Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 36
8 ■■■■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fjögurra stunda jólanautnir Þar sem tíminn stendur í stað og magamálið fær að stjórna í sátt við íslenskar listir og heimilislega natni og umhyggju. Friðrik Valur Karlsson, matreiðslu- meistari og eigandi veitingastaðar- ins Friðriks V Brasserie á Akureyri, er á góðri leið með að verða skær- asti kokkastjarna landsins og lands- mönnum að góðu kunnur eftir dýr- indis uppskriftir og dugandi eld- húsráð í morgunþáttum Gests Ein- ars Jónassonar á Rás 2, þar sem þeir Norðlendingarnir skiptast á skoð- unum um það sem gleður magann. „Það er nú varla að manni finn- ist maður vera í útvarpi þegar mað- ur fær sér morgunkaffi með Gesti Einari, en ég tek með mér uppskrift og hef reyndar óskaplega gaman af því að tala um mat og Gestur Einar er óhræddur við að spyrja af van- kunnáttu leikmannsins. Í fyrstu fannst mér hugmyndin um upp- skrift í útvarpsþætti hæpin, en mið- að við fjölda heimsókna á heimasíð- una og þau hundruð símtala og tölvupósts sem ég fæ eftir þættina sé ég að þörfin er mikil,“ segir Frið- rik sem gaf sjálfum sér veitinga- staðinn Friðrik V í 31. árs afmælis- gjöf árið 2001. Vaffið er tilkomið af millinafni hans, Valur, en vísar einnig í þá staðreynd að Friðrik V Brasserie er sá fimmti fyrir norðan sem nýtur töfrabragða Friðriks í eldhúsinu, en sjálfur nam hann matreiðslu á Hótel Holti í Reykjavík. „Ég er alinn upp á Akureyri eins og konan mín Arnrún Magnúsdótt- ir. Ég vil hvergi annars staðar vera. Sumir fyrir sunnan reyndu fortölur þegar ég vildi norður í veitinga- rekstur, en þótt fyrsta árið hafi ver- ið æði strembið sé ég bara kostina í dag. Við hjónin erum í þessu af hjartans lyst og djúpt á gróðahug- sjóninni. Hér geri ég nákvæmlega það sem mér sýnist og það hefur virkað vel í landsmenn, sem margir gera sér ferð úr Reykjavík til þess eins að fá sér að borða. Þá er Eyja- fjörðurinn ríkulegt landbúnaðar- hérað og ég í nánum tengslum við byrgja sem ég er stoltur af,“ segir Friðrik sem heillaðist af „slow food“-stefnunni þegar hann sótti sér innblástur til Ítalíu, en í janúar ár hvert fer hann víða um heim til að nema nýja matarmenningu og aðferðir. „Hugmyndin að „slow food“- stefnunni er styttra bil á milli fram- leiðenda og neytenda; að vita allt um hráefnið og að veitt er í sam- lyndi við náttúruna. Það hefur fyllt mig stolti að vekja athygli fyrir að nota ferskt hráefni úr héraðinu, en ég veit hvar og hvenær gæsin var skotin, hver skaut hreindýrið og númer þess, frá hvaða bæ nautið er, hvenær því var slátrað og hvað það vó, hvenær og hvar bláberin voru týnd og gsp-staðsetningu veiði- staðar sjávarfangsins,“ segir Friðrik brosmildur, en líkja má heimsókn á Friðrik V Brasserie við heimsókn á lítið, ítalskt fjölskylduveitingahús. „Fólk gerir kröfu um að hitta mig yfir borðhaldinu og ég labba mikið inn í sal til að spjalla við gestina. Veitingahúsið er ástríða hjá okkur hjónunum og við mikið á tánum, en þetta er fjölskyldustaður og mín upplifun að gestirnir séu að koma í persónulega heimsókn,“ segir Friðrik sem þann 18. nóvem- ber byrjar með jólahlaðborð þar sem hver og einn getur notið mat- arins á þeim hraða sem hann kærir sig um. „Lengi vel fannst mér Íslendingar vera vitleysingar sem ekki kynnu að fara á jólahlaðborð, því þeir stóðu í löngum biðröðum með reykt svína- kjöt og graflaxsósu á diskum sínum og hrúguðu eins og hægt var í hverri ferð. Svo fór ég sjálfur og ætlaði að gera þetta á yfirvegaðan hátt, en skildi ástandið betur eftir að hafa staðið í korters biðröð við forréttina eina saman. Þá ákvað ég að bjóða upp á annars konar jólahlaðborð þar sem gestum eru færð sjö sett af mis- munandi jólamat á hvert borð og þeir geta nostrað við matinn í fjóra tíma, sem er skemmtilegasta formið fyrir stað af okkar stærð,“ segir Frið- rik sem hefur jólaveisluna girnilegu á boðstólum öll föstudags- og laug- ardagskvöld fram að jólum. Heima er best } Norðurland skipar sess í hjarta mér… …vegna þess að það er svo gott að koma heim. Eyja- fjörður og Þingeyjarsýslan ægifögur og svo slappa ég hvergi betur af. Helgi hjá Möggu systur og fjölskyldu í Mývatnssveit er eins og vika á heimsins besta heilsuhæli. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sjónvarpskona á Stöð 2: Heimsins besta heilsuhæli HEIMSKOKKUR NORÐURLANDS Friðrik Valur Karlsson, eigandi Friðriks V Brasserie, hefur hafið meðhöndlun norðlenskra matvæla og matreiðslu á æðsta plan. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN J. KRISTJÁNSSON Full búð af nýjum vörum! Mesta úrval af skóm norðan heiða og þótt víðar væri leitað. Mössubúð hefur allt það nýjasta í skóm fyrir alla aldurshópa. Erum einnig með töskur, handgert skart, leðurhanska og seðlaveski. Hlökkum til að sjá ykkur á torginu Massa, Guðrún , Laufey og Ásta Björg 08-09 Norðurland-lesið 14.11.2005 16:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.