Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. nóvember 2005
Landsteinar Strengur er stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft viðskipta-
hugbúnaðar á Íslandi. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að ná markmiðum
þínum í rekstri þannig að þitt fyrirtæki geti vaxið og dafnað.
Navision Small Business er viðskiptahugbúnaður sem getur vaxið
og þróast með fyrirtæki þínu. Ef fyrirtækið þitt stækkar og stækkar,
getur Navision Small Business orðið Navision Big Business!
Taktu rétta ákvörðun strax. Veldu Navision Small Business.
Nú getur þú tryggt þér öruggan og hnökralausan aðgang að fjárhags- og viðskiptaupp-
lýsingum fyrirtækisins í eitt skipti fyrir öll. Það gerir þú með Navision Small Business.
Það þarf ekki að kosta
mikið að verða stór
Nú á aðeins kr. 115.038
Hafðu samband núna!
Hringdu í síma 550-9000 og fáðu réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | www.landsteinarstrengur.is
MEIRA SKART Baugur er á lokastigi viðræðna um kaup á skartgripaverslanakeðju sem
verður sameinuð rekstri Goldsmiths sem Baugur á fyrir.
Baugur er langt kominn með að
kaupa bresku skartgripakeðjuna
MW Group.
Líklegt er að gengið verði frá
kaupunum um miðja þessa viku og
er kaupverðið um tuttugu milljón-
ir punda eða rúmir tveir milljarð-
ar króna.
Baugur á fyrir skartgripa-
verslanakeðjuna Goldsmiths og er
ætlunin að sameina félögin. MW
Group rekur skartgripaverslanir
undir merkjunum Mappin & Webb
og Watches of Switzerland. Versl-
anir M&W og Goldsmiths eru ólíkt
staðsettar og skörun í verslunum
lítil. Samanlagt verður til með
kaupunum stærsta skartgripa-
keðja Bretlands.
Samkvæmt heimildum eru ekki
fyrirhugaðar miklar breytingar
á rekstrinum fyrsta kastið, enda
vilja menn ekki trufla jólavertíðina
sem er stærsta sölutímabilið. Hins
vegar er talið að ná megi fram hag-
ræðingu með því að draga verulega
úr stjórnunarkostnaði félagsins.
- hh
Gull í greipar Breta
Baugur er í viðræðum um kaup á annarri skartgripakeðju.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 4.753 +0,51% Fjöldi viðskipta: 187
Velta: 2.346 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
ACTAVIS 43,80 +0,00% ... Bakkavör 44,80 +0,00% ... FL Group
14,70 +0,69% ... Flaga 4,15 +2,22% ... HB Grandi 9,35 +0,54% ...
Íslandsbanki 15,60 +0,65% ... Jarðboranir 22,10 +0,00% ... KB ba-
nki 595,00 -0,34% ... Kögun 55,30 +0,00% ... Landsbankinn 23,30
+0,87% ... Marel 64,20 +0,00% ... SÍF 4,35 +0,00% ... Straumur-
Burðarás 15,00 +4,17% ... Össur 98,00 +0,51%
MESTA HÆKKUN
Straumur 4,17%
Flaga 2,22%
Landsbankinn 0,87%
MESTA LÆKKUN
Hampiðjan -3,49%
Atorka -1,77%
Dagsbrún -0,39%
Umsjón: nánar á visir.is
SPÁR UM HAGNAÐ ACTAVIS
Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI
Spá Íslandsbanka 2.336
Spá KB banka 1.746
Spá Landsbankans 1.695
Meðaltalsspá 1.926
Actavis birtir í dag níu mánaða
uppgjör og er því spáð að fyrir-
tækið skili um 1,9 milljarða hagn-
aði á þriðja ársfjórðungi saman-
borið við 1.228 milljónir á sama
tíma í fyrra. Það er meira en
helmingsaukning. Þar sem félag-
ið gerir upp í evrum er aukningin
enn meiri.
Velta Actavis jókst mjög á
þriðja ársfjórðungi eftir að banda-
ríska samheitalyfjafyrirtækið
Amide kom inn í bækur félagsins.
Á fyrri hluta ársins hagnaðist
Actavis um rúmlega 1,6 milljarða
króna. - eþa
Tveir milljarðar í hagnað
RÓBERT WESSMAN, FORSTJÓRI ACTAVIS
Lyfjafyrirtækinu er spáð um 1,9 milljarða
hagnaði á þriðja ársfjórðungi, sem er veru-
leg aukning frá sama tíma í fyrra.
„Við ætluðum okkur inn á sjón-
tækjamarkaðinn. Þetta er eitt
af þeim sviðum sem við viljum
stækka á,“ segir Hrund Rudolfs-
dóttir, framkvæmdastjóri Lyfja
og heilsu, um kaup félagsins á
gleraugnaversluninni Augnsýn í
Hafnarfirði.
Lyf og heilsa, sem starfrækir
yfir þrjátíu lyfjaverslanir á land-
vísu, rekur nú þrjár gleraugna-
verslanir; eina í Mjódd, á Selfossi
og í Hafnarfirði.
Fyrirtækið hefur jafnframt frá
því á síðasta ári selt gleraugu og
skyldar vörur í apótekunum.
Stækka í gleraugunum
KAUPA AUGNSÝN Lyf og heilsa ætlar að
stækka á markaði með gleraugu og skyldar
vörur.