Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 30
2 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nýr vinkill á vetrarsporti Á undanförnum árum hefur ný íþrótt verið að ryðja sér rúms í skíðaheiminum. „Snowmoto“ er í raun blanda af snjóbretti og reið- hjóli þar sem stjórnandinn situr á sæti og stýrir brettinu með stýri ekki ósvipuðu því sem er á venju- legu reiðhjóli. Að sögn Sigurðar Baldurssonar sem flytur inn „snowmoto“ hér- lendis hefur sala tækisins farið mjög vel af stað. „Við byrjuðum að selja tækið hér á Akureyri fyrir um mánuði og það hefur gengið vonum framar.“ Sigurður segir grundavallaratriði hafa verið í byrjun að fá skíðasvæð- in til að leyfa tækið í brekkunum. „Tækið er leyft á um 80 pró- sentum af öllum skíðasvæðum heims. Ég hef verið í sambandi við Guðmund Karl Jónsson, umsjónar- mann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, og þar hefur fengist leyfi til þess að nota tækið á afmörkuðum svæðum í fjallinu. Það má sem sagt nota tækið í stólalyftunni og á svæðinu sem er sunnan við stólalyftuna.“ Sigurður segir jafnframt að tæk- ið sé aðgengilegt jafnt börnum sem fullorðnum. „Það er hægt að stilla bæði stýri og sæti eftir stærð stjórnandans þannig að stærðin skiptir litlu máli.“ Aðspurður um sérstöðu „snowmoto“-tækisins gagnvart skíðum og snjóbrettum segir Sig- urður að ekki sé í raun hægt að líkja þessu saman. „Þarna er verið að sameina snjó- bretti, skíði, vélsleða og mótorhjól í eitt tæki og því erfitt að segja hverju þeirra „snow-moto“ líkist mest. Þetta er einfaldlega einstakt tæki í sinni röð.“ Hvít jörð norðan heiða Snjóframleiðsla og paradísarlíf í Hlíðarfjalli. Veðurguðirnir hafa brosað við skíðafólki á Akureyri undanfarnar vikur. Töluverð ofankoma hefur gert það að verkum að skíðasvæði Akur- eyringa í Hlíðarfjalli var opnað laugardaginn 5. nóvember síðastlið- inn. Að sögn Guðmundar Karls Jóns- sonar, forstöðumanns skíðasvæðis- ins í Hlíðarfjalli verður stefnt á að auka við opnun svæðisins þegar líður á nóvembermánuð og verður þá mögulega einnig opið á virkum dögum. Guðmundur segist hæst- ánægður með að geta opnað fjallið fyrir skíðaiðkendum svona snemma vetrar. „Meðalopnunartími skíðasvæða á Íslandi öllu síðastliðin fimmtán ár hefur verið í kringum janúar eða í byrjun febrúar, þannig að ég er mjög ánægður með ástandið það sem af er vetrar.“ Ennfremur segir Guðmundur það heyra til undantekninga ef menn komast á skíði á milli jóla og nýárs í Hlíðarfjalli. „Frá árinu 1985 hefur svæðið einungis þrisvar sinnum opnað fyrir jól.“ Um þessar mundir er verið að taka í notkun glænýjar snjóvélar í fjallinu sem gegna munu veigamiklu hlutverki þegar halda þarf svæðinu opnu og lítið hefur verið um snjó- komu. Að sögn Guðmundar er um að ræða algjöra byltingu sem getur haft í för með sér mun lengri opn- unartíma á skíðasvæðinu en verið hefur. „Það sem hefur verið að gerast yfir vetrarmánuðina er að þessar svokölluðu suðvestanlægðir koma hér yfir með tilheyrandi roki og rigningu. Þar með höfum við misst mikinn hluta snjósins í fjallinu. Eft- ir að suðvestanáttina lægir höfum við svo oft þurft að bíða í allt upp í mánuð eftir að snjóa tekur aftur og þá er svæðið auðvitað lokað í milli- tíðinni,“ segir Guðmundur og bætir við að með tilkomu nýja snjófram- leiðslukerfisins sé hægt að búa til nægan snjó til þess að standast þessar miklu rigningar sem stundum dynja yfir fjöllin í Eyjafirðinum. „Það eina sem þessar vélar þurfa til að geta búið til snjó er að hita- stigið sé undir frostmarki. Þetta hef- ur því einnig í för með sér að rekst- ur á skíðasvæðinu öllu verður mun stöðugri heldur en verið hefur, þar sem hægt verður að reiða sig á að svæðið haldist opið í mun lengri tíma í senn.“ Hinn svokallaði Eyjafjarðarpassi, sem áður fyrr gaf aðgang að öllum skíðasvæðum í Eyjafirði, þar með talið á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Grenivík, hefur að sögn Guð- mundar ekki verið til sölu frá árinu 2002. Hann vill þó sjá breytingu þar á sem fyrst. „Helsta ástæða þess að Eyjafjarð- arpassinn hefur ekki staðið skíða- fólki til boða á undanförnum þrem- ur árum er einfaldlega sú að það hefur ekki verið neinn áhugi fyrir því vegna snjóleysis hin síðari ár. En ef fram heldur sem horfir með veðr- ið þá verður þess ekki langt að bíða að boðið verði upp á hann að nýju,“ segir Guðmundur kampakátur innan um nýju snjókerfið. Heima er best } Allar mínar tilfinn- ingar til norðursins tengjast fjöllunum í Eyjafirði sem mér þóttu svo umvefj- andi í æsku. Þar stendur Hlíðarfjall upp úr og hlakka ég mikið til að skíða þar sem fyrst enda gervisnjór- inn spennandi möguleiki. Ég var Eyrarpúki fyrst og síðan Þorpari, og eyddi ansi mörgum og góðum árum í úthverfi Akureyrar; í sveitinni, á Hrafnagili og síðar á Laugalandi. Ég var hins vegar aldrei Brekkusnigill, en þetta eru viður- nefni sem fólk hefur fengið eftir því í hvaða hverfi það býr. Ég vildi óska að öll börn í dag fengju tækifæri til að kynnast því að búa við fjöruna, fjöllin og sveit- ina, eins og ég. Menningin hefur vaxið heldur betur, en betur má ef duga skal, segi ég. Ég er stolt af því að vera Akureyringur. Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona Stolt af því að vera Akureyringur ...að fá þér pulsu eins og Norð- lendingar fá sér. Þar er lenska að fá sér rauðkál og kokteilsósu á pulsuna, sem er ótrúlegt lostæti. Frumlegheit eru einkennandi fyrir norðlenskan skyndibita, eins og franskar kartöflur inn í ham- borgarann og fleira djarft. Norð- lendingar þora! ...að fara á rúntinn. Á Akureyri er ein rótgrónasta rúntmenning landsins. Allir á fallegum, nýjum og vel hirtum bílum að sýna sig og sjá aðra. Ekki búast við hrað- ferð í gegnum miðbæinn þegar kvöldar. Rúntur er hægur, yfirveg- aður og æðislegur. Tilefni nýrra kynna sem alltaf skyldi gefa tíma og verðskuldaðan gaum. Heima er best } Eftir því sem ég verð eldri kann ég betur að meta það að eiga mínar rætur á Akureyri. Bærinn er alltaf að verða opnari og áhugaverðari og ómetanlegt að geta gengið þar að veitingahúsum eins og Friðriki V sem er einfaldlega á heimsmæli- kvarða. Og eftir að Frúin í Ham- borg bættist í hóp menningar- stofnana í líkingu við Galleri+, Hólabúðina, Herradeild JMJ og Amtsbókasafnið þarf enginn að örvænta. Þetta var hins vegar ekki alltaf svona indælt í mínum huga. Fyrstu árin eftir að ég flutti suður fannst mér að ég ætti rétt á örorkubótum fyrir það eitt að vera að norðan. Kannski ekki svo óeðli- leg hugmynd fyrir mann sem elst upp við menningarstefnu Fram- sóknarflokksins í framkvæmd. Nú hefur dæmið hins vegar gjörsamlega snúist við og Akur- eyri í mínum huga orðin fulltrúi margs þess besta sem gert er á sviði menningar og fagurs mannlífs. Þar eiga ódrepandi einstaklingar úr röðum listamanna stærstan hlut, en ekki síður stjórnendur bæjarins sem upp á síðkastið hafa tekið slaginn með lista- og fram- kvæmdafólki, stóreflt menningar- stofnanir, skapað marktæka menn- ingarstefnu í samráði við bæjarbúa og nú síðast fylgt eftir hugmynda- samkeppni um nýtt skipulag mið- bæjarins í anda alvöru íbúalýð- ræðis. Geri aðrir betur! Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur: Örorkubætur fyrir að vera að norðan Láttu eftir þér... FYRSTI PLÓGURINN Norðlendingar eru fjallavanir og miklir skíðamenn. Unga fólkið fer snemma til fjalla að læra réttu aðferðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Á BRETTI SKEMMTI ÉG MÉR Aðstaða fyrir brettafólk er einstök í Hlíðarfjalli. SKÍÐAPARADÍS UNGA FÓLKSINS Í Hlíðarfjalli er eitt fjölbreyttasta skíðasvæði landsins. Þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. „SNOWMOTO“ Í HÁALOFTI Nýtt og spennandi leiktæki til að svífa um í fönnum brattra fjallanna. 02-03 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.