Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 8
8 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR ��������������������������� ������������� ���������� �������������������������������� � � � ���������������������������������������� �������������������������������� ����������������������������������� ����� ��������������������� � � ���������������������������� ������������������������������������ ������������������������������ ����������������������������� ������������ ����������� ��������������� � ���������������������������������� VEISTU SVARIÐ 1 Hversu há var úrvalsvísitalan hæst á þriðjudag? 2 Hvað heitir forseti bæjarstjórnar Akureyrar sem er að hætta? 3 Hver er unnusti Christinu Aguilera? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 SVEITARSTJÓRNARMÁL Reykjanes- bær skilar 160 milljóna rekstrar- afgangi á þessu ári og mun sam- kvæmt áætlun skila öðrum 155 milljónum í afgang á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Árna Sigfússyni bæjar- stjóra. Vegna þessa telja bæjaryfir- völd nú hafa myndast svigrúm til skattalækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í bæjar- félaginu. Um er að ræða tals- verðan viðsnúning frá árinu 2004 þegar bæjarfélagið skilaði 210 milljóna tapi. Ný fjárhagsáætlun verður tekin til umræðu hinn 6. desember. - saj Reykjanesbær skilar hagnaði: Svigrúm til skattalækkana REYKJANESBÆR Bæjarstjóri hefur tilkynnt um skattalækkanir og aukna þjónustu. ÍTALÍA, AP Umdeildar og umfangs- miklar breytingar á ítölsku stjórn- arskránni voru endanlega sam- þykktar á miðvikudagskvöld, er stjórnarmeirihluti hægriflokka í efri deild þingsins í Róm samþykkti þær. Breytingarnar eru þær umfangs- mestu frá því stjórnarskráin gekk í gildi árið 1948, en hart hefur verið deilt um þær. Stórnarand- staða miðju-vinstriflokka hefur boðað að hún muni sjá til þess að breytingarnar verði bornar undir þjóðaratkvæði og berjast fyrir því að þeim verði hnekkt. Að sögn for- svarsmanna stjórnarandstöðunnar ógna breytingarnar einingu lands- ins; þær stefni í að auka enn frekar en orðið er á klofning landsins í rík og fátæk héruð. Einn helsti bar- áttumaðurinn fyrir breytingunum er Umberto Bossi, leiðtogi Norður- bandalagsins (Lega Nord), sem fyrir ríkisstjórnarþátttöku sína barðist fyrir aðskilnaði iðnhérað- anna á Norður-Ítalíu. Í meginatriðum fela breyting- arnar í sér að héruð Ítalíu, sem eru alls tuttugu, fái meira sjálfræði á kostnað miðstýringarvaldsins í Róm. Hins vegar er valdsvið for- sætisráðherrans fært út en vald forseta lýðveldisins skert. Þar sem breytingarnar voru ekki samþykktar með tveggja þriðju hluta meirihluta á þingi verða þær væntanlega bornar undir þjóðar- atkvæði um mitt næsta ár. - aa Umdeildar breytingar á stjórnarskrá Ítalíu samþykktar á þingi: Þjóðaratkvæðagreiðsla boðuð BOSSI FAGNAR Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, fagnar á þingpöllum efri deildar ítalska þingsins er samþykkt stjórnarskrárbreytinganna lá fyrir. MYND/AP ÞJÓÐKIRKJAN Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, er varkár í við- brögðum sínum við frumvarpi ríkisstjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra og segir: „Allir góðir menn fagna réttarbótum. Þetta er bara gott mál.“ Karl segir að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um réttarstöðu samkynhneigðra sé umdeilt, ekki bara innan þjóðkirkjunnar heldur meðal almennings og trúfélaga en kirkjan sé víðfeðm og rúmi ýmsar skoðanir. Hann segir að kirkjan sé að skoða vígslu samkynhneigðra para. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að samkynhneigð pör fái sömu heimild til að ættleiða börn og gangast undir tæknifrjóvgun og gagnkynhneigð pör hafa. „Við þurfum að horfa á barnið. Réttur þess til lífs og gæða og ástar og umönnunar og öryggis er aðal- atriðið en ekki réttur einhvers til að eiga börn. Mikilvægt er að vel- ferð barnsins sé höfð í fyrirrúmi,“ segir hann. - ghs Frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra: Góðir menn fagna GOTT MÁL Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, er varkár í viðbrögðum sínum við frumvarpi um réttarstöðu samkynhneigðra en segir að það sé gott mál. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GARÐABÆR Sjálandsskóli í Garða- bæ er stórlega vannýttur nú þegar fyrsti áfangi af þremur er risinn. Skólinn getur tekið við miklu fleiri börnum en eru í skólanum í vetur og er þó hluti skólahúsnæðisins leigður út fyrir leikskóla. Tæplega áttatíu börn eru í skól- anum en skólinn getur tekið við 240 börnum eins og hann er núna. Fullkláraður getur skólinn tekið við 500 börnum. Ástæðan fyrir þessum nemend- askorti í skólanum er sú að mun færri börn búa í Sjálandshverfi en gert hafði verið ráð fyrir í hönn- unarforsendum skólans. Foreldr- ar í Garðabæ fá að velja skóla fyrir börn sín. Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla, segir að Sjálands- hverfið sé ekki fullbyggt ennþá. Það hafi komið á óvart hversu margir af fyrstu íbúum hverfis- ins hafi verið fólk á efri árum og það sé kannski vegna þess að fólk hafi séð sér leik á borði að flytja úr eldri hverfum í minni íbúð í glæsilegu hverfi. „Við vitum ekki hve margir nemendurnir verða á næsta ári því það á eftir að byggja meira í Sjálandinu. Við vitum heldur ekki hve margir fari úr Ásahverfi og Flataskóla yfir í Sjálandsskóla. Með því að bjóða upp á gott skóla- starf og kynna skólann vel von- umst við til að skólinn verði í ful- lri nýtingu á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hann. Byggingaframkvæmdir eiga sér stað í hverfinu við Sjálands- skóla og hefur því ekki verið hægt að tryggja börnunum örugga gönguleið í og úr skólanum. Börn- um hefur því verið ekið í litlum rútum úr öðrum hverfum í skólann á kostnað bæjarins. ghs@frettabladid.is Allt of fá börn í Sjálandsskóla Grunnskólinn Sjálandsskóli í Garðabæ er stórlega vannýttur. Hann getur tekið við 240 börnum en í skólanum í vetur eru tæplega áttatíu börn. OF FÁ BÖRN Sjálandsskóli í Garðabæ getur tekið við miklu fleiri börnum en eru í skólanum í vetur. Bæjaryfirvöld höfðu gert ráð fyrir mun fleiri börnum í hverfinu en raunin hefur sýnt. Börnum úr öðrum hverfum er ekið í skólann í rútum vegna byggingarframkvæmdanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK, AP Tyrkneska ríkis- stjórnin hefur farið fram á það við dönsk stjórnvöld að þau láti loka sjónvarpsstöð sem Kúrdar búsettir í Danmörku starfrækja. Tyrknesk yfirvöld saka stöðina um að vera málpípu bannaðra uppreisnar- samtaka Kúrda og segja að lokun hennar væri eðlilegur liður í hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðju- verkum. Tyrkneski forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan sniðgekk blaðamannafund sem til stóð að hann héldi með gestgjafa sínum, Anders Fogh Rasmussen, í Kaup- mannahöfn á þriðjudag. Erdog- an var ósáttur við að fréttamenn umræddrar sjónvarpsstöðvar, Roj TV, væru á fundinum. Tals- menn Tyrklandsstjórnar halda því fram að stöðin, sem sendir út dagskrá sína í gegnum gervihnött, reki áróður fyrir Kúrdíska verka- mannaflokkinn, PKK, en hann er á lista yfir hryðjuverkasamtök bæði í Evrópusambandinu og Banda- ríkjunum, auk Tyrklands. Fréttamannafundarins hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu eftir að Erdogan lét hörð orð falla í garð Fogh vegna þess að hann vildi ekki aðhafast neitt vegna birtingar á teikningum af Múhameð spámanni í dagblaðinu Jyllandsposten. Að sið múslima er bannað að birta myndir af spá- manninum. - aa Tyrknesk stjórnvöld krefjast aðgerða: Vilja bann á kúrd- íska sjónvarpsstöð FOGH EINN Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lét sig vanta á fréttamanna- fund með Anders Fogh Rasmussen í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kirkjan og Mæðrastyrksnefnd: Úthluta jóla- gjöfum saman HJÁLPARSTARF Forsvarsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar og aðstandendur Mæðrastyrksnefnd- ar Reykjavíkur hafa ákveðið að vinna sameiginlega að jólaúthlutun þetta árið. Rauði kross Íslands mun styrkja úthlutun þeirra með fjár- framlagi og sjálfboðaliðum. Undanfarin ár hafa báðar stofnanir úthlutað matvælum og annars konar vörum og aðstoð til bágstaddra um jólin en talið er að samvinna geri starfið markvissara og bæti aðstoð við alla þá er á henni þurfa að halda, hvar á landi sem þeir búa. Talið er að þeir skipti þús- undum sem nýta sér þessa nauð- synlegu aðstoð um hver jól. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.