Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 6
6 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sæ ti ME T S Ö L U L I S T I Pen nan s/E ym und sso nar 2 .- 8. nó vember Handbækur, fræðib æk ur og æ vi sö gu r H E I L LANDI ÆVISAGA Uppgjör brautryðjanda „Edda Andrésdóttir heldur fim- lega um penna ... svo úr verður bæði lífleg og fróðleg frásögn ... bók sem ætti að bæta margan manninn.“ Sigríður Albertsdóttir, DV „Skyldulesning.“ Hemmi Gunn, Íslandi í bítið. Bók sem setur kardímommur í dagana! B Ó K A F O R L A G B R Æ Ð R A B O R G A R S T Í G 9 , S Í M I 4 1 4 1 4 5 0 w w w . v e r o l d . i s • v e r o l d @ v e r o l d . i s ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 02 27 1 1/ 20 05 Auður Eir og Edda Andrésdóttir KJÖRKASSINN Kæmu óeirðirnar í París í veg fyrir að þú færir þangað? Já 58% Nei 42% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með beinni útsend- ingu frá Edduverðlaununum? SKÓLAMÁL Nýbirt úttekt sérfræð- inga innan Samtaka evrópskra háskóla sem falið var að gera almenna úttekt á starfi Háskóla Íslands leiðir í ljós að Háskólinn á talsvert í land með að njóta sömu fjárveitinga og sambærilegir erlendir skólar og það stendur starfi hans fyrir þrifum. Er þetta þriðja úttektin á Háskóla Íslands á tveimur árum og segir Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor að þær sýni allar að skólinn sé þrátt fyrir allt á góðri leið og þegar sé hafið starf innan skólans við að koma á þeim umbótum sem mælt er með í úttektunum þremur. „Þarna koma fram ábendingar um hvað betur megi fara í innra starfi skólans og við því höfum við þegar brugðist og munum halda því áfram.“ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra ítrekaði að úttektin sýndi að staða Háskóla Íslands væri þrátt fyrir allt sterk. „Það er vilji ríkis- stjórnarinnar að styðja dyggilega við þann stórhug sem stjórnendur skólans hafa um að koma honum á næstu árum í fremstu röð háskóla í heiminum og við höfum verið að auka það fjármagn sem hann fær á síðustu árum. Það sést á þeim fjárlögum sem nú liggja fyrir og í framtíðinni er ætlunin að halda þeim stuðningi áfram.“ - aöe Ný úttekt Samtaka evrópskra háskóla á starfi Háskóla Íslands: Fær minna fé en erlendir skólar HÁSKÓLAREKTOR Kristín Ingólfsdóttir segir þessa þriðju úttekt á Háskóla Íslands á tæpum tveimur árum vera gott tæki til að bæta innra starf skólans. DÓMSMÁL Tæplega 23 milljón króna skaðabótakröfu manns á fertugsaldri hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn slasaðist þegar í hann slóst 1,2 tonna þungur stálbiti sem verið var að flytja með lyftara við bæ í Borgarnesi í október 2003. Sam- kvæmt framburði læknis nam örorka mannsins vegna slyssins hundrað prósentum í tólf mánuði, en varanleg örorka samkvæmt skaðabótalögum nam fjörutíu prósentum. „Stefnandi tók þá ákvörðun að ganga að stálbitanum eftir að hann tók að sveiflast,“ segir í dómnum og var talið að gáleysi mannsins sjálfs hefði ráðið miklu um að svo fór sem fór. - óká Fékk í sig níðþungan stálbita: Átti að sýna aðgæslu sjálfur DÓMSMÁL Hilmar Ragnarsson, 43 ára gamall Reykvíkingur, var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd- ur í tveggja ára fangelsi. Hilmar og óþekktur félagi hans réðust hettuklæddir inn í útibú Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í Hátúni 2 um klukkan 11:20 föstudaginn 9. janúar í fyrra. Þeir voru vopnaðir rörbútum, ógnuðu viðskiptavini bankans og starfsfólki og komust undan með 610 þúsund krónur sem aldrei hafa fundist. „Ákærði á sér engar málsbæt- ur,“ segir í dómnum og er tekið fram að ljóst sé að ránið hafi verið fyrir fram vel skipulagt, bæði með það í huga að komast yfir mikla peninga og tryggja undankomu ræningjanna. „Við ákvörðun refs- ingar er litið til þess að ákærði framdi ránið á ófyrirleitinn hátt í félagi við annan mann og voru þeir báðir hettuklæddir.“ Fram kemur í dómnum að menn- irnir hafi látið mjög dólgslega þegar þeir réðust til inngöngu þar sem þeir öskrandi slógu rörbútunum í innanstokksmuni. Hilmar braut svo glerið í gjaldkerastúku og hótaði að drepa starfsstúlkuna ef hún afhenti ekki peninga. Á meðan stökk félag- inn upp á afgreiðsluborð fyrir fram- an aðra stúku og hrifsaði til sín peninga. Ránið sjálft tók ekki nema örfáar mínútur. Það hófst klukkan 11:19 og voru mennirnir á bak og burt þegar lögregla kom klukkan 11:23. Þjónustufulltrúi í bankanum hafði ýtt á neyðarhnapp og úti fyrir hringdi vegfarandi á lögreglu. Til ræningjanna sást þar sem annar flúði á hjóli en hinn hlaup- andi, en fjöldi vitna varð var við ferðir þeirra. Hilmar var ekki yfir- heyrður vegna málsins fyrr en um einum og hálfum mánuði eftir ránið og neitaði þá staðfastlega nokkurri aðild en kvaðst á þessum tíma hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu. Lögregla fann hins vegar lífsýni úr honum í nælonsokki sem hann not- aði til að hylja andlit sitt við ránið. Sokkurinn fannst við gatnamót Laugavegar og Ásholts ásamt öðru dóti sem ræningjarnir köstuðu frá sér á flóttanum. Einnig fundust líf- sýni úr Hilmari í gúmmíhanska og húfu sem fannst á svipuðum slóð- um. Auk fangelsisdómsins var Hilm- ari gert að greiða viðskiptavini bankans sem þeir félagar hröktu út með ofbeldi 300 þúsund krónur í skaðabætur, bankanum rúmlega 709 þúsund krónur og rúmar 745 þúsund krónur í sakarkostnað. olikr@frettabladid.is Ræningi þegir um félaga og ránsfeng Maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi í gær fyrir bankarán. Félagi mannsins úr ráninu gengur enn laus og ránsfengur þeirra er ófundinn. Mennirnir voru vopnaðir rörbútum og létu dólgslega. Annar hjólaði en hinn hljóp af vettvangi. ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉLAKERFI SPRON Annar bankaræninginn tekur hér við peningum úr hendi gjaldkera. Lögreglan sendi frá sér myndir úr eftirlitskerfi bankans þegar ræningjanna var enn leitað í ársbyrjun í fyrra. LÖGREGLA Á VETTVANGI Mikill viðbún- aður var vegna bankaránsins í Hátúni, en lögregla var komin á vettvang örfáum mínútum eftir ránið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HAFNARFJÖRÐUR „Ég hef það slæmt. Það gengur ekkert með húsið og ég get alveg eins keypt mér gám og búið í honum,“ segir Örn Ægir Óskarsson verkamaður, sem býr við Vesturgötu 16 í Hafnarfirði. Fyrr á þessu ári skemmd- ist hús Arnar á Vesturgötunni í sprengingum í tengslum við framkvæmdir Hafnarfjarðar- bæjar í nágrenninu. Hús Arnar er talið ónýtt eftir sprengingarn- ar og leiddar eru líkur að því að klöppin undir því sé sprungin að því marki að hún muni skemmast frekar á næstu vetrum. „Líklegasta lausnin á mál- inu er að finna sambærilegt hús á svipuðum slóðum,“ segir Jón Briem hæstaréttarlögmaður, en hann hefur tekið að sér málið fyrir Örn. Jón segir bæinn hafa reynt að finna slíka eign en það hafi gengið erfiðlega. „Það er verið að gera nýtt verðmat á eign- inni og þetta er allt í farvegi,“ segir Jón. Í sprengingunum, sem fram- kvæmdar voru í mars á þessu ári, mynduðust sprungur í veggjum hússins og hillur hrundu niður. Fulltrúi verktakanna sem framkvæmdu sprengingarnar lýsti því yfir á sínum tíma að þær hefðu verið í eðlilegri fjarlægð frá byggð í nágrenninu. - saj Hús Arnar Óskarssonar metið ónýtt eftir sprengingar við Hafnarfjarðarhöfn: Þurfa að finna annað hús ÖRN ÆGIR ÓSKARSSON VERKAMAÐUR Örn er ósáttur við framgöngu Hafnarfjarðar- bæjar. Lögmaður Arnar er bjartsýnn á að viðeigandi lausn finnist. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.