Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Mér finnst frábært að Silvía Nótt hafi unnið,“ segir Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi stjórnandi Djúpu laugarinnar sem nú vinnur jöfnum höndum hjá Sumarferðum og Skjá einum, um Edduverðlaunin sem veitt voru á sunnudagskvöldið. Hún segist vissulega vera svolítið lituð í afstöðu sinni vegna vinnu sinnar á Skjá einum og er fyrir vikið pínulítið svekkt yfir að Sirrý hafi ekki hreppt verðlaun fyrir sinn þátt. „Annars er ég ánægð með flestallt en tek þó fram að ég hef ekki séð allar myndirnar sem voru tilnefndar þannig að ég get ekki dæmt um allt.“ Gunnhildur Helga segist oft horfa á verðlaunaafhendingar en gráti þó ekki þótt hún missi af þeim. „Það er gott að þær séu haldnar því það er gott fyrir fólk að fá viðurkenningar þegar það hefur gert vel.“ SJÓNARHÓLL EDDUVERÐLAUNIN Ánægð með flestallt Framsóknarmenn eru skrítnir „Þetta var alveg ævin- týralega mikil þátttaka og með þennan lista ættu framsóknarmenn að hlakka meira til kosninga en jólanna.“ Ómar Stefánsson, sigurvegari í próf- kjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi. Fréttablaðið. Skynsamir drengir „Vinskapur okkar strák- anna er miklu mikilvægari en einhver heimasíða.“ Tvímenningar, kenndir við Fazmo, í DV um heimasíðuna fazmo.is sem þeir hyggjast loka. Sex félagar héldu í fimm daga göngu um Grænland í byrjun ágúst og nutu þar gríðarlegrar náttúrufegurð- ar auk félagsskapar hver annars. Þeir sýna myndir frá ferðinni í Norræna hús- inu á morgun. Gamall draumur Kristins Karls Dulaney rættist í sumar þegar hann hélt með fimm félögum sínum til Grænlands. Erindið var fimm daga ganga um landið fagra í norðvestri. „Ég hef gengið mikið um Ísland og hafði lengi langað til að fara til Grænlands og ganga þar,“ segir Kristinn Karl. Hann viðraði hug- myndina við nokkra félaga sína og á endanum lögðu þeir sex talsins af stað. Þannig vill til að fjórir þeirra búa við sömu götu og æfa þeir að auki saman líkamsrækt. Gott líkamlegt form er nauð- synlegt þegar lagt er í ferð sem þessa því 25 kílómetra ganga á dag með um 25 kílóa farangur á bakinu tekur á. Enginn sexmenninganna hafði komið á þessar slóðir áður en þar sem gangan var þeim jafn ánægju- leg og raun ber vitni er ekki ólík- legt að þeir haldi aftur á svipuð mið í leit að spennandi gönguleið. Öfugt við það sem margur kann að ætla gengu þeir félagarnir ekki mikið á ís og snjó heldur grjóti. „Það var mjög hart undir fæti og lítið um gróður,“ segir Kristinn Karl. Gangan gekk vonum framar og engin ljón urðu á veginum, hvorki hvítabirnir né aðrar skepnur. Félag- arnir hrepptu ágætt gönguveður, súld fyrstu dagana en sól og fínerí þegar líða tók á ferðina. Myndir frá ferðalaginu verða sýndar á vegum Grænlandsfélags- ins í Norræna húsinu annað kvöld og hefst sýningin klukkan 20. ■ Gengið um Grænland grátt og grýttGUNNHILDUR HELGA GUNNARSDÓTTIR FYRRVERANDI SJÓNVARPSKONA GLAÐIR Á GRÆNLANDI Frá vinstri: Kristinn Einarsson, Sturlaugur Daðason, Birgir Jósafatsson, Bjarni Helgason, Ólafur Jóhannsson og Kristinn Karl Dulaney. SIGLT INN AMMASSALIK-FJÖRÐ Eftir langa siglingu inn fjörðinn tók við fimm daga ganga yfir grýtt Grænland. „Nú sjáum við fram á að langþráður draumur rætist,“ segir Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá Snerpu á Ísafirði, aðspurður um hvað sé helst að frétta hjá honum og vísar til opnun- ar Háskólaseturs á Ísafirði. „Háskólasetrið fer í formlegan rekstur núna um áramótin í verslunarhúsinu, sem kallað er, hérna niðri á bryggju. Þetta þýðir náttúru- lega aukin umsvif, húsnæðið þarf að stands- etja og ljóst að víðar er verið að byggja en á Austfjörðum,“ segir Björn ánægður með að fá að flytja svo góðar fréttir. „Við berum miklar vonir til þess að vel takist til með þetta. Hér á Ísafirði eru nú þegar hátt í hundrað nem- endur í háskólanámi í gegnum Fræðslumið- stöð Vestfjarða og sýnir að virkilega er þörf á stuðningi við svona nám hér. Eigi menn þess kost að stunda námið héðan þá gera menn það,“ segir hann og telur svo hátta um hjá mörgum að þeir hvorki geti, né vilji, flytja sig um set til að stunda nám annars staðar. „Þá er náttúrulega alveg frábært að geta boðið fólki upp á þetta og okkur hlakkar mikið til og erum í hátíð- arskapi hvað þetta varðar. Okkur munar mjög mikið um þetta og teljum mikið framfara- skref, enda munar um hvert starf hér.“ Björn segist ekki koma að stofnun setursins beint, nema sem varabæj- arfulltrúi. „Mörg fyrirtæki á staðn- um, þar á meðal Snerpa, stóðu að því að koma þessu af stað með því að leggja hvert um sig 150 þúsund krónur í stofnfé inn í sjálfseignarstofnunina sem Háskólasetrið er,“ segir Björn og telur það sýna betur en margt annað áhugann fyrir rekstrinum sem fyrir hendi er á Ísafirði. „Fyrirtækin munar um það að starfsfólk geti menntað sig án þess að þurfa um leið að yfir- gefa staðinn.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BJÖRN DAVÍÐSSON, ÞRÓUNARSTJÓRI SNERPU Á ÍSAFIRÐI Vonir bundnar við Háskólasetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.