Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18 . nóvember 2005 17
NÝJAR OG VINSÆLAR
GEISLAPLÖTUR Á TILBOÐI
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is
skemmtir þér ;)
Í VERSLUNUM SKÍFUNNAR
Madonna-Confessions On A Dancefloor
Madonna er í einstaklega góðu formi á nýju
plötunni “Confessions On A Dancefloor” sem
er troðfull af fjörugum og grípandi smellum.
Destiny’s Child-Number 1’s
Safnplata sem spannar litríkan feril
Destiny’s Child og er jafnframt svanasöngur
tríósins. Hér eru 13 topplög frá stúlkunum
og 3 glæný lög að auki.
Green Day-Bullet In A Bible
Sögur af mögnuðum tónleikum Green Day
fóru sem eldur í sinu um rokkheima eftir
útgáfu rokkóperunnar “American Idiot” og
hér er tvöfaldur tónleikapakki á geislaplötu
og DVD diski.
Deftones-B Sides & Rarities
Tvöfaldur pakki sem inniheldur annars vegar
sjaldgæfar upptökur úr smiðju Deftones og
hins vegar er DVD diskur sem færir okkur
10 myndbönd og heilan helling af aukaefni.
Anastacia-Pieces Of A Dream
Anastacia hefur tröllriðið vinsældarlistum
undanfarin ár og hér er skotheld safnplata
sem inniheldur einnig nýja lagið Pieces Of
A Dream.
Il Divo-Ancora
Það var að koma út ný plata frá Il Divo
piltunum. Á nýju plötunni flytja þeir perlur á
borð við Unchained Melody, Hero, I Believe In
You, Ave Maria o.fl. og fá Celine Dion og
fleiri góða gesti í heimsókn.
Úrvalið er í Skífunni!
1.999 kr.
CD
1.999 kr.
CD
1.999 kr.
CD
1.999 kr.
CD
1.999 kr.
CD
2.499 kr.
CD+DVD
Mojo
DV
KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Sayako, yngri
dóttir Akihitos Japanskeisara, og eiginmað-
ur hennar Yoshiki Kuroda svara spurning-
um blaðamanna eftir brúðkaup þeirra sem
fram fór á hóteli í Tókýó í vikunni. Með því
að giftast Kuroda, sem ekki er af aðalsætt-
um, missti Sayako prinsessutitil sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Aron Pálmi Ágústsson
vinnur nú að því að koma heimili
sínu í bænum Beaumont í Texas í
horfið eftir að fellibylurinn Ríta
reið yfir á heimaslóðum hans. „Ég
hef unnið mikið við húsið og mér
líður mestmegnis ágætlega,“ segir
Aron.
Aron hefur einnig barist fyrir
því upp á síðkastið að lífi fangans
Stanley Williams verði þyrmt, en
hann bíður dauðarefsingar. „Ef
ekkert verður að gert verður hann
tekinn af lífi 13. desember,“ segir
Aron. „Ég vona að hann fái að
lifa.“ - saj
Aron Pálmi Ágústsson:
Í baráttu gegn
dauðarefsingu
ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON
DANMÖRK Sigurvegari sveitar-
stjórnarkosninganna í Danmörku á
þriðjudag er Ritt Bjerregaard, borg-
arstjóraefni jafnaðarmanna í Kaup-
mannahöfn. Flokkur hennar fékk
rúmlega þriðjung atkvæða og bætti
fylgi sitt þónokkuð. Ritt verður
fyrsta konan til að gegna starfi yfir-
borgarstjóra Kaupmannahafnar.
Ritt Bjerregaard hefur verið
lengi í stjórnmálum. Hún var ráð-
herra um árabil og nú síðast þing-
maður. Helsti keppinautur henn-
ar Søren Pind, oddviti Venstre,
tilkynnti um afsögn sína um leið og
fyrstu tölur lágu fyrir en flokkur
hans tapaði þremur borgarfulltrú-
um. Radikale Venstre bætti töluvert
við fylgi sitt í borginni og stefnir
allt í að flokkurinn starfi í meiri-
hluta með jafnaðarmönnum út kjör-
tímabilið.
„Ég er mjög sáttur við nýja
borgarstjórann,“ sagði Gerner
Nielsen, einn þeirra Kaupmanna-
hafnarbúa sem Fréttablaðið
náði tali af í gær. „Ég kýs alltaf
Jafnaðarmannaflokkinn og því er
þetta góð niðurstaða. Það hefði
verið slæmt ef Venstre hefði kom-
ist til valda.“ Kona á miðjum aldri
var einnig ánægð. Hún sagði skipta
miklu máli að fá jafn reynslumikinn
stjórnmálamann eins og Ritt í emb-
ættið. Hún væri útlendingur og því
fyndist henni Jafnaðarmannaflokk-
urinn vera besti kosturinn fyrir sig.
Knuud Nielsen var hins vegar
ekki eins ánægður. „Þetta var ekki
góð niðurstaða. Ritt á ekki far-
sælan feril að baki og er spillt. Ég
hefði miklu frekar viljað fá Klaus
Bondam frá Radikale Venstre í
borgarstjórasætið.“
„Þetta er hið versta mál enda
hef ég ekki verið sáttur við störf
Ritt hingað til,“ sagði ungur
karlmaður. „Ég kaus Íhaldsflokk-
inn en því miður kom hann ekki
nógu vel út.“ ■
Stefnir í samstarf jafnaðarmanna og Radikale Venstre út kjörtímabilið í Kaupmannahöfn:
Fyrsta konan á borgarstjórastóli
KNUUD NIELSEN Finnst útkoma kosning-
anna hið versta mál.
GERNER NIELSEN Er ánægður með nýja
borgarstjórann.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur féllst í gær á það með Spari-
sjóði Vestfirðinga að kröfur sjóðs-
ins í þrotabú Kristjáns Ragnars
Kristjánssonar, eins sakborninga í
Landssímamálinu, væru veðkröf-
ur. Slíkar kröfur njóta forgangs
við uppgjör þrotabúa.
„Það var fallist á allar okkar
kröfur,“ segir Björn Jóhannesson,
lögmaður Sparisjóðsins, en málið
snýst um lántökur Lífsstíls, eins
fyrirtækjanna sem fyrir koma í
Landssímamálinu og Kristján var
í forsvari fyrir. Hann sagði nú á
forræði skiptastjóra að ákveða
næstu skref, hvort kröfurnar yrðu
teknar til greina eða málinu vísað
til Hæstaréttar. - óká
Tekist á um kröfur í þrotabú:
Sparisjóðurinn
hafði betur
SVÍÞJÓÐ Ofbeldi virðist afar
algengt á meðal ungs fólks í
Svíþjóð. Könnun sem dagblaðið
Dagens Nyheter greinir frá sýnir
að strákar lenda oftast í átökum
úti á götu á kvöldin og um helg-
ar meðan stelpurnar eru beittar
ofbeldi heima.
Rúmlega 3.800 átján ára Svíar
svöruðu spurningum um hvort
þeir hefðu verið beittir ofbeldi
eða verið hótað, þar af aðeins um
1.400 strákar. Helmingur þeirra
sem svöruðu hafði orðið fyrir
hótunum. Helmingur strákanna
hafði sætt barsmíðum niðri í bæ
meðan stúlkurnar urðu frekar
fyrir ofbeldi heima og í ástar-
samböndum. Þriðjungur ung-
mennanna hafði verið beittur
ofbeldi heima, venjulega af syst-
kinum, fimm prósent af móður
sinni og átta prósent af hendi
föður. - ghs
Sænskir unglingspiltar:
Helmingur
laminn