Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 76
Hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns mun árita nýjustu plötu sína,
Undir þínum áhrifum, í Pennanum
á Glerártorgi á Akureyri
næstkomandi laugardag klukkan
16.00. Síðar um kvöldið treður
sveitin upp í Sjallanum.
Nýja platan hefur notið mikilla
vinsælda og var í efsta sæti Tón-
listans í tvær vikur. Myndbönd
frá útgáfutónleikum Sálarinnar í
Kaupmannahöfn er nú hægt að sjá
á heimasíðunni tonlist.is. ■
Áritun á
Akureyri
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Nýjasta plata
Sálarinnar hefur notið mikilla vinsælda að
undanförnu.
Mikill titringur er innan
bandaríska kvikmyndaiðnaðarins
eftir að Martin Scorsese tilkynnti
á Marrakech-kvikmyndahátíðinni
í Marokkó að hann væri
hættur að búa til „Hollywood-
myndir“. Scorsese hefur lengi
verið meðal fremstu leikstjóra
kvikmyndasögunnar og á að baki
tímalausa snilld eins og Raging
Bull og Goodfellas að ógleymdri
Taxi Driver.
Leikstjórinn goðsagnakenndi
sagðist vilja einbeita sér frekar
að heimildarmyndum og
stuttmyndum. Hann hefur fengið
mikið lof fyrir mynd sína um Bob
Dylan og það skyldi því aldrei
vera að Scorsese fengi loksins
Óskarinn fyrir heimildarmynd
en það væri væntanlega saga til
næsta bæjar enda hefur hann
aldrei fengið styttuna góðu fyrir
leiknar myndir sínar.
Það er þó ekki alveg komið að
þessum tímamótum því um þess-
ar mundir er Scorsese að leggja
lokahönd á The Departed. Þá
hefur hann í bígerð kvikmyndina
Silence en hún fjallar um prest
sem flyst til Kína í þeim tilgangi
að kristna landið. Eftir að gerð
hennar lýkur hyggst Scorsese
hægja aðeins á ferðinni. ■
SCORSESE OG DICAPRIO Martin Scorsese
segist vilja leggja meiri áherslu á gerð
heimildarkvikmynda og stuttmynda. Hann
hyggst hætta gerð „Hollywood-mynda“.
Scorsese hættur að gera
Hollywood-myndir
Nýjasta plata Bjarna Ara, Svíng,
er komin út. Á plötunni leikur
Bjarni sér að íslenskum og erlend-
um dægurlögum við undirleik
stórsveitar undir dyggri stjórn
Þóris Úlfarssonar.
Á meðal laga plötunnar er
Allur lurkum laminn, Undarlegt
með unga menn, Ef þú ert mér
hjá og Ástaróður þar sem Bjarni
syngur dúett með Helga Björns.
Síðasta plata Bjarna, Er ástin þig
kyssir, kom út fyrir þremur árum
við góðar undirtektir. ■
Svíng frá Bjarna Ara
BJARNI ARA Söngvarinn Bjarni Ara hefur
gefið út nýja plötu.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI