Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 61
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, besti vinur og móðir okkar, Carla Pizarro Fernadez lést sunnudaginn 13. nóvember. Símon Jóhann Bragason Sóldís Rós Símonardóttir Veronica Alexandra Símonardóttir Rafael Róbert Símonarson www.steinsmidjan.is Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson MERKISATBURÐIR 1626 Basilíka Sankti-Péturs í Róm er vígð af páfa. 1709 Biskupsstofan á Hólum í Hjaltadal brennur til kaldra kola. 1916 Bardaganum við Somme í Frakklandi lýkur en hann stóð í nærri fimm mánuði. 1920 Matthías Jochumsson, skáld og prestur, andast. 1984 Jón Baldvin Hannibalsson er kosinn formaður Alþýðu- flokksins. 2003 George W. Bush Banda- ríkjaforseti kemur í opinbera heimsókn til Bretlands. NIELS BOHR (1885-1962) LÉST ÞENNAN DAG. „Sérfræðingur er maður sem hefur gert öll þau mistök sem hægt er að gera innan mjög þröngs sviðs.“ DANSKI EÐLISFRÆÐINGURINN VAR EINN AF HÖFUNDUM SKAMMTAFRÆÐINNAR. Á þessum degi árið 1978 fundust lík af 914 mönn- um, þar af 276 börnum, í kommúnunni Jonestown í Guyana í Suður-Ameríku. Fólkið var allt í söfnuðinum Musteri fólksins en leiðtogi þess var Jim Jones. Jones stofnaði söfnuð sinn á sjötta áratugnum í Indíanaríki í Banda- ríkjunum. Hann laðaði að sér blökkumenn þar sem hann var á móti kynþáttahatri. Árið 1971 sett- ist söfnuðurinn að í San Fransisco en fjölmiðlar fóru fljótlega að saka Jones um ofbeldi gagnvart fylgis- mönnum sínum auk þess sem hann var sakaður um misnotkun á börnum. Jones flutti því söfnuðinn í frumskóga Suður-Ameríku og stofnaði kommúnuna Jonestown árið 1977. Bandaríski þingmaðurinn Leo Ryan kom til Jones- town árið 1978 en hann hafði verið hvattur af fyrrver- andi félögum safnaðarins að kanna málin. Þegar margir íbúa Jonestown leituðu til Ryans og báðu hann að koma sér til hjálpar leist Jones ekki á blikuna og lét myrða þingmanninn og förunauta hans. Þá skipaði hann fylgismönnum sínum að stytta sér aldur og inn- byrtu flestir blásýru. Þeir sem neit- uðu voru ýmist neyddir til þess eða skotnir þegar þeir reyndu að flýja. Aðeins rúmlega tugur manna lifði af en sjálfur skaut Jones sig í höfuðið. ÞETTA GERÐIST > 18. NÓVEMBER 1978 Jim Jones fyrirskipar fjöldasjálfsmorð JONESTOWN ANDLÁT Bára Hólm, Hátúni 11, Eskifirði, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Björn Kjartansson, verktaki, Fitja- koti, Kjalarnesi, lést þriðjudaginn 15. nóvember. Björn Vignir Sæmundsson, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal, lést mánudaginn 14. nóvember. Guðbjörn Frímannsson, Heiðar- vegi 8, Selfossi, lést þriðjudaginn 15. nóvember. Rannveig Sigurðardóttir, Smára- braut 15, áður Svanahlíð, Höfn í Hornafirði, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Þorbjörg Sveinsdóttir, frá Vík í Mýrdal, lést þriðjudaginn 15. nóvember. JARÐARFARIR 11.00 Guðríður Jóelsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, Laufskógum 19, Hveragerði, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.00 Dagbjört Elíasdóttir, Voga- tungu 61, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. 13.00 Guðný Jóhanna Óskars- dóttir, Birkimel 8, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Jóna Guðmunda Jakobs- dóttir og Ingibjörg Þórólfs- dóttir verða jarðsungnar frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Sólveig Björndís Guð- mundsdóttir, Kirkjuvegi 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Dalalandi 1, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Hallgríms- kirkju. Rannveig Gunn- arsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, er 56 ára. AFMÆLI Þórir Guðmunds- son, fréttamaður á Stöð 2, er 45 ára. BRÚÐHJÓN Arna E. Karlsdóttir og Þórr Tjörvi Einarsson voru gefin saman á Þingvöllum 21. júlí af séra Sigrúnu Óskarsdóttur. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. „Tuttugu og fjórar ungar konur voru fengnar til að prýða Austurvöllinn sem þá var óttalegt drullusvað eins og viðgekkst á þessum árum en þar átti að setja styttu af Bertel Thorvaldsen,“ segir Sigríður Sigurbergsdóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins, um upphaf þess. „Þegar þær ljúka verkinu með mikl- um sóma verður einni þeirra svo að orði: „Gaman gæti nú verið að halda hópinn og láta gott af okkur leiða.“ Þótti hinum sem mælt hefði verið úr þeirra munni.“ Þetta var 19. nóvember 1875 og síðan þá hafa konur í Thorvaldsensfélaginu heldur betur sett svip á bæinn með rausnarlegu góðgerðarstarfi. „Þær byrjuðu að prjóna og sauma föt og annað sem þær svo gáfu á fátæk heimili, halda jólatréskemmtanir fyrir fátæk börn og svo ráku þær handa- vinnuskóla, sunnudagaskóla og margt fleira tóku þær sér fyrir hendur,“ segir formaðurinn. Eflaust leiða fæstir hugann að því þegar þeir ganga Laugaveginn að þakka má Thorvaldsensfélaginu að hann var lagður á sínum tíma. „Þeim rann til rifja aðbúnaðurinn sem þvottakonur bjuggu við en þær þurftu að bera þvottinn á bakinu við illar aðstæður að laugunum þar sem þær þvoðu svo berskjaldaðar fyrir allra veðra vindum.“ Thorvaldsenskonur tóku sig því til og byggðu skýli við laugarnar yfir þvottakon- urnar og gáfu Reykjavíkurborg það með því skilyrði þó að borgin skaffaði þvotta- konunum hestakerrur svo þær þyrftu ekki að bera þvottinn. Ekki voru nú allir jafn hrifnir af því, til dæmis sagði einn borgarstjórnarmað- urinn að þær væru jú vinnukonur og það ætti ekkert að vera að hlaða undir þær. En það var gengið að þessu og í framhald- inu er Laugavegurinn lagður,“ útskýrir Sigríður. Aðrar rósir í hnappagat félagsins eru vöggustofan og dagheimilið á Dalbraut en félagið hefur alla tíð gefið rausnarlega til málefna barna. THORVALDSENSFÉLAGIÐ: 130 ÁRA Létu leggja Laugaveginn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og systir, Guðný Sóley Sveinsdóttir Nordásvegen 138, Holmlige, Oslo, áður til heimilis að Ásabraut 15, Keflavík, lést þann 14. nóvember sl. Útförin fer fram 22. nóvember í Osló. Sepehr Habibi, Freyja Elísa, Alexander Nureddin og David Anis. Sigurbjörg H. Sveinsdóttir Erling Rafn Sveinsson Guðbjörg H. Sveinsdóttir Vilhjálmur Á. Sveinsson Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ágúst Guðbrandsson frá Stígshúsi, Stokkseyri, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19. nóvember kl. 14.00. Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir Guðríður Bjarney Ágústsdóttir Sigríður Inga Ágústsdóttir Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson Kristín Steinþórsdóttir Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég veit varla hvort ég vilji að þetta komi fram, en þegar ég var ellefu ára tók ég að mér fyrir vin minn að bera út blöð í hverfinu hans og rukka áskrifendur í einn mánuð. Ég áttaði mig ekki á því þá hvað ég var að gera, en geri það núna, að ég var blaðburðardrengur fyrir Nútímann, Alþýðublaðið og Þjóðviljann,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson hlæjandi en hann er í dag alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er satt best að segja ekkert stoltur af þessu starfi,“ segir Sigurður. Þá bættist við að starfið var töluvert erfitt því hann þurfti að bera út blöðin í öllu Efra-Breiðholti en blöðin voru þó tiltölulega fá. „Það voru bara örfáir furðufuglar sem voru áskrifendur að þess- um ósköpum,“ segir Sigurður, sem gekk langar leiðir á hverjum degi í þennan eina mánuð. Ekki fannst Sigurði hann fá mikið borgað fyrir ómakið. „Þeir voru nú bless- aðir sósíalistarnir ekkert að gera allt of vel við sitt fólk,“ segir hann glettnislega. Hýran nægði þó til að kaupa Signus Spectrum tölvu sem var mjög vinsæl leikjatölva á þessum tíma. Það má því segja að vinstrimenn hafi fjármagnað fyrstu tölvukaup sjálfstæðismannsins Sigurðar Kára. FYRSTA STARFIÐ: SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Bar út blöð sósíalista og vinstrimanna SIGRÍÐUR SIGURBERGSDÓTTIR FORMAÐUR THORVALDSENSFÉLAGSINS Sigríður er hér á Thorvaldsensbazar sem malað hefur gull í gegnum tíðina. Ágóðinn hefur runnið til ýmissa góðra málefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.