Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 56
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR28 Stóra svið Salka Valka Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Woyzeck Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 21 Su 27/11 kl. 21 Mi 30/11 kl. 20 UPPS Fi 1/12 kl. 20 Fö 2/12 kl. 20 Fi 8/12 kl. 20 Kalli á þakinu Su 20/11 kl. 14 L au 26/11 kl. 14 Su 27/11 kl. 14 Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Id - HAUST Wonderland, Critic ´s Choice? og Pocket Ocean Su 20/11 kl. 20 Mi 23/11 kl. 20 Aðeins þessar sýningar! Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Fö 18/11 kl. 20 Lau 19/11 kl. 20 Fö 25/11 kl. 20 Lau 26/11 kl. 20 Lau 3/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 20/11 kl. 20 UPPSELT Su 27/11 kl. 20 UPPSELT Má 28/11 kl. 20 UPPSELT SU 4/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar! Manntafl Fi 17/11 kl. 20 Fi 24/11 kl. 20 Mi 30/11 kl. 20 GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST �������� ������� �� ��������������������� � � � ����������������������������������������������������������������������� ����������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ���������� �� ���������������������������������� ��������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ����������������������� ���������������������������������� ������������������������������������������������ Miðar í síma 511 4200 og á www.kabarett.is EKKI MISSA AF KABARETT! 18. nóv. kl. 20 (aukasýning) Örfá sæti laus 25. nóv. kl. 20 (aukasýning) 26. nóv. kl. 20 ALLRA ALLRA SÍÐASTA AUKASÝNING Vegna gífurlegrar aðsóknar Fim. 17. nóv. kl. 19 18. sýn fös 18. nóv. - örfá sæti laus 19. sýn lau 19. nóv. - örfá sæti laus 20. sýn fös 25. nóv. - Nokkur sæti 21. sýn lau 26. nóv. - Nokkur sæti 22. sýn. 2. des. 23. sýn. 3. des. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? NÓVEMBER 12 13 14 15 16 17 18 Þriðjudagur ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir Gilitrutt og Karlinn í tunglinu, leiknar myndir Ásgeirs Long, í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.30 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á efnisskrá er fiðlukonsert í D- dúr eftir Ludwig van Beethoven og sinfónía nr. 1 eftir Johannes Brahms. Einleikari verður Ari Þór Vilhjálmsson, en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.  20.00 Tónlistarhátíðin í Neskirkju, Tónað inn í aðventu, verður sett með oratoriunni La Santissima Trinita eða Hin heilaga þrenning eftir Alessandro Scarlatti. Það er sönghópurinn Rinacente ásamt hljóðfæraleikurum sem sér um flutninginn.  20.00 Árlegir styrktartónleikar á vegum Vina Indlands verða haldnir í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs. Fram koma karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gerrit Schuil píanóleikari, Hörður Torfason trúbador, Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari, Örn Árnason og Jónas Þórir organleikari.  21.00 Þórir Georg Jónsson heldur útgáfutónleika í Iðnó.  21.00 Hrafn Ásgeirsson saxófónleikari, Áki Ásgeirsson trompetleikari, Róbert Reynisson gítarleikari og Simon Jermyn gítarleikari koma fram á spunatónleikum á Café Babalu við Skólavörðustíg. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Í erindi sínu á Lögfræðitorgi fjallar Ragnar Aðalsteinsson fjallar um réttarreglur á réttarsviðum sem tengjast líftækni og varpar fram spurningum um lögræðileg og siðferðileg álitaefni á þessu sviði í erindi sem hann flytur á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu L203 á Sólborg við Norðurslóð.  17.15 Ingunn Ásdísardóttir heldur fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi í Árnagarði. Fyrirlesturinn, sem byggist á MA- ritgerð Ingunnar, nefnist „Ólík örnefni, ólíkar gyðjur. Um Frigg og Freyju í norrænum örnefnum“. ■ ■ BÆKUR  20.00 Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Óskar Árni Óskarsson og Einar Ólafsson lesa upp úr verkum Geirlaugs Magnússonar á Skáldaspirukvöldi, sem að þessu sinni verður helgað minningu Geirlaugs. Einnig les Benedikt Lafleur nokkur ljóð úr nýútkominni ljóðabók Geirlaugs. Iða við Lækjargötu. [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Ónefnt þorp á Vesturlandi er mið- depill þessara sagnaþátta sem eiga það allir sameiginlegt að ger- ast í þorpinu og segja frá ólíkum íbúum þess. Við kynnumst mun- úðarfullum konum, mönnum sem girnast annarra manna konur, fólki sem ákveður að skipta um stefnu og fólki sem lífið leiðir af leið. Hér eru þó ekki hefðbundn- ar smásögur á ferð heldur er þorpið rauði þráðurinn í sögunni og bindur alla þættina saman og er þannig aðalpersóna sögunnar, hefðbundið þorp sem hefur lifað af uppgang og niðursveiflu, fall Kaupfélagsins, mismunandi vel heppnaðar byggðaaðgerðir en stendur samt á sínum stað með hafið í vestri og sveitirnar í kring í norðri, suðri og austri. Það er vandi að halda slíkri frásögn saman þar sem engin ein persóna tengir söguna saman. Hér er hins vegar vandað mjög til frásagnarinnar og því nær sagan að standa sem heild. Í flestum þáttanna er frásögnin í þriðju persónu en þess á milli er skipt um sjónarhorn og það fær- ist yfir til sögumanns sem talar í fyrstu persónu fleirtölu og gæti staðið fyrir þorpið sjálft, nokk- urs konar sjálfsvitund þess. Eins og búast má við eru sagna þættirnir misgrípandi. Upphafsþátturinn sem segir frá prjónastofustjóranum sem fer að dreyma á latínu, velta fyrir sér heiminum og gerist stjörnu- fræðingur er áleitinn og það er ánægjulegt þegar stjörnufræð- ingurinn birtist aftur í öðrum þætti síðar í sögunni. Annar sér- lega vel gerður þáttur er saga Davíðs og Kjartans sem vinna á Lagernum og lenda í óvæntum draugagangi í skemmunni þar en enginn virðist þora að dvelja þar inni eftir að skyggja tekur; „... svona erum við þá langt frá því að sigra myrkrið - hvort sem það er inni í okkur, undir okkur eða fyrir utan.“ (152) Einnig má nefna hjartnæman en um leið skelfilegan þátt sem lýsir sam- skiptum feðganna Hannesar og Jónasar; þar lýsir höfundur sterkum tilfinningum á lág- stemmdan en afburða næman hátt þannig að örlög þeirra feðga hljóta að snerta streng í hverjum lesanda. Bestu þættirnir eru þeir sem segja frá hversdagslegum atburðum sem settir eru í óvænt samhengi og verða jafnvel dular- fullir eða furðulegir í því sam- hengi. Aðrir þættir, t.d. þeir sem lýsa samskiptum kynjanna, eru ekki jafn sterkir og má hugsan- lega rekja það til þess að kon- urnar í þorpinu eru nánast allar eins og goðmögn; það er ekkert hversdagslegt við þær og dulúðin sem sveipar þær verður helst til mikil samanborið við hversdags- leika karlmannanna. Jón Kalman Stefánsson skrif- ar vandaðan og oftast lágstemmd- an texta sem á köflum fer á flug. Oft staldrar lesandi við stöku setningar og veltir þeim í huga sér sem er ánægjuleg lífsreynsla sem minnir okkur á innihald sög- unnar þar sem miklu skiptir að staldra við og velta vöngum. Katrín Jakobsdóttir Þorp lifnar við SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN höf. JÓN KALMAN STEFÁNSSON Niðurstaða: Sunarljós og svo kemur nóttin er athyglisverð og vel uppbyggð skáldsaga. Bestu þættirnir eru feykigóðir og með því besta sem Jón Kalman hefur skrifað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.