Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 40
12 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Heima er best } Akureyri er alltaf í hjarta mér vegna þess að... ...þar er ég innan um stóran hluta af sjálfum mér. Strandgötu 25 Akureyri s: 462-6640 www.daggir.is • Sendum hvert á land sem er Steiking með eða án fitu Maturinn festist ekki við Verpist ekki Sterk húð, flagnar ekki Má nota málmáhöld Þvoist ávallt m. sápu, má fara í uppþvottavél Má fara í ofn að 260˚c Hvenær er Akureyrarbær og landið í kring fegurst fyrir augun? Það er mjög fallegt hér snemma morguns á sumrin og haustið er óskaplega yndislegur tími. Ég hef stundum farið í gæsaveiði utan við bæinn í dag- renningu og algjörlega ómót- stæðilegt að upplifa landið vakna. Það er einfaldlega stórkostlegt að heyra fyrsta fuglinn bjóða góðan daginn, fyrsta jarmið og fyrsta gargið í gæs. Ég held að tiltölu- lega fáir hafi upplifað þá töfra, en það er vel þess virði að vakna í bítið með náttúrunni.“ Hvers vegna hefur þú alltaf búið nyrðra? Ég er fæddur hér og uppalinn og mér hefur alltaf liðið vel á Akureyri. Mér hefur oft boðist að vinna og flytjast til Reykjavíkur en ekki orðið af því ennþá. Dóttir mín og fjölskyldan hennar býr í höfuðstaðnum en við hjónin hér nyrðra og líkar vel. Ef maður hefur áhugamál er svo stutt í að njóta þeirra hér, og ég hef þau mörg. Við förum mikið á skíði, í golf og göngutúra, ég flýg mikið og get farið á spariskónum að veiða, því veiðiárnar eru allt í kring og allt eins og best verður á kosið.“ Hvaða mann hafa Akureyringar að geyma? Þeir eru alveg eins og aðrir Íslendingar. Stundum er tal- að um að þeir séu seinteknir en það er þjóðsaga. Þá er einnig sagt að aðkomumenn séu lengi að fá ríkisborgararéttinn hér nyrðra, en það er auðvitað grín, nema hvað við verðum vitaskuld að velja og hafna (hlær dátt). Ég get ekki séð að gestir fái öðruvísi móttökur hér en í Reykjavík og glöggt dæmi að Akureyringar hafa fyrir sið að sækja og skila gestum sínum á flugvöllinn. Hér ríkir enn dálítill sveitahugsunarháttur, sem er bara gott, og margir sem enn fara heim í hádeginu að borða. Hvernig er að vekja þjóðina al- einn í hljóðverinu á morgnana? Mér finnst það indælt því mér líkar að vakna einn og koma mér fyrir við gluggann. Ég hef dásamlegt útsýni og vakna oftast það snemma að ég næ að keyra pínulítið um og líta í kring- um mig meðan bærinn enn sefur. Er Akureyri seinni að vakna en Reykjavík? Já, en það gera náttúr- ulega vegalengdirnar. Við erum ekki nema í mesta lagi sjö mínútur í vinnu og á milli staða, og aldrei komin með bíl í aftursætið eftir augnablik í umferðinni. Við getum leyft okkur að sofa nokkrum mínút- um lengur og þurfum ekki að vera með neinn æsing yfir hlutunum. Þannig er andrúmsloftið ekki endi- lega letilegt en bæði afslappað og þægilegt. Færðu heimþrá þegar þú kveður heimabæinn? Nei, því mér líður vel hvar sem ég er. Gæti þannig vel hugsað mér að búa í höfuðborginni og færi létt með það. Hins vegar ber ég sterkar taugar til norðursins þótt ég skammi stundum mitt heimafólk fyrir að láta of lítið á sér bera. Menn verða að láta í sér heyra og vera stoltir af því. Þetta skrifast þó hvorki á minnimáttarkennd né lítillæti, held- ur á það hve Akureyringar eru heima- kærir. Aleinn Gestur með augu þjóðarinnar við gluggann Það er stilltur morgunn við Pollinn þegar einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar sest með kaffibollann sinn við hljóðnemann í hljóðveri Ríkisútvarpsins við Kaupvangs- stræti og lýsir því sem fyrir augu ber í höfuðstað Norður- lands. Þannig má segja að Gestur Einar Jónasson sé gluggi landsmanna að norðlenskri náttúrufegurð, bæjar- stemmingu og mannlífi allan ársins hring frá hálfníu til tíu á Rás 2. ÁRRISULL MORGUNHANI. Gestur Einar Jónasson vaknar daglega með þjóðinni á Rás 2 og lýsir því sem fyrir augu ber norðan heiða. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR SVERRISSON Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður á NFS: Hluti af sjálfum mér 12-13 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:29 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.