Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 58
15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR30
BJÖRGVIN OG MÆÐGURNAR Björgvin Hall-
dórsson, Ragnhildur Reynisdóttir og Svala
Björgvinsdóttir skörtuðu sínu fegursta.
HELGA BRAGA Hún var glæsileg að vanda og
skartaði í þetta sinn túrkísbláum silkikjól.
Fræga og fallega fólkið fjölmennti á Edduhátíðina á
sunnudaginn og klæddist hver og einn sínu fínasta
pússi. Þessi uppskeruhátíð sjónvarps- og kvikmynda-
fólks sýndi vel hversu vel Íslendingar kunna sig og hve
fallegar flíkur þeir hafa verið að fela í fataskápnum.
Þetta er hátíðin þar sem glamúrhrifningin brýst fram
í fólki og nutu tískudrottningar sín til botns með því að
skreyta sig frá hvirfli til ilja á meðan karlpeningurinn
dró fram jakkafötin og tilheyrandi. Þorsteinn
Guðmundsson var einn af þeim sem sýndu
á sér nýja hlið og skartaði mjög svo glam-
úrus og ó-látlausum gulljakkafötum. „Ég
gerði það að skilyrði að ef ég ætti að vera
kynnir fengi ég gulljakkaföt. Ég fílaði mig
eins og samblöndu af Elvis og jólakúlum,“
sagði Þorsteinn ánægður með gallann.
Glamúrinn réð ríkjum
DAGUR KÁRI Hann var stjarna kvöldsins og vann fern verðlaun, mjög svo verðskulduð.
Hann er hér með konu sína, Helgu Rakel Rafnsdóttur, sér á vinstri hönd.
ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR Hún hefur töfrað sig
inn í hjörtu landsmanna með hinni einstöku per-
sónu Silvíu Nótt. Hér tekur hún við verðlaunum
fyrir besta skemmtiþáttinn og Björk Jakobsdóttir
afhendir henni þau.
HRESS Lilja Pálmadóttir, Baltasar Kormákur og Þorfinnur Ómarsson voru að sjálfsögðu á
staðnum.
SILVÍA NÓTT Hin kostulega persóna var
valin sjónvarpsmaður ársins.
FÍN
SAMAN
Ari Sig-
valdason og
Ilmur Kristjáns-
dóttir voru í sínu
fínasta pússi.
Ilmur var valin
leikkona ársins.
DÓMARARNIR Bubbi er hér með dóttur
sína Grétu Morthens sér á hægri hönd og
meðdómara sinn Pál Óskar á vinstri hönd.
JÓI FEL Bakarinn mætti með spúsu sína,
Unni Helgu Gunnarsdóttur, upp á arminn
og voru þau bæði glæsileg á hátíðinni.
FLOTT FJÖLSKYLDA Kári Sturluson, Hjördís
Unnur Másdóttir og væntanlegur erfingi
mættu saman á Edduna.
EDDUVERÐLAUNIN
LEIKARI/LEIKKONA Í AÐALHLUT-
VERKI: Ilmur Kristjánsdóttir - Stelpurnar
LEIKARI/LEIKKONA Í AUKAHLUT-
VERKI: Pálmi Gestsson - Áramóta-
skaupið
KVIKMYND ÁRSINS: Voksne mennesker
STUTTMYND ÁRSINS: Töframaðurinn
LEIKIÐ SJÓNVAPSEFNI ÁRSINS:
Stelpurnar
TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS:
70 mínútur vs. Quarashi
SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS: Sjáumst
með Silvíu Nótt
SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS: Sjálfstætt
fólk
HANDRIT ÁRSINS: Dagur Kári/Voksne
mennesker
LEIKSTJÓRN ÁRSINS: Dagur Kári/
Voksne mennesker
HEIMILDAMYND ÁRSINS: Africa United
eftir Ólaf Jóhannesson
ÚTLIT MYNDAR: Latibær - Brúður
- Magnús Scheving, Guð-
mundur Þór Kárason og Neal
Scanlan
HLJÓÐ OG TÓNLIST:
Voksne mennesker
- Slowblow
ÞORSTEINN
GUÐMUNDSSON
Leikarinn góðkunni
var kynnir og skartaði
forláta gulljakkafötum sem
hönnuð voru sérstaklega
fyrir þetta tilefni. Margrét
Einarsdóttir stílisti og
Berglind Magnúsdóttir
klæðskeri og kjólahönn-
uður eiga heiðurinn að
jakkafötunum.