Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 26
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Samkynhneigðir hér á landi hafa nú uppskorið árangur erfiðis síns með nýju frumvarpi um breytingu á réttarstöðu þeirra sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá á mánaðarleg- um blaðamannafundi sínum á miðvikudag. Það vill svo til að á mið- vikudaginn var alþjóðlegur dagur umburðarlyndis að tilstuðlan Sam- einuðu þjóðanna og hittist vel á að á þessum degi skyldi vera skýrt frá þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt væntanlegu frum- varpi stórbatnar staða samkynhneigðra hér á landi og er talið að leitun sé á því í heiminum að finna frjálslyndara frumvarp hvað þetta varð- ar. Kannski erum við Íslendingar enn að ryðja brautina hvað varðar samfélagsleg réttindamál. Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til þess að finna mikla fordóma gagnvart samkynhneigðum hér á landi. Orðin hommar og lesbíur voru bönnuð á opinberum vettvangi og urðu samkynhneigð- ir að heyja mikla baráttu bara til þess að þessi orð yrðu notuð yfir samkynhneigða karla og konur. Þegar svo þessi orð urðu viðurkennd tók við mikil barátta fyrir tilverurétti og réttarstöðu samkynhneigðra, sem nú hefur verið viðurkennd að miklu leyti með væntanlegu frum- varpi ríkisstjórnarinnar. Í því felst að sögn forsætisráðherra að sam- kynhneigðir geta fengið óvígða sambúð skráða í Þjóðskrá og það verð- ur til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi og fleira. Samkynhneigðum verður heimilt að ættleiða börn og þar verður sá réttur jafnaður. Þá er að geta þess að kona í staðfestri sambúð með annarri konu hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafa- sæði. Fram undir þetta hafa samkynhneigðar konur í sambúð þurft að fara til útlanda til að fá tæknifrjógvun, en nú verður breyting þar á. Frumvarpið sem hér um ræðir er mikið framfaraspor og mun breyta miklu fyrir þennan hóp, og nú er beðið viðbragða kirkjunnar í þessum málum. Þjóðfélagið verður líka að laga sig að þeim breyt- ingum sem breytt lög um réttarstöðu samkynhneigðra hafa í för með sér og það eiga áreiðanlega eftir að heyrast raddir sem setja sig upp á móti þessum breytingum. Við vorum sein af stað hvað varðar réttindi samkynhneigðra en nú eru horfur á því að við verðum í fararbroddi og þegar fer að reyna á lögin má búast við að aðrar þjóðir leiti í reynslu- sjóð okkar, eins og átt hefur sér stað varðandi fæðingarorlofslögin. Þar erum við mörgum skrefum á undan mörgum vestrænum þjóðum, sem við gjarnan viljum líkja okkur við. Sá er þó munurinn á þessum tveimur málum að fæðingarorlofið hefur í för með sér töluverð útgjöld fyrir ríkið en réttarstaða samkynhneigðra er fyrst og fremst mann- réttindamál. Þau eru ófá dæmin um að samkynhneigðir hafi orðið að flytja til annarra landa vegna fordóma í þjóðfélaginu en nú er sá tími vonandi fyrir bí. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Frumvarp sem markar þáttaskil varðandi réttindi minnihlutahóps. Réttur sam- kynhneigðra FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 „Vel tímasett hjal“ Magnús Þór Hafsteinsson, þingmað- ur Frjálslyndra, gerir umræður um jafnréttismál á Alþingi á miðvikudag- inn að umtalsefni í pistli á heimasíðu sinni í gær. Það var Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sem efndi til þessarar umræðu og til svara var flokksbróðir hennar Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Magnús Þór skrifar: „Óneitanlega læddist að manni sá grunur að hér væri á ferðinni eins konar leiksýning í boði Framsóknarflokksins. Vel tímasett hjal, ekki síst í ljósi þess að um síðustu helgi var prófkjör hjá Framsóknarflokknum í Kópavogi þar sem konur guldu mikið afhroð miðað við það sem stef- nt var að. Umræða nú um jafnréttismál, þar sem félagsmálaráðherra flokksins var til svara, gat því límt einhverja plást- ra á sárin.“ Bak við eldavélina Magnús Þór hefur efasemdir um heilindi framsóknarmanna í jafnréttismálum. „Mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé nefnilega sá stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag, þar sem innri órói er mestur með tilliti til baráttu kynjanna. Og þarna fari konurnar halloka“, skrifar hann. Hann lýkur pistli sínum með því að minna á að sagan segi að núverandi varaformað- ur Framsóknarflokksins eigi þau fleygu orð að „staða konunnar sé á bak við eldavélina“. Orðaflaumur Annar þingmaður Frjálslyndra, Sigurjón Þórðarson, víkur að Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra í nýjum pistli á netinu. Hann segir málflutning ráðherrans einkennast af „orðaflaumi um öfluga menntasókn, víðtækara námsframboð, auknar gæðakröfur, samkeppnishæfni náms, fjölgun nem- enda“. En miklu minna fari fyrir því að hún ræði kjarna mála. „Ég fór að velta þessum orðaflaumi fyrir mér í tengslum við umræðu um tillögur um víðtækan og sársaukafullan niðurskurð á starfi Háskólans á Akureyri. Staðreyndin er sú að fjárframlög til skólans eru langt frá því að hafa haldist í hendur við nemendaaukningu og þess vegna glímir skólinn við fjárhagserfiðleika. Þegar menntamálaráðherra var spurður út í niðurskurðinn var svarið að það myndi efla skólann til framtíðar. Þetta eru alger öfugmæli að mínu viti“, skrifar Sigurjón. gm@frettabladid.is Því hefur stundum verið haldið fram að þjóðfélagsumræðan öll, ekki einvörðungu pólitíkin, hafi á síðasta áratug eða svo mótast af sterkum foringjastjórnmálum og skilgreindum skotgröfum þar sem menn eru ýmist í einum herbúðum eða öðrum. Eru annaðhvort með einhverjum eða á móti honum. Eru annaðhvort góðir eða vondir. Í slíku andrúmi getur verið erfitt að vera með grámyglulega hálfvelgju eða efasemdir. Allt er annað hvort svart eða hvítt – og ekkert rými fyrir gráa tóna í litakorti skoðan- anna. Smám saman elur þetta af sér almenna tortryggni og ofsókn- aræði – enda gjalda menn þess iðulega fari þeir á einhvern hátt út af línunni. Samsæriskenningar og ásakanir um hitt og þetta einkenna þjóðfélagsumræðuna, gengisfella hana og breyta í sápuóperur í stíl absúrdleikhússins. Öll umræða verður að gjammandi kappræðu og fjöldi þeirra sem hugsanlega hefðu blandað sér í hana hverfur frá með kalið hjarta. Ef ekki væri fyrir hina miklu og raunverulegu hagsmuni og völd sem verið er að spila með, tæki því varla að eyða orðum á þetta ástand. Í vikunni birtist okkur gott dæmi um íslenska þjóðfélagsumræðu. Dæmi sem dregur fram það nöt- urlega ástand sem í raun ríkir í landinu eftir rúman áratug for- ingjastjórnmála. Þetta dæmi kom upp í tengslum við kynningu á Jónsbók Einars Kárasonar um Jón Ólafsson í Skífunni. Kastljós Sjónvarps hugðist birta viðtal við Jón þar sem hann er m.a. að „upp- ljóstra“ um ofsóknir á hendur sér og brot af því var sýnt í fréttum. Síðan þegar kemur að því að sýna viðtalið sjálft í Kastljósþættinum koma upp tæknilegir erfiðleikar sem valda því að menn ná ekki samræmi milli hljóðs og myndar og ákveðið er að bíða með útsend- ingu viðtalsins. Í siðmenntuðu lýðræðisríki með sjálfstæða fjölmiðla hefði þetta tæplega vakið mikla athygli og áhorfendur og alþjóð hugsað eitt- hvað á þá leið að þetta væri ein- stök óheppni fyrir viðkomandi sjónvarpsstöð – og ekki síst fyrir þá sem unnu tæknivinnuna, því það er almennt ætlast til þess að alvöru sjónvarpsstöðvar geti sýnt það efni sem þær hafa náð að aug- lýsa upp eins og hér var gert. En á Íslandi, mótuðu af áratug for- ingjastjórnmála, vakti þetta allt önnur viðbrögð. Enginn virtist taka það trúanlegt að vandamálið væri af tæknilegum toga, held- ur þótti mun líklegra að „bak við tjöldin“ hefði verið gripið í taum- ana og útsending viðtalsins ein- faldlega stöðvuð. Ekki nóg með að almenningur á kaffistofum lands- ins hafi fyrst og fremst velt fyrir sér hvort fyrrverandi forsætisráð- herra hefði komið beint að málinu eða ekki, heldur voru fjölmiðlar fullir tortryggni líka. Meira að segja Morgunblaðið sá ástæðu til að yfirheyra Kastljósstjórann um hvort það væru í raun og veru „tæknilegar ástæður“ fyrir því að birta ekki viðtalið og láta stjór- ann jafnframt lýsa því yfir að fyrr myndi hann segja af sér en sætta sig við að þátturinn yrði ritskoð- aður af aðilum úti í bæ. Viðtalið var svo eins og alkunna er sent út daginn eftir, og þá líka á netinu og óklippt – en ástæða þótti einmitt til að margendurtaka að netútgáf- an væri óklippt, því margir virtust hreinlega ekki trúa því að viðtalið hafi ekki verið ritskoðað! Það er full ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvað þetta segir okkur um íslenskt lýðræði og borgaralegt samfélag. Hvers konar þjóðfélag bregst við tækni- legri bilun í sjónvarpi á þennan hátt? Standi menn upp úr pólitísku skotgröfunum liggur í augum uppi að ástandið er orðið sjúkt! Ekki skánar þetta mál þegar skoð- uð er fréttamúsin, sem fæddist eftir þessa jóðsótt Kastljósfíls- ins. Stóra fréttin snerist um að skattrannsóknarstjóri átti að hafa fengið aukafjárveitingu tvö ár í röð gegn því að taka þá Jón Ólafs- son og Jón Ásgeir Jóhannesson til skattrannsóknar. Vissulega stór- mál ef satt væri. En ásakana- og fullyrðingastíllinn sem fest hefur rætur í umræðunni – og einkenn- ist einmitt á köflum m.a. af svona mútuáskökunum – gengur aftur enn einu sinni. Málið breytist í grátbroslegt grín þegar í ljós kemur að ásakanir byggja alfar- ið á því að einhver maður á að hafa heyrt skattrannsóknarstjóra segja frá þessu í gleðskap eða á kennderíi. Að þessu sinni koma þó hvorki við sögu London né vínber. Sápuóperan fullkomnast síðan þegar málatilbúnaðurinn, ef hægt er að kalla þetta það, er hrakinn í Morgunblaðinu með því að blaðið upplýsir sigri hrósandi að skatt- rannsóknarstjórinn hafi verið bindindismaður í 30 ár! Eitt helsta afrek foringjastjórn- málanna hefur verið að framleiða pólitískar sápuóperur sem henta vel fyrir Spaugstofuþætti, enda hefur fréttastofa Spaugsstofunn- ar iðulega verið með réttustu og hreinskilnustu fréttaskýringarn- ar allra fjölmiðla um pólitíkina. Spyrja má hvort ekki sé kominn tími á breyttan stíl í íslenskum stjórnmálum? ■ Samfélag samsæranna Í DAG FORINGJASTJÓRN- MÁL OG JÓNSBÓK BIRGIR GUÐMUNDSSON Hvers konar þjóðfélag bregst við tæknilegri bilun í sjónvarpi á þennan hátt? Standi menn upp úr pólitísku skotgröfunum liggur í augum uppi að ástand- ið er orðið sjúkt! AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5. Frumvarpið sem hér um ræðir er mikið framfaraspor og mun breyta miklu fyrir þennan hóp, og nú er beðið viðbragða kirkjunnar í þessum málum. Þjóðfélagið verður líka að laga sig að þeim breytingum sem breytt lög um réttarstöðu samkynhneigðra hafa í för með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.