Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 12
12 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
ÆVINT†RIN ERU ENN
A‹ GERAST
Pathfinder SE
Ver›tilbo› 4.290.000.-
Lúxusjeppi á vetrardekkjum, sjálfskiptur,
7 manna, cruise control og allur pakkinn.
44.619.- á mánu›i*
m.v. 20.000 km akstur á ári
79.229.- á mánu›i*
Rekstrarleiga me› fljónustu í 36 mán.
PATHFINDER
NISSAN
*L‡sing 30% útborgun og
eftirstö›var í 84 mánu›i.
32” dekk fylgja me›!
SKIPT_um landslag
JÚSJENKÓ Í FRAKKLANDI Viktor Júsjenkó
Úkraínuforseti tekur hér í höndina á
viðskiptajöfrinum Louis Schweitzer, for-
manni samtaka atvinnulífisins í Frakklandi.
Júsjenkó heimsótti samtökin í fyrradag í
tveggja daga opinberri heimsókn sinni til
Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALNÆMI Yfir tvær milljónir eru
sýktar af alnæmisveirunni í
Suður-Ameríku og hafa menn
vaxandi áhyggjur af þeim fjöl-
da barna og unglinga sem eru í
þeim hópi. Af þessum tveimur
milljónum eru 700 þúsund ung-
menni á aldrinum 15 til 24 ára
og fimmtíu þúsund hafa ekki náð
þeim aldri.
Starfsmenn Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna hafa af þessu
miklar áhyggjur enda fjölgar
þeim börnum hratt sem fæðast
með alnæmi sem móðir þeirra
hefur fengið. Sjá menn fram á að
tala sýktra barna og ungmenna
verði komin yfir milljón árið 2010
ef ekki verði gripið til aðgerða nú
þegar.
Alnæmi dregur árlega 140
þúsund manns til dauða í Suður-
Ameríku og margir af þeim
látnu skilja eftir sig börn sem
einnig eru sýkt. Veldur það mikl-
um vandræðum þar sem fáir
fósturforeldrar eru reiðubúnir
til að taka við börnum sem eiga
eftir að lifa í hæsta lagi í tíu til
tuttugu ár. - aöe
Alnæmi er vaxandi vandamál í Suður-Ameríku:
Tæp milljón barna er smituð
EIN MILLJÓN SÝKTRA BARNA ÁRIÐ 2010
Sífellt fleiri börn fæðast með alnæmi í
Suður-Ameríku og mun fjöldi þeirra líklega
fara yfir milljón á næstu árum.
ILLA ÚTLEIKINN Íslamska fræðimannafélagið í Írak birti í vikunni þessar myndir af manni
sem það segir hafa sætt pyntingum af hendi írösku lögreglunnar. NORDICPHOTOS/AFP
BAGDAD, AP Bayn Jabr, innanrík-
isráðherra Íraks, sakaði þá sem
gagnrýnt hafa stjórnina fyrir illa
meðferð á súnníum um að ýkja
sögur um pyntingar af pólitískum
hvötum. Talsmenn súnnía eru hins
vegar æfir og krefjast óháðrar
rannsóknar.
Jabr boðaði til blaðamanna-
fundar í gær til að slá á ólguna sem
blossaði upp eftir að bandarískir
hermenn fundu 173 fanga, illa á
sig komna, í einni af byggingum
ráðuneytsins. Í stað auðmýktar
réðist Jabr hins vegar á þá sem
gagnrýnt höfðu ríkisstjórnina og
sakaði þá um að styðja uppreisn-
armenn og vera í pólitískum hrá-
skinnaleik. Í fangageymslunum
hefði verið að finna jafnt sjía sem
súnnía en einnig hefðu verið þar
„hættulegir hryðjuverkamenn“.
Hann sagði að „aðeins“ sjö fang-
ar hefðu sætt misþyrmingum og
þeir sem þeim hefðu beitt yrðu
látnir svara til saka. „Ég er alfar-
ið á móti pyntingum og ég mun
refsa þeim sem pynta fanga. Ég
bendi hins vegar á að enginn var
hálshöggvinn eða myrtur á annan
hátt.“
Málið sýnir öðru fremur hversu
grunnt er á því góða á milli íraskra
sjía og súnnía. Þeir fyrrnefndu
sættu ofsóknum á valdatíma
Baath-flokks Saddam Hussein
þar sem súnníar voru í öndvegi. Í
dag eru sjíar hins vegar við stjórn-
völinn í lykilráðneytum Íraks, þar
á meðal innanríkisráðuneytinu,
og er augljóst að mörgum þykir
tími til kominn að jafna sakirnar
við sína fornu fjendur. Óttast er
að verið sé kerfisbundið að hræða
súnnía frá þátttöku í þingkosning-
unum 15. desember.
Orð Jabr féllu í grýttan jarðveg
hjá súnníum og lét Abdul-Salam
al-Kubais, talsmaður íslamskra
fræðimannafélagsins, þá skoðun
sína í ljós við AP-fréttastofuna að
innanríkisráðuneytinu væri ekki
treystandi til að inna af hendi
rannsókn málsins. „Við erum ekki
að ásaka neinn en það er ljóst að
lögregla hefur handtekið okkar
fólk og síðan finnast lík þess. Ef
ráðherrann veit ekki af þessu á
hann að segja af sér.“ Annar tals-
maður súnnía kvaðst hafa heim-
ildir fyrir því að misþyrmingar
tíðkuðust í að minnsta kosti þrem-
ur fangelsum til viðbótar.
Manfred Nowak, sérfræðing-
ur Sameinuðu þjóðanna í rann-
sókn pyntingamála, styður kröfur
súnnía um óháða rannsókn. „Það
er á allra vitorði að pyntingar
eru ennþá stundaðar í Írak þótt
Saddam sé á bak og burt. Þetta
er skelfilegur veruleiki en stað-
reyndin er samt sú að við höfum
fengið tilkynningar um þessi
leynifangelsi í nokkurn tíma.“
sveinng@frettabladid.is
Pyntingasögur
sagðar ýktar
Innanríkisráðherra Íraks segir ásakanir um að
súnníar í haldi lögreglunnar hafi verið pyntaðir
vera ýkjur. Súnníar krefjast óháðrar rannsóknar.
BAYN JABR Innanríkisráðherrann segir
málið storm í vatnsglasi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN Tæplega tveggja metra
langur krókódíll gerði sér lítið fyrir
í gær og laumaði sér inn á flugvöll-
inn í Miami.
Dýrið óð yfir nokkrar af flug-
brautunum áður en það kom sér
fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu.
Þar sem nokkur hætta skapaðist af
þessu ferðalagi krókódílsins brugð-
ust flugvallarstarfsmenn skjótt
við og kölluðu á dýraeftirlitsmann
sem handsamaði skepnuna, tjóðraði
hana og flutti á brott með hjálp lög-
reglu.
Ekki fylgir sögunni hvert farið
var með gestinn óboðna en væntan-
lega á stað þar sem flugvélagnýrinn
var minni. ■
Handagangur í öskjunni:
Krókódíll á
flugbrautinni
����� ���������������
����������������
��������� ��������������
EMBÆTTI Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, og Dorrit
Moussaieff forsetafrú hafa þegið
boð um að vera
viðstödd embætt-
istöku Alberts II
fursta af Mónakó
sem fram fer við
hátíðlega athöfn
á morgun í dóm-
kirkjunni í Monte
Carlo.
Hefjast hátíð-
arhöldin strax í kvöld þegar öllum
gestum verður boðið til kvöld-
verðar. Strax að embættistökunni
lokinni á morgun verða gestir
viðstaddir hersýningu og sérstak-
an knattspyrnuleik sem fram fer
af þessu tilefni. Annað kvöld er
svo hátíðarkvöldverður en hátíð-
arhöldunum lýkur formlega á
sunnudaginn. ■
Nýr fursti í Mónakó:
Embættistaka
Alberts fursta
ALBERT Á ÍSLANDI