Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 26
15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR4
Sykursýki er ævagamall efna-
skiptasjúkdómur sem dregur
nafn sitt af auknu sykurmagni í
blóði. Fyrstu þekktu heimildirnar
um hann eru frá árinu 1552 fyrir
Krist. Fram til ársins 1922 var
engin lækning til við sykursýki
og létust sjúklingar stundum eftir
langvinn veikindi.
Lengi vel sjúkdómsgreindu
læknar sykursýki með því að
bragða á þvagi sjúklinga sinna en
þvag sjúklinga með ómeðhöndlaða
sykursýki er sætt. Snemma á 19.
öld var farið að rannsaka sykur
í þvagi á rannsóknarstofum þótt
læknar til sveita héldu áfram að
bragða á þvaginu.
Árið 1869 uppgötvaði þýski
læknaneminn Paul Langerhans
frumurnar í brisinu sem fram-
leiða insúlín. Tæpum fjörutíu
árum síðar þróaði Þjóðverjinn
Georg Zuelzer efni úr briskirtli
sem sprautað var í sykursýkis-
sjúklinga en of miklar aukaverk-
anir voru samferða þessu efni og
hætti hann rannsóknum á því. Þó
fór rannsóknum á sjúkdómnum
mikið fram næstu árin.
Kanadíski læknirinn Frederick
Banting, með aðstoð Bandaríkja-
mannsins Charles Best, rannsak-
aði og einangraði insúlín úr bris-
kirtlum hunda árið 1920. Sumarið
1921 tókst félögunum fyrst að gefa
hundi, sem brisið hafði verið fjar-
lægt úr, insúlínsprautu.
Í janúar 1922 fékk fjórtán ára
drengur í Torontó í Kanada fyrstu
insúlínsprautuna. Í maí sama ár
byrjaði Eli Lilly lyfjafyrirtækið
og Torontóháskólinn að fjölda-
framleiða insúlín. Skömmu síðar
hófst insúlínframleiðsla Novo
Nordisk í Danmörku.
Árið 1923 fengu Banting og
Best nóbelsverðlaunin í læknis-
fræði fyrir uppgötvun sína.
Sykursýki skiptist aðallega í
tvær tegundir og fer sjúklingum
í þeim báðum fjölgandi í heim-
inum. Skýringar á aukinni tíðni
á tegund tvö felast aðallega í
breyttu mataræði og minnk-
andi hreyfingu vestrænna þjóða.
Engar skýringar hafa enn fund-
ist á aukningu sjúkdómstilfella á
tegund eitt sem yfirleitt leggst á
börn. ■
Insúlínið breytti lífi
barna og ungmenna
Uppgötvun insúlínsins breytti sykursýki úr banvænum sjúkdómi í ástand sem hægt er að lifa með.
Uppgötvun insúlíns breytti sykursýki barna úr banvænum sjúkdómi í ástand sem hægt er
að lifa með, hagi sjúklingurinn sér skynsamlega og fylgi reglum um mataræði, lyfjagjöf og
hreyfingu.
Ástralía hefur lengi verið paradís
sóldýrkenda. Ný könnun sýnir þó
að ástralskir unglingar hafa æ minni
áhuga á að baða sig í sólinni og
meiri áhyggjur af húðkrabbameini.
Ástralska krabbameinsfélagið gerði
nýverið rannsókn þar sem í ljós kom
að 68% unglinga á aldrinum tólf til
sautján ára höfðu ekki áhuga á að
verða sólbrún að sumarlagi. 90%
unglinga á þessum aldri gerðu sér
grein fyrir tengslum á milli sólar og
húðkrabbameins.
Um 60% unglinganna þóttu
sólbrúnka þó falleg og fjórði hver
unglingur sólbrann um dæmigerða
sumarhelgi.
Rúmlega fimm þúsund Ástralir tóku
þátt í könnuninni, þar af sjö hundruð
unglingar.
Húðkrabbamein er algengasta
tegund krabbameins í Ástralíu. Þar
greinist manneskja með húðkrabba-
mein á 90 sekúndna fresti.
könnun }
Ástralir óttast
húðkrabbamein
BRÚNKUGLÖÐUM ÁSTRÖLUM
FÆKKAR
Þorbjörg Hafsteinsdóttir og
Oscar Umahro halda námskeið
um skynsamlegt mataræði á
morgun í Manni lifandi .
Tíu grunnreglur um heilbrigt og
skynsamlegt mataræði er uppi-
staða námskeiðs sem Þorbjörg
Hafsteinsdóttir næringarþera-
pisti og unnusti hennar Oscar
Umahro Cadogan halda í Manni
lifandi í Borgartúni 24 á morg-
un, miðvikudaginn 16. nóvember
milli kl. 19 og 23. Þar miðla þau
grundvallarþekkingu til þeirra
sem annað hvort eru að breyta
um mataræði til að bæta heilsuna
eða eru að velta því fyrir sér. Auk
þess að kenna tíu einfaldar reglur
til að fara eftir fá þátttakendur
einfaldar mataruppskriftir til að
koma sér af stað. Þorbjörg segir
mikilvægast að koma til móts við
þarfir líkamans og velja af heil-
brigðri skynsemi það sem hann
er hannaður til að borða.
Bæta heilsuna með
heilnæmu fæði
Þorbjörg og Oscar gefa góðar leiðbeiningar um hollan mat.
Vertu fallega
sólbrún(n)
- innan frá
Vísindalega staðfest. Imedeen Tan
Optimizer - hylki verka innan frá og
veita gylltan húðlit, sem helst lengur en
þig hefur nokkurn tímann dreymt um.
Hylkin undirbúa húðina fyrir
sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir
sól, verja húðina gegn öldrun af
völdum sólar og örva myndun á fallegri
sólbrúnku.
FRESH AND NATURAL
LAUGAVEGUR 11 552-2030
KRINGLAN 553-2002
WWW.LUSH.IS