Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 42
4 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bæjarstjórnin á Fljótsdalshéraði hefur opnað aðsetur á annarri hæð við hlið bæjarstjórnarskrifstofanna á Egilsstöðum þar sem hinir ýmsu listamenn á Héraði geta fengið að- stöðu til þess að sinna listum sín- um. Meðal annars fara þar fram listsýningar og tónleikar, hljóm- sveitir geta æft, fólk getur fengið aðstöðu til að mála og búa til önn- ur listaverk, og hægt er að halda myndlistarnámskeið í Kompunni. „Aðstaðan er lánuð endur- gjaldslaust, en fólk þarf að hafa samband áður en það fær inni,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundarfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Eins sinna eldri borgarar bók- bandi í Kompunni, leirlistakona hefur aðsetur þar og til stendur að vefari setji upp vefstól sinn þar. Listamenn fá inni í Kompunni Bætt aðstaða fyrir listamenn á Héraði. Leirlistakonan Anne Kampp hefur aðsetur í Kompunni. Leiklistin er þeirra líf og sál Leikfélag Fljótsdalshéraðs er kraftmikið leikfélag með vel yfir 100 meðlimi, og hefur fé- lagið svo sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í uppfærslum sínum. „Við erum svo heppin að vera með fagfólk í flestum geirum sem koma að leiksýningum, sviðsmynd, lýs- ingu, förðun og svo framvegis. Þetta er ekki fólk sem við höfum pantað, heldur er þetta fólk sem hefur flutt hingað, hefur unnið til dæmis í Borgarleikhúsinu, og heldur áfram í leiklistinni hér svo við njótum góðs af,“ segir Þráinn Sigvaldason, for- maður leikfélagsins. Sautján manns stofnuðuð leikfé- lagið í ágúst 1966, og nú, tæpum 40 árum síðar, er það enn ein af aðal lífæðum Egilsstaða og ná- grennis. Áhugi á leiklist á Héraði á sér þó enn lengri sögu, en það var tilkoma héraðsheimilisins Vala- skjálfs árið 1966 sem olli straum- hvörfum. Sviðið í Valaskjálf varð aðalvettvangur sýninga félagsins og margir stigu þar sín fyrstu spor á leiksviði, en félagið hefur innan sinna vébanda stóran hóp fólks með mikla reynslu og þekkingu, auk kraftmikillar unglingadeildar. „Þrátt fyrir sjónvarps-, mynd- banda- og tölvuvæðingu, er starf- semin nú öflugri en nokkru sinni fyrr og ekki útlit fyrir annað en að félagið muni hér eftir sem hingað til skipa stóran sess í menningarlífi Héraðsbúa,“ segir Þráinn, og bætir við að næstu tvö árin verði afar skemmtileg, því haldið verður upp á 40 ára afmæli félagsins með pompi og prakt og, að sjálfsögðu, ýmiss konar leiksýningum og uppá- komum. Félagið hefur sýnt rúmlega 50 leikrit, fyrir utan ýmiss konar skemmtanir sem það hefur staðið fyrir og tekið þátt í, svo sem árviss jólaverkefni, barna- og unglinga- skemmtanir, skáldakynningar og 17. júní hátíðarhöld. Auk þess held- ur það margskonar námskeið á ári hverju. Meðal þeirra leikrita sem félagið hefur sýnt eru Valtýr á grænni treyju, Þorlákur þreytti, Gullna hliðið, Piltur og stúlka, Karíus og Baktus, Fiðlarinn á þakinu, Ævin- týrariddarinn Don Kíkóti, Dagbók Önnu Frank, Draumur á Jóns- messunótt, og My Fair Lady, ásamt fjölmörgum fleiri erlendum og ís- lenskum verkum. Um þessar mundir sýnir leikfé- lagið Sex í sveit eftir Marc Camolett, í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelsonar. Sýningin er haldin í félagsheimilinu að Iðavöllum, sem leikfélagið hefur gert upp á afar smekklegan hátt. Jódís Skúladóttir og Friðjón Magnússon í hlutverkum sínum sem afbrýðisöm eiginkona og viðhald hennar í leikritinu Sex í sveit. Uppákomur fyrir Austurland á Eiðum Eiðastóll hefur nýverið ráðið starfskraft. Ég hef verið að skipuleggja uppá- komur sem eru meira ætlaðar fyrir þá sem búa á Austurlandi,“ segir Lára Vilbergsdóttir, nýráðinn starfs- maður Eiðastóls, en Eiðar eru 12 kílómetrum norðan við Egilsstaði. Á dagskránni eru dansnámskeið, fyrirlestrar og þögul listsýning á aðventu sem ætlað er að hjálpa fólki að slaka á í jólastressinu. Fyrir fjórum árum keyptu Sigurður Gísli Pálmason og Sigur- jón Sighvatsson eignir Alþýðu- skólans að Eiðum með það í huga að setja á fót alþjóðlega mennta- og menningarmiðstöð. Síðan þá hafa stakar uppákomur verið haldnar að Eiðum aðallega á sumrin, en nú er hafin vinna við að gera framtíðarsýn Eiða að veruleika. Fleira starfsfólk verður ráðið um áramótin. Lára Vilbergsdóttir var nýverið ráðin starfs- maður Eiðastóls. Strikið á Íslandi Þjónustugata á Egilsstöðum ber kunnuglegt nafn. Í sumar samþykkti bæjarráð Fljóts- dalshéraðs tillögu skipulags- og byggingarnefndar þess efnis að verslunar- og þjónustugata sem fyrirhugað er að liggi um nýjan miðbæ Egilsstaða muni heita Strik- ið. Gatan verður mjög áberandi í nýja miðbænum en hún verður bæði hellulögð og malbikuð. Rauðleitum náttúrulegum steinefnum verður blandað saman við malbikið og því mun gatan liggja sem rauðbrúnt strik frá ráðhúsi bæjarins, sem ætl- unin er að reisa við enda Striksins, og í gegnum allan miðbæinn. Við annan enda þess verður reist veglegt menningar- og stjórnsýslu- hús, en eins mun íbúðarhús aldr- aðra rísa við götuna. Sveitarfélagið er þessa dagana að kaupa land af einkaaðilum, því ólíkt flestum bæjum landsins á Fljótsdalshérað afar lítið land sjálft. Strikið fyrirhugaða á Egilsstöðum. Viðskiptafræðingur á Egilsstöðum Á skrifstofu KPMG á Egilsstöðum vantar viðskiptafræðing til starfa. Starfsmenn KPMG vinna einkum við endurskoðun og reikningsskil fyrir viðskiptavini sína sem eru annars vegar fyrirtæki á almennum markaði og hins vegar fyrirtæki og stofnanir í opinberri þjónustu. Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga á starfsþróun og spennandi vinnuumhverfi í félagsskap fagfólks. Við metum mikils sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleika, frumkvæði og aðlögunarhæfni. Hæfileiki til að vinna með öðrum er mikilvægur því mikið er unnið í hópum innan félagsins og með viðskiptavinum. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólanám í viðskiptafræðum  Viðskiptatengd starfsreynsla  Mjög góð þekking á bókhaldi og reikningsskilum  Gott vald á íslensku og ensku  Mjög góð þekking á Excel Ef þú telur að eiginleikar þínir og þekking fari saman við óskir okkar hvetjum við þig til að senda okkur umsókn. Nánari upplýsingar veita Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri KPMG, agudmundsson@kpmg.is, sími 545 6077 og Hlynur Sigurðsson, forstöðumaður KPMG á Egilsstöðum, hlynursigurdsson@kpmg.is, sími 545 6061. Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsókn ásamt ítarlegri ferilsskrá sendist í tölvupósti. Umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi. © 2005 KPMG Endurskoðun hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. 04-05 lesið 17.11.2005 15:12 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.