Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 6
6 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að þingkosningar yrðu haldnar með vorinu. Palestínu- menn halda sínar þingkosningar í janúar og því er ljóst að lítið mun þokast í friðarviðræðum á meðan pólitísk óvissa ríkir. Ríkisstjórn Sharons hefur staðið veikum fótum að undan- förnu, ekki síst eftir að stór hluti félaga hans í Likud-bandalaginu snerist gegn honum vegna brott- flutnings landnema frá Gaza í sumar. Þegar Amir Peretz felldi Shimon Peres í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins, sam- starfsflokks Likud í stjórninni, í síðustu viku var hins vegar ljóst að dagar ríkisstjórnarinnar væru því sem næst taldir. Sharon lýsti því yfir í gær að í stað þess að kosningar yrðu haldnar í nóvember á næsta ári færu þær fram í vor svo að stjórn- arkreppa ríkti ekki í landinu í langan tíma. Yosef Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Shin- ui, greindi svo frá því síðdegis að samkomulag hefði náðst um að halda kosningar í lok mars. Palestínumenn kjósa fulltrúa til löggjafarsamkundu sinnar í janúarlok. Því telja stjórnmála- skýrendur að allir kraftar stjórn- málamanna svæðisins muni fara í kosningabaráttuna í stað þess að nýta þá þíðu sem myndaðist á milli deilenda í kjölfar brottflutn- ingsins frá Gaza. - shg �������� ������� �� ��������������������� � � � ����������������������������������������������������������������������� ����������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ���������� �� ���������������������������������� ��������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������ ���������������������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������������������������������������������� ����������������������� ���������������������������������� ������������������������������������������������ VIÐSKIPTI Hagnaður Bakkavarar fyrir skatta nam þremur milljörð- um króna á fyrstu níu mánuðum ársins, 2,3 milljörðum eftir skatta. Hagnaður félagsins á þriðja árs- fjórðungi nam 971 milljón króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam tæpum þremur milljörðum króna. Bakkavör hefur tekið miklum breytingum eftir kaup á breska matvælafyrirtækinu Geest og sami ársfjórðungur í fyrra því ekki samanburðarhæfur. Eignir félagsins nema nú 112 milljörð- um króna. Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í til- kynningu að uppgjörið sýni áfram- haldandi velgengni félagsins eftir yfirtöku félagsins á Geest í maí síðastliðnum. Bakkavör er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu tilbúinna matvæla í Bretlandi. - hh Hagnaður Bakkavarar: Á þriðja millj- arð eftir skatta PERETZ VÍGREIFUR Amir Peretz sagði við fréttamenn í gær að Sharon hefði frest til mánu- dags til að ákveða kjördaginn. „Því fyrr, því betra,“ bætti hann við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs hangir í lausu lofti næstu mánuði: Sharon boðar til kosninga í Ísrael OLÍUSAMRÁÐ „Alvarlegt um hugs- unarefni er að fjármála ráðun eytið, sérstakur gæslumaður hagsmuna almennings, skuli vísvitandi fara með rangfærslur hvað varðar niður- stöðu áfrýjunar nefnd ar sam keppn- ismála,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Sam fylk ing ar innar. Aðstoðarmaður fjármála ráð- herra upplýsti í vikunni að ekki stæði til að sækja fyrir dómi bæt ur vegna samráðs olíu félag anna, nema hugsanlega stofnana dóms mála- ráðuneytis. Hann sagði áfrýjunar- nefnd samkeppnismála hafa talið önnur brot gegn stofn unum ríkisins ósönnuð. „Þetta er bara rangt,“ segir Lúð- vík. „Fyrir liggur staðfest að sam- fellt í sjö ár höfðu olíufélögin ólög- mætt samráð vegna útboða sem Vegagerðin stóð fyrir með kost nað- ar auka upp á tugi ef ekki hundruð milljóna.“ Hann segir þá spurningu vakna hvort verið sé að halda sértök- um hlífiskildi yfir olíufélögunum. „Og þá sér stak lega fyrrum forstjóra Skelj ungs, sem sat í fjármálaráði Sjálf stæðis flokksins, vegna hugs- anlegra endur krafna sem stofnast kunna á hend ur forsvarsmönnum olíu félaganna á þessum tíma, yrðu þau dæmd bótaskyld.“ Lúðvík telur ótækt annað en að láta reyna á bótaskyldu olíufélag- anna gagnvart stofnunum ríkisins fyrir dómi, enda sé um slíkar upp- hæðir að ræða. „Ef það er ekki hlut- verk fjár málaráðuneytisins að gæta að hagsmunum ríkis og almennings í málinu þá veit ég ekki hver ætti annar að gera það.“ Þá átelur Lúðvík einnig hversu langan tíma rannsókn efna hags- brota deildar Ríkislögreglustjóra á sam ráðs málinu taki. „Það er búið að vera í tvö og hálft ár hjá lögregl- unni og óþolandi í stærsta fjársvikamáli sögunnar ef Ríkis lögreglu stjóri fer ekki að afgreiða það,“ segir hann og bendir á að með rann- sókn sam keppnis yfirvalda sé nú búið að rann saka brot olíu félaganna í um fjögur ár. Hann óttast að frekari dráttur á rannsókn kunni að valda réttarspjöllum og leiða til vægari refsinga. „Dráttur á rannsókn getur bjargað mönnum frá fangelsisvist,“ segir hann Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær bótakröfur vegna sam- ráðs olíufélaganna kunna að fyrnast. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæst- a réttar lögmaður segir almennan fyrningarfrest á viðskiptakröfum vera fjögur ár, en á skaðabótakröf- um tíu ár. „Svo er spurningin hvert upphaf fyrningarfrests myndi vera í svona máli, hvort miðað væri við hvenær kröfuhafa verður staða sín ljós, eða hvenær viðskiptin áttu sér stað. En ég myndi nú telja það fyrra líklegt upphaf frestsins,“ segir hann og telur að í málum á hendur olíufélögunum yrði miðað við fjögur ár frá því að ljóst var að brot hefði verið framið. „Þetta eru kröfur út af viðskiptum og horfa því öðruvísi við en til dæmis skaðabótakrafa vegna slyss.“ olikr@frettabladid.is Ráðuneytið fer með rangt mál Þingmaður Samfylkingarinnar, Lúðvík Bergvinsson, segir fjármálaráðuneytið fara rangt með niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna samráðs olíufélaganna. Hann spyr hvort haldið sé hlífiskildi yfir forsvarsmönnum olíufélaganna, þá sérstaklega fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Á BENSÍNSTÖÐINNI Dómsmálaráðuneytið hefur samráð við fjármála- ráðuneyti og ríkislögmann um hvort höfðað verði skaðabótamál vegna samráðs olíufélaganna. Málið er enn í skoðun hjá ráðuneyt- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LÚÐVÍK BERGVINSSON Lúðvík vill að ríkið höfði mál til skaðabóta vegna samráðs olíufélaganna. FANGAFLUG Stjórnvöld í æ fleiri Evrópuríkjum hafa fyrirskipað rannsókn á fregnum um ferðir flugvéla, sem sagðar eru hafa sinnt flutningum á leynilegum föngum bandarísku leyniþjónust- unnar CIA, um lofthelgi þeirra og flugvelli. Svíþjóð og Finnland bættust í gær í hóp landa þar sem slík rann- sókn hefur verið sett í gang. Rann- sóknardómari á Spáni hefur haf- ist handa við að rannsaka fregnir um meintar fangaflugslendingar CIA þar í landi. Stjórnarandstöðu- þingmenn í Portúgal, Hollandi og Austurríki kölluðu eftir rannsókn í sínum löndum í gær. Dönsk yfir- völd hafa staðfest að flugvélar sem gætu hafa verið í þjónustu CIA hefðu lent á dönskum flugvöllum að minnsta kosti fjórtán sinn- um. Norski forsætisráðherrann Jens Stoltenberg sagði í gær að talsmenn bandarískra yfirvalda hefðu fullvissað norsk stjórnvöld um að „engin fangaflutningavél“ hefði lent í Noregi. Í frétt AP-fréttastofunnar er haft eftir Steingrími Ólafssyni, upplýsingafulltrúa Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, að ríkisstjórn Íslands væri ekki kunnugt um slíkt flug um íslenska flugvelli. Fyrirspurn hefði verið send bandarískum stjórnvöldum en svar ekki borist. „Þetta er nokk- uð sem íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við,“ sagði Steingrímur. Því hefur verið haldið fram að meintar fangaflutningavélar hafi lent að minnsta kosti 67 sinnum hér á landi, síðast á Reykjavíkur- flugvelli í fyrradag. - aa Fleiri Evrópulönd kanna meint fangaflug CIA: Svíar og Finnar hefja rannsókn CIA-VÉL Í REYKJAVÍK? Þessi skrúfuþota af gerðinni Casa CN-235 með einkennisnúmerið N196D millilenti hér á leið frá Skotlandi til Kanada á miðvikudag. MYND/ATLI MÁR EIGENDUR BAKKAVARAR GROUP Bræðurnir Lýður Guðmundsson og Ágúst Guðmunds- son standa að Bakkavör. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem nauðgaði fyrrum sambýliskonu sinni í hrottalegri og langvinnri árás á heimili hennar. Honum var einnig gert að greiða henni eina milljón króna í miskabætur. Árásin átti sér stað á mánu- dagskvöldi í júlí í fyrra, en þá réðist maðurinn í annarlegu ástandi inn í íbúðina og réðist á konuna með margvíslegum og hrottafengnum hætti. Maðurinn var einnig ákærð- ur fyrir fíkniefnabrot og ölvunar akstur og játaði þá liði ákærunnar. Nauðguninni neit- aði hann. Framburður konunnar var hins vegar talinn trúverð- ugur og studdur af læknisskoð- un og framburði vitna. - óká Nauðgunardómur staðfestur: Fékk þriggja ára fangelsi KJÖRKASSINN Eiga íslensk stjórnvöld að banna lendingar fangaflugvéla CIA hér á landi? Já 74,2% Nei 25,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu sátt(ur) við frumvarp um bætta réttarstöðu samkyn- hneigðra? Segðu skoðun þína á Vísi.is Tveir á sjúkrahús Maður slasaðist við Hellis heiðar virkjun um klukkan ellefu um morguninn, en að sögn lögreglu virtist sem hann hefði fallið af bifreið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á á slysa- deild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Þá féll maður úr stiga við sumarbústað í uppsveitum Árnes sýslu um klukkan þrjú síðdegis í gær. Sá var að sögn lögreglu fluttur á heilsu- gæslustöðina í Laugarási og þaðan á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til frekari aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.