönnunum. ERLENDUR ÍSFELD Strákarnir sem Erlendur þjálfar hjá ÍR fengu allt sitt dót til baka sem leikmenn georgíska liðsins höfðu tekið. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 BÁTAKERRA LCI-887 548x170cm. galv. með spili. Burðarg. 545 kg. KERRA LCI-880 392x134cm, galv. Burðarg. 270 kg. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Óvenjuleg og falleg bjálkahús alls 54 fm með 13 fm. verönd. Stórlækkað verð á nokkrum húsum. Læ kað verð. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Salla Sumarhús - Gestahús 13,1 fm með yfirbyggðri verönd 388x205 cm Lækkað verð Lovísa sumarhús upphækkað með tvöföldu gleri 31,3 fm með svefnlofti og 7,5 fm verönd. Nokkur hús á tilboðsverði. Finnskir glæsilegir arinofnar. Einnig sauna ofnar í úrvali raf- eða viðarkyndur. ALLTAF ÓDÝRIR FÓTBOLTI Kínverska landsliðsmann- inum Sun Jihai, sem leikur með Manchester City, er ákaflega annt um hárið á sér og leggur hann mun meira á sig en meðalmaðurinn til þess að fá almennilega klippingu. Jihai flýgur heila átján þúsund kílómetra með reglulega millibili frá Englandi til Kína þar sem hann treystir enskum hárgreiðslumönn- um ekki fyrir makkanum á sér. Þetta er ekki eingöngu löng ferð heldur einnig dýr enda kostar það 800 þúsund krónur að fljúga á milli landanna. Svo er flogið aftur til Englands en ferðalagið í heild tekur rúman sólarhring. Kínverjinn Sun Jihai: Rándýr klipping PENINGANNA VIRÐI? Klipping Jihai kostar um 800 þúsund krónur en ekki eru allir sammála því að greiðslan sé hverrar krónu virði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Englendingar eru að ganga af göflunum eftir sigur landsliðsins á Argentínu um helgina og eru nú þegar búnir að setja milljarða á að England verði heimsmeistari næsta sumar. Breskir veðbankar eru búnir að taka við 500 milljónum punda í veðmál sem segja að England verði heimsmeistari í Þýskalandi næsta sumar. Talið er að sú tala eigi eftir að þrefaldast áður en mótið hefst. Breskir veðmangarar eru í skýjunum með sigurinn á Arg- entínu enda fóru Englendingar hamförum í veðbönkunum en veð- mangararnir telja flestir ólíklegt að England verði heimsmeistari. Enska þjóðin er verulega bjartsýn fyrir HM í Þýskalandi: Veðjar milljörðum á enskan HM-sigur DAVID BECKHAM Hér með enska meistara- bikarinn ásamt Gary Neville. Margir landar Beckhams hafa trú á því að hann muni lyfta heimsmeistarabikarnum næsta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.