Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 4
4 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Alltaf hagstætt www.ob.is 15 stöðvar! GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 17.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,73 62,03 106,06 106,58 72,26 72,69 9,659 9,715 9,191 9,245 7,485 7,529 0,5192 0,5222 87,61 88,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,3065 BRETLAND Sir Ian Blair, yfirmað- ur Lundúnalögreglunnar, segir miklar líkur á að hryðjuverka- menn láti til skarar skríða á nýjan leik á Bretlandi og hver einasta borg landsins sé mögu- legt skotmark. Blair sagði á blaðamannafundi í fyrradag að Bretland væri enn ofarlega á skotmarkalista þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði al- Kaída og skoraði um leið á Breta um leið til að sýna samstöðu. Malasískur hryðjuverkamað- ur tengdur al-Kaída hefur lýst yfir að Bretland, Ítalía, Ástralía og Bandaríkin séu næstu skot- mörk samtakanna. ■ Yfirmaður Lundúnarlögreglu: Allar breskar borgir í hættu BANDARÍKIN Gagnrýni á tildrög inn- rásarinnar í Írak og framkvæmd hernáms landsins hefur orðið æ meira áberandi á Bandaríkjaþingi að undanförnu. Áhrifamikill þing- maður demókrata í fulltrúadeild þingsins, sem greiddi á sínum tíma atkvæði með innrásinni, skoraði í gær á ríkisstjórnina að kalla bandaríska herliðið tafar- laust heim frá Írak. „Það er kominn tími á stefnu- breytingu. Her okkar þjáist, fram- tíð lands vors er í hættu,“ sagði þingmaðurinn, John Murtha frá Pennsylvaníu, en hann er þekktur fyrir að vera einn mesti „haukur- inn“ í þingliði demókrata. Sjálf- ur barðist hann í Víetnam. „Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Það er greinilegt að áfram- haldandi hernaðaraðgerðir í Írak þjóna hvorki hagsmunum Banda- ríkjanna, írösku þjóðarinnar né Persaflóasvæðisins í heild,“ sagði hann. Að hans mati myndi til- kynning um brottför bandaríska herliðsins ýta við Íraksstjórn að sjá til þess að verða sjálf fær um að hafa stjórn á öryggismálum í landinu. Á miðvikudag blandaði vara- forsetinn Dick Cheney sér í umræðuna með því að saka demó- krata um að óheiðarleika með því að halda því fram að ríkisstjórn- in hafi vísvitandi misfarið með leyniþjónustuupplýsinar til að búa til réttlætingu fyrir innrásinni. „Sum ábyrgðarlausustu ummælin hafa (...) komið úr munni stjórn- málamanna sem í reynd greiddu atkvæði með heimild fyrir því að hervaldi yrði beitt gegn Saddam Hussein,“ sagði Cheney í ræðu hjá Frontiers of Freedom Institute, stjórnmálahugveitu í Washington sem tengist Repúblikanaflokkn- um. George W. Bush forseti sagðist sammála Cheney. „Það er óábyrgt að segja að ég hafi vísvitandi villt um fyrir bandarísku þjóðinni,“ tjáði hann blaðamönnum á fundi í Suður-Kóreu. Það eru þó ekki einvörðungu þingmenn demókrata sem hafa áhyggjur af framvindunni í Írak. Öldungadeildin, þar sem rep- úblikanar eru í meirihluta, hafn- aði að vísu tillögu demókrata um að forsetinn skyldi krafinn um tímasetta áætlun um lok her- námsins. Hins vegar var annað frumvarp einróma (98 atkv. gegn engu) samþykkt á þriðjudag þar sem ríkisstjórnin er hvött til að birta áætlun um „farsæl lok verk- efnisins“. Í samþykkt þingsins er stjórnin krafin um að gefa þing- inu ársfjórðungslega skýrslu um framvinduna í Írak og kveðið á um takmarkanir á þeim aðferðum sem heimilt skuli að beita fanga Bandaríkjamanna. Bush hefur hótað að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu. audunn@frettabladid.is Þingmenn þrýsta á Bush vegna Íraks Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta á um að hernámi Íraks verði hætt sem fyrst. Öldungadeildin, sem repúblikanar ráða, vill sjá áætlun um „farsæl lok“ þess. Bush forseti segir gagnrýnina á Íraksstefnu stjórnar sinnar óábyrga. JOHN MURTHA Einn þekktasti „haukurinn“ í þingliði demókrata á blaðamannafundi í Washington í gær. Hann vill kalla herinn tafarlaust heim frá Írak.FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANGAFLUG Geir H. Haarde utan- ríkisráðherra telur víst að flug- vél sú sem lenti á Reykjavíkur- flugvelli í fyrradag og bendluð er við fangaflug á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar hafi ekki flutt fanga. „Ég hef innt sérstaklega eftir því og er að kanna það hvort eitthvað grun- samlegt hafi komið út úr þeirri skoðun á vélinni.“ Geir sagðist ekki hafa fullvissu um málið því ekki væri fullnægj- andi svör að hafa enn frá banda- rískum stjórnvöldum. Afstaða íslenskra stjórnvalda væri skýr og henni hefði verið komið á fram- færi í Washington. Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að fullvissu þyrfti ekki enda til- gangslaust að spyrjast fyrir um athæfi CIA. Hann skoraði á utan- ríkisráðherra að banna misnotk- un á Íslandi og íslenskri lofthelgi í umræddum tilgangi. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra ætlar ekki að verða við bréflegri ósk Helga Hjörvar, þing- manns Samfylkingarinnar, um að rannsaka ásakanir um fanga- flutningana sem refsivert brot að íslenskum lögum. Björn telur ásakanirnar byggjast á orðrómi og ekki sé lagagrundvöllur til að hefja rannsókn nema fyrir liggi vitneskja eða grunur. - jh Upplýsingar eru enn ófullnægjandi um meint fangaflug um Ísland: Skortir vissu um fangaflug FANGAFLUGVÉL Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI N196D Vél sem talið er að flutt hafi fanga til pyntinga fyrir bandarísku leyniþjónust- una lenti á Reykjavíkurflugvelli á þriðju- dag. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. Móðir látins hermanns dæmd Cindy Sheehan, móðir bandarísks her- manns sem féll í Írak og er orðin fræg vestra fyrir mótmæli sín gegn Íraksstríð- inu, var í gær dæmd ásamt 26 öðrum til greiðslu 75 dala sektar fyrir mótmæli. Sheehan hafði efnt til mótmæla við Hvíta húsið sem ekki hafði verið sótt um leyfi fyrir. Lögmaður Sheehan sagði dómnum verða áfrýjað. BANDARÍKIN FINNLAND Mjög einfalt er að kaupa eiturlyf eða ólögleg lyf á netinu og það gera hundruð Finna. Marg- ir þeirra vita ekki einu sinni að kaupin eru ólögleg og þeir taka mikla heilsufarslega áhættu. Þetta kemur fram á fréttavef Hufvud- stadsbladet. Ekki er endilega um hefðbundin fíkniefni að ræða heldur frekar lyf sem eiga að vera „náttúruleg“ og hafa örvandi áhrif eða eiturlyf sem gefa miklar ofskynjanir. Oft eru eiturlyfin heimafram- leiðsla frá Bandaríkjunum, Hol- landi eða Bretlandi. Þau eru seld hverjum sem er. Rannsókn hefur sýnt að fimmt- ungur vefsíðnanna sem selja lyfin hefur jákvæða afstöðu til eitur- lyfja. Tíunda hver vefsíða sem var rannsökuð selur ólyfjan. Á tíundu hverju síðu eru líka leiðbeining- ar um hvernig eigi að rækta eða framleiða eiturlyf. - ghs Finnar kaupa lyf á netinu: Áhættusöm lyfjakaup EITURLYF Í SKEIÐ Hundruð Finna kaupa lyf og eiturlyf á vefsíðum. BANDARÍKIN Bandarísk stjórnvöld hafa verið í viðræðum við ráða- menn í Póllandi og fleiri Evrópu- löndum um möguleikann á því að hýsa evrópska útstöð eldflauga- varnakerfis Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið unnið að slíku kerfi sem ætlað er að hindra að langdrægar sprengiflaugar nái inn á banda- rískt landsvæði, skyldi slík árás verða gerð. Á fréttavef breska útvarpsins BBC er haft eftir ónafngreind- um embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að rætt hafi verið við stjórnvöld í fleiri Evrópulöndum um að koma upp slíkri útstöð austanhafs. Henni yrði ætlað að vernda einnig Evrópu fyrir eldflaugaárás, svo sem frá Mið-Austurlöndum eða Norður-Afríku. - aa Eldflaugavarnarkerfi BNA: Viðræður um útstöð í Evrópu LANGDRÆG ELDFLAUG Tilraunaflaug skotið frá herstöð á Hawaii. NORDICPHOTOS/AFP Ekki refsað fyrir líkamsárás 27 ára maður var dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að sparka í andlit annars í slagsmálum við Félagsheimilið á Suður- eyri í lok apríl. Honum var ekki gerð refsins en hann hafði sýnt mikla iðrun og var ekki upphafsmaður átakanna. HÉRAÐSDÓMUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.