Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 18
 15. nóvember 2005 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Kveðjuorð? Það vakti athygli þeirra sem hlýddu á ræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætis- ráðherra á miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins á föstudagskvöld hve fögrum orðum hann fór um Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúa flokksins. Hann sagði að fyrir tilstuðlan Alfreðs væri Orku- veitan orðin að stórveldi og sennilega besta eign Reykjavíkurborgar. Þegar haft er í huga að Björn Ingi Hrafns- son, aðstoðarmaður ráðherrans, er sterklega orðaður við oddvitasæti framsóknarmanna í borginni - og yrði þá að keppa við Alfreð ef hann gefur áfram kost á sér - hvarflaði víst að einhverjum áheyrenda að ummæli Halldórs væru kveðjuorð. Hann gæti hrósað Alfreð í hástert án þess að skaða fram- boð aðstoðarmanns síns því það væri búið að ganga frá því bak við tjöldin að Alfreð drægi sig í hlé. Fróðlegt verður að sjá hvort þessi ályktun reynist rétt. Gremja Framsóknarmenn eru mjög gramir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eftir ræðu hennar á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar. Hún talaði þá um að Samfylkingin ætlaði að verja miðjuna fyrir sjálfstæð- ismönnum. En gleymdi hún ekki Framsóknarflokknum? Er hann ekki hinn gróni mið- flokkur íslenskra stjórnmála? Ætlar Samfylkingin kannski að gleypa kjósendur Framsóknar með því að eigna sér stöðu flokksins í pólitík? Þannig var spurt í vefritinu Tímanum í gær og þessum áformum líkt við það þegar hvalurinn gleypti Jónas hér forðum. „Rétt er þó að minna á að Jónas átti ráð við því og kveikti eld í maga hvalsins, svo hann spýtti honum upp á land þremur dögum síðar. Framsóknarmenn munu því fara að gera eldfæri sín klár til að svara þess- um leik formannsins“, segir í Tímanum. Varnarmál Annars voru það orð Halldórs Ásgríms- sonar um varnarviðræðurnar við Banda- ríkin sem mesta athygli vöktu. Lýsing hans á stöðu mála var afdráttarlaus og neikvæð. Og ekki var hægt að skilja þau öðru vísi en sem lítt dulbúna gagnrýni á hvernig fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefði haldið á málum. Menn velta því fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á andrúmsloftið á stjórnarheimilinu. gm@frettabladid.is „Einstaklingsmiðað nám“ og „skóli án aðgreiningar“ eru hug- tök sem eru talsvert í umræðunni þessa dagana, en þyrftu að vera mun meira rædd en raun ber vitni. Menntasvið Reykjavíkur- borgar efndi þó til tveggja opinna funda um einstaklingsmiðað nám í síðustu viku og Kennarafélag Reykjavíkur efndi til málstofu um skóla án aðgreiningar, sömu- leiðis í síðustu viku. Það var ljóst, einkum á síðastnefnda fundinum, að fólki er mikið niðri fyrir. Nú þarf að taka fram að ofangreind hugtök eru markmið Menntasviðs Reykjavíkurborgar en ég hef ekki kynnt mér markmið annarra sveitarfélaga. Það er hins vegar hlutverk höfuðborgarinnar að leggja línur, vera leiðandi og móta stefnu, þannig að væntanlega taka einhver sveitarfélög mið af mark- miðum höfuðborgarinnar. Nú verður ekki deilt um þessi markmið í sjálfu sér. Þau falla einfaldlega að þeim kristnu gild- um sem við lifum samkvæmt hér á landi. Það er rétt að stefna að því að hver nemandi læri á sínum eigin forsendum með þeim aðferðum sem honum henta. Það er rétt að allir nemendur eiga rétt á skólagöngu á eigin forsendum. Sem börn lærum við að það er ljótt að gera upp á milli og reynum oftast að fylgja þeirri grundvall- arstefnu. Um þetta eru örugglega allir sammála. En þegar kemur að því að ræða aðferðir og tæki og tól verður staðan heldur erfiðari. Kennarar hafa reyndar alltaf haft einstaklingsmiðað nám að leiðar- ljósi, þ.e. reynt af fremsta megni að nálgast nemendur á þeirra for- sendum og aðstoða þá við að ná árangri, hvern og einn. Það er hins vegar augljóst mál að það er ódýrara að kenna hópum og „gamla ítroðsluaðferðin“ sem formaður Menntaráðs talaði um heldur í niðrandi tón í liðinni viku, sjálfsagt hvorki í fyrsta né síðasta sinn, hefur marga kosti. Kennarar þekkja það af áratuga reynslu að þegar nýtt námsefni eða ný aðferð er lögð inn við töflu fyrir framan stóran hóp nem- enda má reikna með að um 80 og allt upp í 90% nemenda skilji og læri. Sá hópur getur því haldið áfram og leyst verkefni sem við eiga og unnið á eigin forsendum. Þá gefst tími til að sinna þeim 10- 20% sem eftir eru og eiga erfiðara með skilning meðan aðrir halda áfram vinnu sinni. Það var í raun sérlega ánægjulegt að heyra for- mann Menntasviðs tala um það á títtnefndum fundi að einstaklings- miðað nám sé dýrara en ,,ítroðslu- aðferðin“. Það er gott til að vita að skilningur á því skuli fyrir hendi, ég var nefnilega ekki viss um að svo væri. Gott og blessað. Kennarar hafa hins vegar fengið inn í hina almennu skólastofu nemendur sem áður áttu tryggt skjól í sérdeild- um og sérskólum. Því fer fjarri að þeim fylgi sá stuðningur sem þeir þarfnast og eiga sjálfsagt rétt á. Sumir þessara nemenda, sem nú eru í almennum bekkjardeildum, eru í raun veikir, í sumum tilfell- um veikir á geði. Það er falleg hugsun að gefa öllum kost á að stunda nám í sínum heimaskóla með öðrum börnum hverfisins en hún gengur ekki alltaf upp. Sumum þessara barna líður ekkert sérstaklega vel við þessar aðstæður. Mörgum öðrum börn- um líður heldur ekkert sérstaklega vel því stundum gengur erfiðlega að fá vinnufrið í kennslustundum. Það undrar mig oft hversu hljóð- látur sá hópur foreldra er, sem á börn sem óska þess eins að hafa vinnufrið og fá að stunda sitt nám af kostgæfni án utanaðkomandi truflana. Kennurum líður þessa dagana svolítið eins og nú sé ætlast til að þeir fljúgi af stað - án vængja. Kannski eru kennarar of sam- viskusamir, of uppteknir af því að ná þessum markmiðum. Sviðs- stjóri Menntasviðs sagði nefnilega á einum þessara funda að ekki mætti taka þau markmið of alvar- lega. Það skal viðurkennt að þá lyftust brúnir í nokkurri forundr- an því skilaboðin inn í skólana hafa verið á þá leið að taka skuli þessi markmið býsna alvarlega. Það er kannski bara misskilning- ur. En lítið sést af verkfærum. Tölvukostur skólanna er víða ekki boðlegur. Námsefni sem fellur að þessum markmiðum er sjaldnast til staðar. Hugmyndafræðin er falleg en kannski ekki alveg jafn raunsæ, ekki nema með mun meiri breyt- ingum en nú eru í augsýn. Breyt- ingar kosta peninga og tíma, það er þeirra eðli. Reykjavíkurborg hefur vissulega sett meira fjármagn inn í skólanna á síðustu árum en áður var gert. Eigi skólarnir að ná þeim markmiðum sem fram eru sett þarf þó mun meira til. ■ Einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar Í DAG MENNTAMÁL INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Kennurum líður þessa dagana svolítið eins og nú sé ætlast til að þeir fljúgi af stað - án vængja. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Það væri mikið slys ef fulltrúar atvinnulífs og verka-lýðshreyfingar í svokallaðri forsendunefnd næðu ekki skynsamlegu samkomulagi í dag, áður en fresturinn til að segja upp gildandi kjarasamningum rennur út á miðnætti. Nefndarmenn hafa að undanförnu ræðst við á hverjum degi og ekki annað að ráða af því litla sem eftir þeim hefur verið haft í fjölmiðlum, en að þeir nái saman. Það getur hinsvegar margt gerst á síðustu stundu í málum sem þessum og því er allur var- inn góður, sérstaklega þar sem lítið sem ekkert hefur kvisast út nákvæmlega um efnisatriði væntanlegs samkomulags, sem gæti komið misjafnlega niður á hinum ýmsu hópum innan verkalýðs- hreyfingarinnar, eða ýmsum hópum þjóðfélagsins þar sem leið- réttinga er þörf. Í gildandi kjarasamningum eru ákvæði þess efnis að fari verðbólgan yfir ákveðin mörk skuli fulltrúar verkalýðshreyf- ingar og atvinnulífs taka málið fyrir og freista þess að finna lausn á því fyrir ákveðinn tíma. Menn í forsendunefndinni hafa því ekki nema daginn í dag til að ganga frá málum. Að öðrum kosti getur komið til þess að samningum verði sagt upp. Mikil spenna ríkir á vinnumarkaði í þjóðfélaginu um þess- ar mundir sem leitt hefur til þess að erfitt er að manna stöð- ur í ýmsum starfsgreinum, einkum þó þeim greinum þar sem launin eru hvað lægst. Þetta vandamál hefur nýlega skotið upp kollinum í greinum þar sem launakjör hafa verið talin viðun- andi, því að undanförnu hefur meira að segja borið á því að erfitt hefur reynst að manna sum fiskiskip. Forystumenn sjómanna og útgerðarmanna hafa látið hafa það eftir sér að brátt komi að því að flytja verði inn útlendinga til starfa á fiskiskipum. Á kaup- skipaflotanum er þegar starfandi fjöldi útlendinga, gjarnan frá láglaunalöndum, en nú eru sem sé horfur á því að útlendingar verðir skráðir á íslensk fiskiskip. Það hefur að vísu gerst áður, því færeyskir sjómenn komu hingað í hundraðatali á árum áður til starfa á síðutogurum og öðrum fiskiskipum, en síðan hefur mikið breyst í atvinnulífi þeirra. Yfirborganir eru líklega algengari en nokkru sinni fyrr hér og því ætti að vera tækifæri til að rétta hlut hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu og ná fram sanngjarnari leiðréttingu á ýmsum sjálfsögðum réttindamálum. En þótt laun hinna lægst launuðu verði hækkuð er ekki þar með sagt að sú launahækkun eigi að fara upp allan launastigann - það væri af og frá. Hér áður fyrr var sagt að ekki væri hægt að hækka laun hinna lægst launuðu vegna uppmælingaaðalsins svokallaða en vonandi er sá tími lið- inn. Í því góðæri sem nú er í landinu verða fulltrúar atvinnulífs og verkalýðshreyfingar að finna skynsamlega leið til að rétta hlut hinna lægst launuðu og þeirra sem minna mega sín í þjóð- félaginu eða hafa orðið fyrir óvæntum skakkaföllum í lífinu. Ríkisstjórn hefur enn sem komið er ekki sýnt öll spilin sem hún er með á hendi varðandi innkomu sína í þetta mál. Það eina sem er handfast í þeim efnum er lagafrumvarp um starfs- mannaleigur sem kynnt hefur verið að lagt verði fram á vegum félagsmálaráðherra, auk þess sem ráðherrar hafa sagt að stjórn- in muni leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir lausn samninga. Það er líka mikið í húfi fyrir stjórnvöld að hér sé stöðugleiki og ein af forsendum þess er að friður ríki á vinnumarkaði. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Mikið er í húfi í viðræðum atvinnulífs og verkalýðshreyfingar. Samningar verða að takast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.