Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 38
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR6 Erlingur Grétar Einarsson er leikari, nemi, kennari og íbúð- areigandi. Erlingur virðist hafa bleikt þema í sínum sparnaði, hann verslar við bleika Bónus grísinn og kaupir bensín með bleika Orkukortinu sínu. Erlingur Grétar Einarsson leikur eitt af aðalhlutverkunum í uppsetn- ingu Stúdentaleikhússins á verkinu Blóðberg. Á sviðinu fer hann með hlutverk drottningarinnar Quincy, kaldhæðins homma sem hangir öll kvöld á börum bæjarins. Auk þess að vera leikari nemur Erling- ur kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og kennir við Menntaskól- ann við Sund. Nýlega keypti hann sér íbúð með kærustunni sinni og hlýtur því að auki titlana íbúðareig- andi og sambýlismaður. Dagarnir líða hratt hjá Erlingi enda í nógu að snúast, bæði utan sviðs og á, og segist hann varla hafa tíma til að hugsa um sparnað. „Ég reyni að versla í Bónus þegar tími vinnst til,“ segir Erling- ur. „Ef maður sér eitthvað sem er á tilboði þá náttúrlega skellir maður sér á það ef maður þekkir vöruna.“ Nýlega jók Erlingur útgjöld- in með því að festa kaup á íbúð. „Mann langar auðvitað til að forð- ast lán og raðgreiðslur,“ segir Erlingur. „En núna erum við með húsnæðislán og bílalán. Við erum reyndar með þetta allt í greiðslu- þjónustu og það hjálpar rosalega. Og við erum líka laus við yfir- drátt sem er algjört heaven,“ segir Erlingur og blaðamaðurinn stynur af öfund. Íbúðakaupum getur oft fylgt óvæntur kostnaður sem erfitt er að sjá fyrir og því gott að sýna fyrirhyggju. „Við gerð- um það þannig að við reiknuðum kostnaðinn alltaf rúmlega svo við lentum ekki í vandræðum,“ segir Erlingur. „Við höfum líka haft það fyrir sið að leggja alltaf til hliðar fimm prósent af laununum okkar um hver mánaðamót. Þá eigum við alltaf varasjóð til að nota í húsgagnakaup eða ferðalög eða þvíumlíkt.“ Erlingur og kærasta hans reka einn bíl, Daewoo station, sem Erlingur segir eyða frekar litlu. „Maður finnur samt fyrir bensínkostnaðinum. Ég fór alltaf á þjónustustöðvarnar þegar ég keypti bensín en ég var að fá mér Orkukort þannig að núna er ég að fara að spara alveg helling,“ segir Erlingur ánægður. „Ég skoðaði hvar mesti afslátturinn væri á þessum ódýrari stöðvum og ákvað að skella mér á þetta. Þetta er frels- iskort þannig að maður leggur inn á kortið og svo skellir maður því bara í sjálfsalann. Á þennan máta getur maður jafnvel skammtað sér bensínpeninginn ef vill. Með þessu er ég að spara mér um fjór- ar krónur á lítrann. Og það munar um það.“ johannas@frettabladid.is Bleikur sparnaður kaldhæðinnar drottningar Erlingur Grétar Einarsson leikari með fagur- bleika Orkukortið sitt. Verðandi bílakaupendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Þeir sem ferðast um á tveimur jafnfljótum og eru í bílahugleið- ingum ættu að hafa augun opin. Fjölmargar bílasölur eru nú með tilboð á bæði nýjum og notuðum bílum. Úr nægu er að velja hvort sem það eru risavaxnir jeppar eða smáir bílar sem taka aðeins hálft bílastæði. Ingvar Helgason býður kaupauka með notuðum bílum sem eru á tilboðsverði þessa dag- ana. Bílabúð Benna er með lækk- að verð, og Bílaþing Heklu er með útsölu á nýlegum og eldri bílum í dag og á morgun. Þeir sem hafa hug á bílakaupum ættu að vafra um netið eða hringja í umboðin áður en lagt er af stað til að vita hvað er í boði. Tækifæri til bílakaupa Tískuvöruverslunin Næs í Graf- arvogi er nú með rýmingarsölu þar sem allt á að seljast. Vegna breytinga hjá versluninni Næs í Grafarvogi verður allt í búðinni selt. Næs selur gæða kvenfatnað og aðeins þrjú verð verða í gangi, 700 kr., 1.500 kr. og 4.000 kr. Hægt er að fá allan kven- fatnað eins og buxur, dragtir, pils, boli, toppa og margt fleira. Allt á að seljast og þess vegna er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum. Næs er á Foldatorgi í Grafar- vogi og hefur verslunin verið afar vinsæl hjá Grafarvogsbúum. Þrjú verð Náttföt og náttkjólar eru á tilboði í Dizu í Ingólfsstræti 6. Stakar smáköflóttar náttbuxur og langerma toppar við, einlit náttföt, hvít, blá eða bleik og nák- kjólar, stuttir og síðir eru meðal þess sem verslunin Diza í Ingólfs- stræti 6 býður á fimmtán prósenta afslætti til næstu mánaðamóta. Allt er þetta úr ítalskri hágæða- bómull þannig að um hlýlega og vandaða vöru er að ræða. Verð- ið er heldur ekkert til að fælast. Náttfötin eru á bilinu 4-5 þúsund og náttkjólarnir undir þrjú þús- und kallinum. Ítölsk bómull
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.