Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 10

Fréttablaðið - 15.11.2005, Side 10
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR SPÁNN Spænska innanríkisráðu- neytið hefur lýst yfir viðbúnaðar- ástandi í fjórtán nyrstu héruðum landins vegna mikilla kulda og snjóa. Loka hefur þurft fjölda þjóð- vega vegna snjóþyngsla og gera veðurspár áfram ráð fyrir ofan- komu og frosti langt inn í land. Viðvörun ráðuneytisins gildir allt suður að höfuðborginni Madríd. Um helgina urðu yfir þrjátíu bílslys sem beinlínis má rekja til ófærðar og hálku en í þeim létust 39 manns. ■ HVÍT JÖRÐ Á SPÁNI Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og slysum á Spáni undanfarna daga. Alls létust 39 manns í bílslysum á Spáni um helgina: Yfirvöld vara við mikilli ofankomu Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líknarmálum. Það verður gert með framlögum til stofnana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framangreind málefni sem aðaltilgang sinn. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson, en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir. Ritari stjórnar sjóðsins er Soffía Lárusdóttir. Áhugasamir aðilar, sem uppfylla ofangreind skilyrði, eru hvattir til að senda inn umsókn ásamt stuttri greinargerð. Samanlögð lengd umsóknar og greinargerðar skal takmarkast við eina vélritaða síðu (A4). Umsóknum skal skilað fyrir 1. desember n.k. til: Styrktarsjóður Baugs Group hf., b.t. Soffíu Lárusdóttur, Túngötu 6, 101 Reykjavík eða á netfangið styrktarsjodur@baugurgroup.com. STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM hz et a eh f DANMÖRK Í dag verður kosið til sveitarstjórna í Danmörku. Kosn- ingabaráttan í Kaupmannahöfn hefur verið lífleg undanfarnar vikur enda eru frambjóðendur þriggja stærstu flokkanna lit- ríkar og mjög ólíkar persónur. Stefnumálin hafa ekki bara verið í brennidepli. Allt stefnir í að hin 64 ára Ritt Bjerregaard, borgarstjóraefni Jafnaðarmanna, vinni stórsigur í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið áberandi í dönskum stjórnmál- um í nær 35 ár og var á áttunda áratugnum ráðherra og þingmað- ur en starfaði síðan fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Stjórnmálaskýrendur segja Bjerregaard hafa háð gamaldags en árangursríka kosningabaráttu sem gengur út á að ná persónu- legu sambandi við kjósendur. Hún hafi því verið áberandi á götum úti, ferðast um borgina á hjóli og rætt við fólk. Þetta virðist hafa heppnast því samkvæmt könnun sem blaðið gerði í síðustu viku vilja 46 prósent kjósenda í Kaup- mannahöfn að hún verði næsti borgarstjóri. Þrátt fyrir ungan aldur er þingmaðurinn Søren Pind, borg- arstjóraefni Venstre, að bjóða sig fram í þriðja skipti. Stefna hans í innflytjendamálum hefur verið gagnrýnd í baráttunni og önnur stefnumál Venstre hafa því ekki fengið mikla athygli. Dönsku blöð- in segja Pind ekki hafa verið með puttana á púlsinum og því ekki náð til kjósenda, þrátt fyrir fok- dýra baráttu. Óhætt er hins vegar að segja að oddviti Radikale Venstre í Kaupmannahöfn sé senuþjófur kosningabaráttunnar í Kaup- mannahöfn. Klaus Bondam heitir hann og er leikari að mennt og samkynhneigður. Hann hefur litla reynslu af stjórnmálum en þrátt fyrir það bætir flokkur hans við sig töluverðu fylgi ef marka má skoðanakannanir. Hann hefur sagt að samstarf við Danska þjóðar- flokkinn komi ekki til greina en sá flokkur hefur harða stefnu í mál- efnum innflytjenda. Eins hefur hann sagt að ef borgaraflokkarnir myndi meirihluta komi ekki annað til greina en að hann verði borg- arstjóri. Hann muni ekki styðja Søren Pind. Aftur á móti stefnir allt í að þeir verði í minnihluta á næsta kjörtímabili en Ritt Bjerregaard muni hafa tögl og haldir í stjórn borgarinnar. kristjans@frettabladid.is Bjerregaard er sigurstrangleg Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar í Danmörku í dag. Baráttan um borgarstjórastólinn í höfuðborg- inni hefur verið fjörug enda litríkt fólk í kjöri. MEÐ PÁLMANN Í HÖNDUNUM Ritt Bjerregaard (til hægri) veit að máli skiptir að ná per- sónulegu sambandi við kjósendur enda er hún sögð nokkuð örugg um sigur í dag. SØREN PIND KLAUS BONDAM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.