Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 34
Hvað þarf til að jólin komi?
Voðalega lítið, en það heldur eng-
inn eins jól. Hver og einn hefur í
heiðri sína jólasiði og oft þarf ekki
nema eina styttu á sínum stað
heima til að jólin séu komin.
Þannig snúast jólin um minningar.
Án þeirra koma jólin síður.
Hvað finnst þér jólalegast af
öllu? Það er gamall eldspýtu-
stokkur sem hangir heima á jóla-
trénu mínu. Hann fékk ég frá for-
eldrum mínum árið 1962 en þá
hafði mamma pakkað honum inn í
jólapappír og sett á slaufu. Í þess-
um gamla eldspýtustokki felast jól-
in mín.
Hvernig getur þú verið í jóla-
skapi í júlí? Jólaskap júlímánaðar
er allt öðruvísi en jólaskap þegar
jólin nálgast. Hér í Jólagarðinum
ríkir hátíðastemming allan ársins
hring og um leið og ég kem hingað
inn verð ég glaður, áhyggjulaus og
fullur vellíðunar. Hér býr nefnilega
jólaandinn sem kemur með dótinu
og gestunum og margir skynja um
leið og þeir stíga inn fyrir þrösk-
uldinn.
En hvað er jólaskap?Jólaskap
getur verið mismunandi hugará-
stand. Það getur verið hrifning,
en getur líka verið depurð. Það
fer allt eftir því við hvað mann-
eskjan tengir jólin. Flestir fara
sem betur fer í hátíðaskap, en
margir eiga mjög um sárt að
binda; hafa kannski misst ástvin í
kringum hátíðarnar og verða því
sorgmæddir í skapi þegar jóla-
ljósin kvikna.
Eru jólakötturinn, Grýla og
Leppalúði ljóta hliðin á jólun-
um? Nei, alls ekki. Þau eru hluti
af okkar þjóðtrú sem við eigum
endilega að halda sem fastast í.
Þessar forynjur hræddust forfeður
okkar en með ljósadýrð nútímans
hefur hræðslan hörfað. Margir af
eldri kynslóðinni koma hingað og
segja engu skipta hvað árin eru
mörg; maður verði aldrei of gamall
til að losna undan hræðslunni við
jólaköttinn og Grýlu. Þannig safna
margir íslensku jólasveinunum en
láta ekki hvarfla að sér að kaupa
jólaköttinn eða þau foreldra jóla-
sveinanna af því að sú þrenning
þótti ekki æskilegur félagsskapur
um jól.
Trúir þú á jólasveininn? Já, það
geri ég. Jólasveinninn býr innra
með okkur öllum og við öll jóla-
sveinar upp að vissu marki.
Þannig er ég alltaf að rembast við
að leika mann.
Eru jólin í tísku? Jólin eiga mis-
mikið upp á pallborðið hjá fólki og
fylgja sjálf sterkum tískustraumum,
en rautt og hvítt er hinn sígildi lit-
ur jólanna.
Er Jesús algengasta táknmynd
jólaskrautsins? Nei, afmælisbarn
jólanna er fjarri Íslendingum þegar
kemur að jólaskrauti. Komi útlend-
ingar hingað spyrja þeir undan-
tekningarlaust um jólaskraut með
kristinni tilvísun, en Íslendingar
vilja frekar sína eigin jólasveina og
þjóðtrú.
Eiga jólin sér neikvæða hlið?
Já, því miður fyrir suma og sér-
staklega í seinni tíð. Fólk hefur
mismikil fjárráð og þarf að sníða
sér jólastakkinn eftir vexti í stað
þess að hlaupa eftir því sem ná-
granninn gerir eða kaupmaðurinn
segir. Jólin eru auðmjúk og
nægjusöm í sjálfu sér, og mega
ekki vera þungur baggi sem sligar
jólaandann í manneskjunni.
6 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Láttu eftir þér...
...að dýfa táslunum í silkimjúk og vermandi jarðböðin á Mývatni. Þau
eru yndisleg vin í snjókomunni nyrðra og bíltúrsins vel virði að baða sig
undir stjörnunum og njóta ótrúlegrar náttúrufegurðar um leið og húð,
hár og sálartetur fá veglega upplyftingu.
...að tölta upp tröppurnar að einu fegursta guðshúsi landsins, Akureyr-
arkirkju. Það var húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, sem teikn-
aði þetta sérstaka guðshús sem vígt var um miðjan nóvember 1940.
Kirkjan þykir kaþólsk í útliti, íburðarmikil og sláandi fögur, auk þess sem
gestaþraut er að telja þrepin frá kirkjunni niður í bæ, en víst bannað að
kjafta frá.
...að kaupa norðlenskan listmun. Það er nauðsynlegt að koma heim
með áþreifanlegar minningar líka. Á Norðurlandi úir og grúir allt af
handverki og fögrum munum fólks sem býr í sveitunum í kring sem og
í bænum sjálfum. Ómótstæðilegir leirmunir, málverk, glerlist og fleira úr
smiðju atvinnu- sem leikmanna í listum.
Rembist við að leika mann
Benedikt Ingi Grétarsson, eigandi Jólagarðsins, er jólasveinninn sjálfur.
ALLIR MENN ERU JÓLASVEINAR Eða svo segir Benedikt í Jólagarðinum. Hann trúir einlægt á jólasveininn sem hann segir lifa innra með
öllum sönnum jólamanneskjum og honum líka, enda er hann alltaf í jólaskapi. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
06-07 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:18 Page 2