Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 42
Rómantík hefur löngum þótt umlykja lífið á heimavistum landins. Oft getur myndast mikil stemming á vistinni eins og gefur að skilja þegar fólk á svipuðum aldri býr hlið við hlið svo mánuðum skiptir. Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri reka sam- eiginlega heimavist þar sem nemendur, langan veg frá heimahögum, geta feng- ið vist á meðan á náminu stendur. Sigmundur Magnússon vinnur á heimavistinni og er titlaður húsbóndi á svæðinu. Spurður hvað felist í starfi hans segir hann það fyrst og fremst vera umsjón með íbúunum ásamt því að halda uppi aga og sjá til þess að þetta stóra heimili og heimilislíf gangi sem allra best. Hann segir starfið öllu viðameira en venjulegt húsvarðarstarf. „Ég er eins konar pabbi hérna á svæðinu og ung- mennin geta leitað til mín með ýmis mál en þá reyni ég að leiðbeina þeim eftir bestu getu.“ Sigmundur segir að oft geti myndast mikil stemming á vistinni. „Það er oft mikið fjör hérna hér og svo er félagslíf- ið í skólunum mjög öflugt þannig að það getur orðið ansi glatt á hjalla.“ Að sögn Sigmundar eru rúmlega þrjú hundruð nemendur sem búa á heimavistinni hverju sinni og þeir koma úr öllum áttum. „Flestir koma af Norð- vestur- og Norðausturlandi en einnig eru nemendur sem koma að austan og einstaka fólk af Suðurlandi, þannig að það er í raun fólk alls staðar frá sem býr hér á vistinni.“ Ernir Freyr Gunnlaugsson býr á vistinni og er einn af sex fulltrúum í svokölluðu heimavistarráði. Hann lætur vel af dvölinni og segir gott andrúms- loft einkenna vistina. Spurður hvort vottur af rómantík liggi í loftinu þegar líða tekur á veturinn jánkar hann því. „Það er ávallt eitthvað um að fólk pari sig saman á vistinni, enda er það eðlilegt þegar fólk er svona mikið sam- an í langan tíma.“ VMA og MA reka sameiginlega heimavist: Rómantík og bræðralag ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { norðurland } ■■■■ 15 Á undanförnum árum hefur Húsa- víkurbær þróast út í mikinn safnabæ þar sem kennir margra grasa. Að sögn Reinhards Reynis- sonar bæjarstjóra hefur mikill uppgangur verið í bænum á und- anförnum árum og eiga söfnin á staðnum stóran þátt í því að byggja upp þá sterku ferða- mannaþjónustu sem nú blómstrar þar á bæ. Safnahúsið á Húsavík er stærsta safnið í bænum og er það alfarið rekið af sveitarfélaginu sjálfu. Það samanstendur af nokkrum söfnum sem hafa að geyma hina ólíkustu hluti. Þar má telja Byggðasafnið sem staðsett er á efstu og neðstu hæð Safnahúss- ins. Meginmarkmið með því er að varðveita hvers kyns muni úr hér- aðinu sem hafa eitthvert menn- ingarsögulegt gildi. Einnig er vert að minnast á Sjóminjasafnið og Héraðsskjalasafnið sem einnig eru staðsett í Safnahúsinu sjálfu. Þá rekur bæjarfélagið einnig Náttúrugripasafn en megintil- gangur þess er að vekja athygli ferðamanna og annarra á íslensk- um náttúrugripum. Þekktasti gripur safnsins er án vafa Gríms- eyjarbjörninn; uppstoppaður ís- björn sem unninn var í Grímsey veturinn 1969. Fyrir utan söfnin sem bæjarfé- lagið rekur sjálft má nefna Hið ís- lenska reðursafn sem nýlega var flutt frá Reykjavík til Húsavíkur, og þá er Hvalamiðstöðin á Húsa- vík afar merkilegt safn og einstakt í sinni röð; helgað öllu sem teng- ist hvölum og hvalveiðum. Það safn hefur á undanförnum árum átt auknum vinsældum að fagna meðal erlendra ferðamanna sem eiga leið um svæðið. Því má með sanni segja að Húsavík beri höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög á Norðurlandi þegar fjöldi safna er annars vegar. Ljóst er að með tilkomu allra þess- ara merkilegu safna eiga ferða- menn í auknum mæli eftir að sækja heim þennan mikla menn- ingarbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Safnabærinn Húsavík: Sjóminjar og ísbirnir GLAMPAR Í AUGUM UNGA FÓLKSINS Rómantík á menntaskólaárunum er samofin íslenskri menntasögu, en hvort amor hafi skotið ástarörvum sínum að þessum norðlensku ungmennum fullyrðum við ekkert um. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON MATAST Í MA Lagt hefur verið til að sjoppufæði verði bannað í menntaskólum landsins, en heilsusamlegt fæði verði skilyrði á matseðlum menntskælinga. BESTU ÁR ÆVINNAR Menntaskólaárin eru tími dýrmætrar vináttu og ævarandi og auðgandi kynna. 14-15 Norðurland-lesin 14.11.2005 16:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.