Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 48
10 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Vatnagörðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 581 3036 • adaleg@simnet.is HVERGI LÆGRA VERÐ Aðalflutningar Öryggi alla leið „Þeir koma auðvitað frá annars konar menningu, og þeim virðist ekkert finnast það neitt tiltökumál að aka eftir að hafa fengið sér örlít- ið neðan í því,“ segir Hjalti Axels- son, varðstjóri á Fljótsdalshéraði. „Við enduðum á því að hafa sam- band við Impregilo og biðja þá um að nefna á námskeiðunum sem haldin eru fyrir nýja starfsmenn að þetta er bannað með lögum á Ís- landi. Í framhaldi af því dró stór- lega úr þessu.“ Níu lögregluþjónar eru starfandi á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði, en þar af er einn á Vopnafirði og ann- ar í ársleyfi. Hjalti, sem útskrifaðist úr Lögregluskólanum árið 1999, hefur unnið á Egilsstöðum síðan árið 2002. „Þegar ég kom hingað var hér þessi hefðbundni sveitafílingur, frekar ró- legt og bara heimamenn úti á skemmtanalífinu um helgar. En vor- ið 2003 var eins og skipt væri úr öðrum gír upp í þann fimmta, þá fór allt á fullt,“ segir Hjalti. Fimmtán hundruð til tvö þúsund manns starfa við byggingu virkjunarinnar, mun fleiri flutningabílar eiga nú leið um svæði, og verið er að byggja og leggja vegi um alla Austfirði. „Þar af leiðandi eru mun fleiri um- ferðaróhöpp og fleiri vinnuslys. Það hefur eiginlega bara orðið sprenging hérna hjá okkur á þess- um árum,“ segir Hjalti, og bætir því við að á síðasta ári hafi tveir lög- reglumenn verið ráðnir í viðbót við flotann. Jafnframt hafa mótmæli umhverf- issinna haft sín áhrif. „Þetta um- stang tók sinn toll í sumar. Á þess- um rúma mánuði sinntu menn nánast engu öðru en því að fara upp á Kárahnjúka,“ segir Hjalti, sem var í fríi þessar vikur. „Þegar ég kom aftur og fór að skoða hvað menn voru búnir að gera varðandi hraðakstur og fleira þess háttar, þá var það í algjöru lágmarki því þeir höfðu ekki ráðrúm til að sinna neinu öðru, jafnvel þótt við feng- jum aðstoð frá Eskifirði og Sér- sveitinni.“ En samfélagið hefur aðlagast vel öllum þeim breytingum sem upp- gangurinn hefur haft í för með sér, og það er gott að búa á Austfjörð- um, að sögn Hjalta. Kvikmyndahús efst á lista Þótt Elín Káradóttir sé einungis 15 ára gömul, þá sinnir hún stjórnmálum af kappi, enda er hún formaður Ung- mennaráðs Fljótsdalshéraðs og situr bæjarstjórnarfundi. „Þetta er mikil lífsreynsla fyrir okkur öll,“ segir Elín Káradóttir, sem er í 10. bekk grunnskólans á Egilsstöðum. „Þó ég sé ung, þá hef ég mikinn áhuga á pólitík og hef setið marga fundi. En það má kannski segja að þetta sé byrjun- in á ferli mínum í stjórnmálum.“ Ungmennaráðið var stofnað í haust, og er ætlað að vera rödd unga fólksins innan sveitar- stjórnarinnar. Kosið verður í það á hverju hausti, en í ráðinu sitja auk Elínar níu unglingar á aldrin- um 15 til 20 ára sem koma víðs vegar að úr samfélaginu, bæði úr grunn- og framhaldsskólum á svæðinu, sem og úr félagsmið- stöðinni. Að því er hún best veit er þetta eina ungmennaráðið starfandi á landinu. „Unglingar geta nú leitað til jafn- aldra sinna, sem er mikill kostur,“ segir Elín, og bætir við að ráðið haldi reglulega fundi. Elín situr síðan bæjarstjórnarfundi og vek- ur athygli á því sem unglingun- um liggur á hjarta. Málefnin sem ráðið hefur hugsað sér að færa sveitarstjórninni í vetur eru til dæmis nauðsyn þess að opna kvikmyndahús í Fljóts- dalshéraði, jafnrétti, menningarlíf ungs fólks, og nauðsyn þess að efla starf félagsmiðstöðva á svæðinu. „Okkur finnst það alveg hlægilegt að það skuli vera 2.000 manna samfélag hérna og það er ekkert kvikmyndahús. Næsta kvikmyndahús er á Akureyri,“ segir Elín. Verið er að vinna að uppbygg- ingu ráðs eldri borgara í Fljóts- dalshéraði, að sögn Óðins Gunn- ars Óðinssonar, verkefnastjóra Fljótsdalshéraðs. Elín Káradóttir er afar áhugasöm um stjórnmál. Sem formaður Ungmenna- ráðs Fljótsdalshéraðs mætir hún á sveit- arstjórnarfundi og fjallar þar um málefni unglinga á Héraði. Skipt úr öðrum gír upp í þann fimmta Uppgangurinn á Austfjörðum hefur áhrif víðs vegar í samfélaginu, og verður lögreglan þess vör líkt og aðrir. En hún átti alls ekki von á því að þurfa að hafa miklu meiri gætur á hreifum ökumönnum. Sú varð þó raunin þegar Suður-Evrópumenn hófu störf í Kárahnjúkavirkjun. Hjalti Axelsson varðstjóri á Egilsstöðum segir mikil umsvif á Austfjörðum hafa sín áhrif á lögregluna sem og aðra geira þjóðfélagsins. 10-11 lesið 17.11.2005 15:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.