Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 38
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
UPPLIFÐU
JÓLAVEISLUNA
FRIÐRIK V - Strandgötu 7 - 600 Akureyri - s: 461 5775 - www.fridrikv.is - fridrikv@fridrikv.is - opið frá þriðjudagi til sunnudags.
!" # $
% #
"
!
#$ %&
'
(
!
)
!
" #
#$
!
!
" #
!
%&
'
! #
!"# $ %
&'( # ) %***+"+
,#"-+.+
+/
,#"-)++
+/
,#"-)+..+
+/
Næturlíf í norðri
Skemmtanalífið á Akureyri hefur
lengi verið með miklum ágætum
og hafa Norðlendingar ekki verið
taldir síðri djammarar en frændur
þeirra fyrir sunnan. Okkur langaði
að fræðast nánar um hvernig
skemmtanalífinu væri háttað á
Akureyri um þessar mundir og
fengum Arnar Elíasson, 25 ára
borinn og barnfæddan Akureyr-
ing í lið með okkur í þeim tilgangi
að fara nánar ofan í saumana á
partístandi Norðlendina.
Að sögn Arnars hefur Kaffi
Akureyri verið aðal djammstaður-
inn á Akureyri um nokkurt skeið
en á undanförnum mánuðum hef-
ur nýr staður verið að ryðja sér til
rúms sem aðalskemmtistaður bæj-
arins.
„Skemmtistaðurinn Amour hef-
ur allt frá í fyrravetur verið að taka
við hlutverki Kaffi Akureyrar sem
fremsti staðurinn í bænum, sér-
staklega hjá aldurshópnum á milli
tvítugs og þrítugs,“ segir Arnar.
Þegar hann er spurður hvert
þeir sem komnir eru á miðjan ald-
ur haldi þegar helgin birtist og
kvölda tekur vill Arnar meina að
Oddvitinn og Vélsmiðjan séu þeir
staðir sem höfði sérstaklega til
þeirra sem komnir séu yfir þrítugs-
aldurinn.
„Oddvitinn býður líka upp á
karókí sum kvöldin þannig að þá
týnist yngra fólkið líka inn og tek-
ur lagið. Ég mundi hins vegar segja
að Vélsmiðjan væri klárlega sá
staður sem eldra fólkið sækir hvað
mest, og svo er auðvitað Sjallinn
sá staður sem menn sækja grimmt
á laugardagskvöldum þegar böll og
tónleikar eru haldnir í bænum,“
segir Arnar og bætir því við að
ástæðan sé einfaldlega sú að eng-
inn annar staður í bænum rúmi
þann fjölda af fólki sem sækir böll
og aðra hljómleikaviðburði, en
lengi hefur loðað við skemmtana-
hald í Sjallanum að þar skemmti
sér margar kynslóðir saman.
Þegar Arnar er inntur eftir því
hvort Akureyringar séu meiri
djammarar heldur en Reykvíking-
ar svarar hann því til að honum
finnst það ólíklegt.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú
að framboð á skemmtistöðum hér
nyrðra er töluvert minna heldur en
gengur og gerist í höfuðborginni.
Þetta er alltaf sama rútínan hér á
Akureyri og ef maður fer á djam-
mið nokkrar helgar í röð fer maður
strax að kannast nokkuð vel við
þau andlit sem mæta á staðina um
helgar. Því verður þetta dálítið
leiðigjarnt með tímanum,“ segir
Arnar, en mælir þó eindregið með
næturlífinu norðan heiða.
Vélsmiðjan. Hér gera sér glaðan dag þeir sem komnir eru yfir þrítugt.
Sjallinn. Þar sem kynslóðirnar gleðjast
saman. Fastur punktur í tilverunni.
Kaffi Akureyri. Heldur stöðu sinni sem
einn vinsælasti skemmtistaður
Akureyringa um árabil.
Sólskinsstund á Café Amor. Staðurinn er að verða sá vinsælasti meðal unga fólksins
nyrðra og er frábær heim að sækja sem hefðbundið kaffihús á daginn.
10-11 Norðurland- lesið 14.11.2005 16:21 Page 2