Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 46
8 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Ég held það sé afar mikilvægt fyr- ir eldri borgara að hafa aðgang að góðu tómstundastarfi. Þegar fólk eldist og er kannski orðið eitt í hús- inu eða í mesta lagi með maka sín- um, þá skiptir það miklu að komast út og hitta fólk,“ segir Brynjólfur Bergsteinsson, formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Í Miðvangi, húsi eldri borgara, hafa eldri borgarar hist nú í tæpan ald- arfjórðung og dansað, spilað, farið í handavinnu og sinnt hinum ýmsu áhugamálum. En aðstaðan er að verða þröng fyrir sívaxandi hóp eldri borgara á svæðinu, og hafa þeir nýverið fengið aðstöðu í Kompunni, listahúsi Fljótsdalshér- aðs, þar sem þeir geta sinnt áhuga- málum svo sem bókbandi og tré- skurði, og sótt ýmiskonar listanám- skeið sem eru í boði. Jafnframt eru góðar vonir bundnar við nýja byggingu eldri borgara sem fyrirhugað er að byggja við Strikið, nýja aðalgötu Egilsstaða. Þar verða 24 þjónustuíbúðir sem bætast við þær 20 sem fyrir eru í Miðvangi. Að auki er blandaður kór eldri borgara starfandi á Egilsstöðum, og stendur félagið fyrir reglubundnum ferðalögum um land allt. Sjálfur segist Brynjólfur ekki hafa mikinn tíma aflögu til félagsstarfa. Hann býr enn á bæ sínum fyrir utan Egilsstaði, og sinnir formannsstarf- inu af krafti. „Þetta bara tekur sinn tíma,“ segir hann og brosir. Minjasafn Austurlands, Héraðs- skjalasafn Austfirðinga og Bóka- safn Héraðsbúa er öll að finna í Safnahúsinu á Egilsstöðum, og kennir þar ýmissa grasa. Minjasafn Austurlands sýnir muni sem tengjast menningu, atvinnu- háttum og daglegu lífi á Austur- landi frá upphafi landnáms til okk- ar daga. Á fastri sýningu má meðal annars sjá aldagamla baðstofu frá Brekku í Hróarstungu sem og Þór- isárkumlið, eitt ríkasta kuml sem fundist hefur á Íslandi. Sérsýningar safnsins gera rannsóknum þess skil, auk þess sem boðið er upp á þjóð- háttardaga á fimmtudögum á sumr- in, þar sem þjóðlegu handverki og verkhefðum er gert hátt undir höfði, og geta gestir spreytt sig á ýsubeinaútskurði, eldsmíði, útsaum og mörgu fleiru. Minjasafnið hefur einnig umsjón með Kjarvals- hvammi í Hjaltastaðaþinghá, þar sem Kjarval bjó og málaði, og Geirsstöðum í Hróarstungu, þar sem getur að líta endurgerða kirkju frá upphafi kristni á Íslandi. Héraðsskjalasafn Austfirðinga verður þrítugt á næsta ári. Safnið varðveitir skjöl og bækur sveitarfé- laga, stofnana og félaga sem tengj- ast þeim. Á safninu eru lesvélar fyr- ir örfilmur, en á filmum eru til kirkjubækur úr Múla-, Skaftafells- og Þingeyjarsýslum. Fleiri gögn sem tengjast austfirskri sögu eru einnig til á filmum, svo sem bréfa- söfn margra þeirra sem setið hafa á Alþingi fyrir Austurland. Auk þess eru margar bækur til á safninu. Bókasafn Héraðsbúa varð til við samruna nokkurra lestrarfélaga á Héraði í vetrarbyrjun árið 1956, og hefur það verið til húsa á efstu hæð Safnahússins síðan 1995. Safnið hefur um 14.000 bækur til umráða, en auk þess er á safninu ofurlítill vísir að myndbandasafni og hljóð- bókasafni. Safnið er tölvuvætt og tengt landskerfi bókasafna, Gegni. Gestir safnsins hafa aðgang að tölvu sem mikið er notuð, ekki síst af ferðamönnum. Mikið og fjölbreytt félagslíf eldri borgara Eldri borgarar á Fljótsdalshéraði eru um 150 og þeim fer fjölgandi. Félagsstarf þeirra er afar fjölbreytt. Brynjólfur Bergsteinsson er formaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, en félagið er kraftmikið og býður upp á afar fjölbreytt félagslíf. Safnahúsið á Egilsstöðum er miðstöð menningar Þrjú söfn eru samankomin undir einu þaki í Safnahúsinu á Egilsstöðum og þar blómstrar menningarlíf Austlendinga. Safnahúsið á Egilsstöðum er glæsilegt hús. Skemmtilegar sýningar er að finna innan- dyra í Safnahúsinu. 08-09 lesið 17.11.2005 15:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.